Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 32
Hjúkrun í fangelsi Hjúkrunarfrœðingarnir Anna Björg Aradóttir og Erna Haraldsdóttir starfa við hjúkrun (fangelsum á höfuðborgar- svœðinu. í stuttu viðtali segja þœr okkur frá reynslu sinni af starfmu, en Anna Björg hóf slarf ( ársbyrjun 1994 og var þá í 75% starfi en er nú ( 25% starfi og Erna, sem hóf störf ( september sl., er einnig (25% starfi. „Við erum með yfir 1000 viðtöl á ári,” segir Anna Björg. „Skjólstæðingar okkar eru fangar í fangelsunum í Síðumúla, Hegningarhúsinu og Kópavogi. í Hegningarhúsinu eru 16 fangar, í Síðumúla eru 13 klefar en þar sem það er gæsluvarð- haldsfangelsi eru þar mismargir fangar. Kópavogsfangelsi er ætlað konum og þar er rúm fyrir 12 langa. Konurnar eru aldrei það margar svo þar eru líka karlmenn. Árið 1994 var hlutfall kynja þannig að konur voru 5,3% en karlar 94,7% og það hlutfall hefur verið stöðugt undanfarin ár. Um 90% fanga eru með dóma upp á eitt ár eða skemur svo það eru töluverð umskipti fanga.” Nauðsynlegt að byggja upp vörn -Hvað er j>að sem aðallega hrjáir fólkið? „Algengustu heilbrigðisvandamál fanga eru áfengis- og vímuefnavandi, ýmis stoðkerfisvandamál meltingarfæra- sjúkdómar, húðsjúkdómar og léleg tannheilsa. Margt af þessu má rekja til lífsstíls þar sem heilsunni er ekki sinnt sem skyldi. Andleg líðan er oft bágborin og spenna og svefnleysi eru algeng vandamál hjá föngum. Að vera lokaður inni gerir það að verkum að fólk fyllist kvíða, það sefur illa, er spennt og eirðarlaust. Mjög mikið er um að verið sé að trappa menn niður eftir vímuefnaneyslu og í Síðumúlafangelsinu eru oft menn í gæsluvarðhaldi vegna mála sem talið er að þeir hafi framið en þeir muna ekki eftir því. Þarna má segja að um bráðavinnu sé að ræða því þessum mönnum líður yfirleitt svo hörmulega. Oftast eru þetta ungir strákar sem iðulega hafa átt erfiða æsku og stundum finnur maður til svo mikillar samúðar með þeim að helst langar mann að taka þá með sér heim,” segir Anna Björg. „Það er auðvitað nauðsynlegt að byggja upp vörn til að endast í starfinu”, bætir Erna við. „Stundum er mjög erfitt að finna mörkin milli þess að ganga „kalt” til verks eða veita faglega umhyggju. Sérstaklega á það við þessa ungu stráka sem horfa á mann með engilhreinum svip og sakleysislegum augum, en reynslan hefur kennt okkur að þeir eru yfirleitt mjög leiknir í að fá aðra til að gera það sem þeir vilja - sérstaklega fíklar. Þeir eru oft raunveruleikafirrtir, tilfinningalega skertir og eiga erfitt Erna og Anna Björg fyrirframan Hegningarhúsið. með að setja sig í spor annarra. Þeim finnst fangelsiskerfið mjög rangt og sjá ekki alltaf sök hjá sjálfum sér.” Þroskinn stöðvast. - Eru fangar yfuleitt mjög ungir að árum? „Yfir helmingur fanga eru á aldrinum 18 til 30 ára og með aukinni vímuefnaneyslu virðist hann fára sífellt lækkandi,” segir Anna Björg. „Ungir menn í fangelsi hafa nær undan- tekningalaust verið í neyslu. Nú eru þeir í neyslu miklu harðari efna og eru því yfirleitt miklu verr famir. Líðan þeirra er bölvanleg en sú fráhvarfsmeðferð sem læknamir veita hefur reynst vel. Það gerist því ekki lengur að menn fái krampa og TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.