Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 15
Barnavernd Arangur af vímuefnameðferð unglinga á Tindum Til að meta árangur meðferðarstarfsins sem fram fór á Tindum á Kjalarnesi, meðferðarlieimili fyrir unglinga í vímuefnavanda, rekið á vegum vlmuefnadeildar Unglingaheimilis rtkisins, var sumarið 1994 gerð könnun á árangrinum. Könnunin náði til 120 fyrstu unglinganna sem komu á Titula og foreldra þeirra en fyrsti unglingurinn kom þangað til dvalar 2. janúar 1991 og ífebrúar 1994 voru þeir orðnir 120 sem komið höfðu til meðferðar. Könnunin, sem var tvíþœtt póstlistakönnun og stmaviðtalskönnun, leiddi í Ijós að rúmur helmingur (54%) þeirra sem lauk meðferð neytti engra vímuefna fyrsta árið eftir meðferð. Þegar meðferðarárangur er metinn á grundvelli breytinga á líðan, hegðun og samskiptum við fjölskyldu náðu 76% þeirra sem luku meðferð góðum árangri. Af foreldrum tóku 74% þátt t stmaviðtalskönnuninni og 89% þeirra foreldra sem tóku fullan þátt í Jjölskyldudagskrá Tinda sögðu þátttöku stna hafa stuðlað að betri líðan. 51 % sagði hana hafa leitt til nánari samskipta milli sín og maka og 53% milli sín og barna sinna og er þá unglingurinn sem var í meðferð undanskilinn. Páll Biering hjúkrunar- fræðingur lauk B.Sc. námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands árið 1989. Hann starfaði sem aðstoðardeildar- stjóri á Tindum frá árinu 1990 en hóf mastersnám í geðhjúkrun um áramót 1995 við Texasháskóla í Austin, Bandaríkjunum. 1 indar, vímuefnadeild Unglingaheimilis ríkisins (UHR), tók lil starfa f ársbyrjun 1991. Vistunarrými var fyrir 12 unglinga á aldrinum 13 til 18 ára. Nýting vistunarýma var alla tíð óstöðug og árið 1991 var hún svo slök að ákveðið var að leggja Tinda niður sem sólarhringsstofnun og hefja starfsemi dagdeildar. Á meðan Tindar voru sólarhringsstofnun tók full meðferð 6 til 12 vikur og fór lengd hennar eftir þörfum hvers unglings. Meðferðin skiptist í tvö tímabil; greiningu og formeðferð sem tók 2 til 4 vikur og hina eiginlegu vímuefna- meðferð sem stóð í 4 til 8 vikur. Meðferð Tinda telst til svonefndra „12-spora meðferða", þar sem aðlögun vímuefna- neytandans að vímuefnabindindi er byggð á 12 reynslusporum A.A. samtakanna (Gifford 1991 & Robertson 1988). Heildræn sjónarntið voru höfð að leiðarljósi og auk 12-spora meðferðar- tnnar var leitast við að styrkja unglingana á sem flestum sviðum. Áhersla var lögð á hollt mataræði, hreyfingu og útivist. I uppeldisskyni, og til að skapa jákvæðan starfsanda, ríkti strangur agi á Tindum og var atferlismótun einkennandi þáttur meðferðarinnar. Unglingamir voru hvattir og studdir til að takast á við tilfinningalegan vanda sinn hvort heldur sem hann var alleiðing vímuefnaneyslunnar eða varð til áður en neyslan hófst. Á Tindum var, og er enn, boðið upp á umfangsmikla íjölskyldudagskrá en nú em Tindar reknir í formi dagdeildar að Hverfisgötu 4a. í formeðferðinni tók fjölskyldan þátt í að gera unglinginn móttækilegan fyrir áframhaldandi meferð. Eftir að henni lauk voru haldnir vikulegir fjölskyldumeðferðarfundir og jafnframt var boðið upp á vikulanga fjölskyldudagskrá með fyrirlestrum og fjölskyldumeðferð. Eftir að meðferð lýkur stendur unglingum á Reykjarvíkursvæðinu, og fjölskyldum þeirra, til boða eftirmeðferð í allt að eitt ár. Árin 1992 og '93 komu fram í Félagsmálaráðuneytinu, og í stjórnarnefnd Unglingaheimilis ríkisins, hugmyndir um gagngerar breytingar á rekstri Unglingaheimilis ríkisins og annama stofnana er heyrðu undir stjórnarnefndina. I kjölfarið fylgdi ítarleg umræða meðal starfsfólks og stjórnarnefndar og samstarfsaðila um æskilegar breytingar á meðferðarstarfi fyrir unglinga sem og um leiðir til að ná fram þeim breytingum. Umræðan leiddi í Ijós að lítið er vitað um árangur þess meðferðarstarfs sem unnið er með fslenskum unglingum og að ekki hefur á kerfisbundinn hátt verið aflað upplýsinga um þá unglinga sem dvalið hafa á þeim stofnunum sem umræðan náði til. Af þessum sökum voru breytingartillögur annars vegar byggðar á „hagkvænmi“ sjónarmiðum og hinsvegar á „skoðunum“ starfsfólks og annarra aðila sem unnu að upp- eldis- og meðferðarmálum. I ljósi þessa var lagt af stað með þá árangurskönnun sem hér birtist en tilgangur hennar er þríþættur: 1) að kanna árangur af starfi Tinda, 2) að afla upplýsinga sem leggja má til grundvallar mati á styrkleika og veikleika meðferðarstarfsins á Tindum, 3) að afla þekkingar á þeim þáttum í reynslu og umhverfi unglinga sem áhrif hafa á árangur þeirra f vímuefnameðferð. I þessari grein verður eingöngu fjallað um fyrsta þáttinn, þ.e. árangurinn af meðferðarstarfi Tinda. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: 1. Hætta unglingar vímuefnaneyslu eftir meðferð á Tindum? 2. Dregur meðferð á Tindum úr vanda unglinga öðrum en vímuefnavanda, s. s. andlegri vanlíðan, hegðunar vandamálum og afbrotum, og ná þeir betri árangri t skóla og í vinnu? 3. Hvaða áhrif hefur fjölskyldudagskrá Tinda á líðan foreldra og samskipti og tengsl innan fjölskyldunnar? TÍMARIT HJÚKHUNARFRÆÐINGA 3 . tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.