Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 28
Eftir Gudrun Simonsen -Björg Einarsdóttir íslenskaði t?(wte«tce 'HggítúMale - Hver var hún? 148 2. Kafli - Á FERÐALAGI - ÆVIVINÁTTA Florence var hamingjusöni. Allt var óviðjafnanlegt. Ferðin var hafin! Stemmningin var mikil, veðrið unaðslegt, hestasveinarnir sungu og Flo og Pop sátu á þaki vagnsins og nutu lífsins í fyllsta mæli. I þá daga hafði fólk sem á annað borð fór í ferðalög nægan tíma. Reyndar var ekki uin annað að ræða því ekkert gat gerst hraðar en hestarnir komust. Ferðafólk náði því í raun að kynnast stöðum sem það fór um. Flo hafði bæði augu og eyru opin og það var sannarlega heppilegt að dagbókin var með í för. „I Chartres varfillt tungl, ég sat við gluggann alla nóttina. Eg var töfrum slegin af tunglskininu yfir dómkirkjunni. Mér er ómögulegt að skilja að nokkur skuli geta farið að sofa, mér var það ómögulegt Áhrifin leyna sér ekki, hún.heldur áfram. „í dag hitti ég uppgjafahermann úr Napóleonsstyrjöldunum. Hann hafði fylgt Napóleon árum saman og hann sagði frá. Florence Nightingale Ég hefði getað hlýtt á hann alla nóttina, en Aþenu. Teiknuð mamma kom og sagði að við yrðum líka að sofa ... Ég skil ekki hversvegna ég get sofiðþegar ég verðþreytt ... Það leiðinlegasta viðferðalög er að stöðugt verður að skiljast viðfólk sem maður kynnist og hittir það kannski aldrei aftur. “ Farið var vítt og breitt um Suður-Frakkland á leiðinni til Ítalíu. Genúa var stórkostleg og Flo skrifar einni frænku sinni: „Hilary! Þúsund og ein nótt er orðin að veruleika!“ Takmarkið var Flórensborg. Á leiðinni þangað fóru þau um Nervi. Borg með höllum og urmul fátœklinga ... Og Písa ... Þar efndi hertoginn af Toscana til dansleiks sem stóð alla nóttina og daginn eftir sýndi hann okkur úlfaldana si'na! Liðið var á febrúarmánuð 1838 þegar þau náðu til Flórens. Þar tók fjölskyldan virðulega íbúð á leigu, með geysistórum viðhafnarsal og borðstofu með útsýn yfir Arnoíljótið sem borgin stendur við. I loftinu í svefnherbergjunum voru dýrindis olíumálverk. Fáklœddar þéttholda konur! „Ósiðlegt“, sagði gamla fóstran okkar. „Ekki horfa upp, stúlkur mínar!“ Nú gátu Fanny og Wen safnað lil sín vinum og TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3. tbl. 72. árg. 1996 kunningjum í alls konar samkvæmi og á dansleiki. Fanny naut sín sem gestgjafi og Flo og Pop tóku þátt í allri dýrðinni. Fanny var mjög hreykin og skrifaði heim til Englands: „Allir veita Flo athygli. Allir vilja dansa við hana.“ Við fórum hvern dag og hvert kvöld á dansleiki og tónleika, í óperur og garðveislur. En mest um vert var, held ég, að við náðum að lesa ítölsku undir handleiðslu mjög góðs kennara og lœrðum að teikna því Pop hefur töluverða hœfdeika. Mér féllu betur danstímarnir og tónlistin, I fyrstu varð ég blátt áfram dansóð og síðan varð ég alveg óð í óperur. Fullkomlega óperusjúk! Ég sótti óperuna þrisvar í viku, hefði gjarnan viljað fara daglega. Mér datt í hug að ef til vill vœri það tónlistin sem ég œtti að helga lif mitt Flo skrifaði í dagbókina alla ferðina. Hún hafði ríka þörf fyrir að halda til haga öllu sem gerðist og koma því frá sér niður á pappfr. Hún skrifaði um allt sem hún upplifði og allt sem vakti athygli hennar. Langar runur með nákvæmum tímasetningum um hversu langt þau ferðuðust á dag, hvar og hvenær þau skiptu um hesta, um veður og hitastig. Þessi nákvæmni hennar gat stundum skapraunað fjölskyldunni meira en góðu hófi gegndi. Þeim fannst jafnvel að áhugamál hennar væru meira en lítið skrítin, og var það óskiljanlegt að ástand þjóðmála í Frakklandi eða ítölsk stjórnmál væru eitthvað til að brjóta heilann um fyrir unga stúlku, fallega og ríka, sem átti að vera að njóta lífsins! „Að brjóta heilann “fannst mér heimskulega til orða tekið! Allt var svo yfirmáta spennandi! Ef ég hefði ekki einmitt verið á Ítalíu um þetta leyti er ég viss um að ég hefði aldrei öðlast raunverulegan skilning á frelsisbaráttu ítölsku þjóðarinnar. “ Án efa voru það einmitt kynnin af frelsishreyfingunni sem tendruðu þann loga í brjósti Florence er síðan brann réttlætinu til framdráttar. Italía heyrði undir Austurríki og Austurríkis- menn stjórnuðu landinu af jámhörku, þeir brutu á bak aftur alla viðleitni til sjálfstæðis og sú hugmyndafræði sem ekki féll að þeirra stjórnkerfi var dauðadæmd. Hver sá er ól með sér frelsisþrá og lét hana í ljósi var í voða staddur. Vísindamenn, listamenn og kennarar flýðu hópum saman yfir landamærin lil Sviss og bjuggu þar við mikinn skort því eigur þeirra höfðu orðið eftir á Ítalíu. Eg varð mjög glöð þegar ákveðið var að við fœrum líka um utn þrílugt með ugluna af systur hennar. Á

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.