Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 31
Sigrún Ásta Pétursdóttir, hjúkrunarkona Að vera dauðvona IVlinn tími er kominn. Ég kv(ði því ekki að deyja en þrái að deyja með reisn, eins og sagt er. Fyrir um 20 árum var ég íframhaldsnámi og skrifaði ritgerð um hjúkrun deyjandi sjúklinga. Við lestur hennar nú finnst mér ég nokkuð sátt við hana en vil þó gjarnan bœta nokkru við vegna eigin reynslu. Þessar hugleiðingar mt'nar set ég á blað í von um að einhverjum komi þœr að gagni við hjúkrun deyjandi sjúklinga. Frá því ég hóf stöif við hjúkrun árið 1959 hef ég litið á það sem aðalskyldu mt'na við sjúklinginn að fá hann til að brosa, helst hlœja með mér. Þó að þetta væri hans síðasti dagur. Sem sjúklingi fmnst mér þettajafn nauðsynlegt fyrir sálarheill mi'na og vellíðan. „Eitt sinn skal hver deyja“. Sérhver maður deyr á sinn persónulega hátt, eins og hann hefur lifað á sinn sérstœða hátt. Hjúkrunarfólk þarf að lœra að virða skoðanir og tilfmningar sjúklinga gagnvart dauðanum ogforðast að yfirfœra si'nar eigin tilfmningar gagnvart honum á sjúklinginn. Dauðinn hefurverið eitt afþvísem ekki hefur mátt tala um, þó það sé sem betur fer að breylasl smátt og smátt. Það þarf að opna umrœðu um dauðann og hjálpa fólki til. að rœða og skilja si'nar eigin tilfmningar og takasl á við þœr. Þetta þarf að vera hluti af uppeldinu og jjölskyldur þurfa að rœða opinskátl saman um þenna lokaþátt lífsins. Því miður eru alltof margir ófœrir um að rœða dauðann og verða skelfingu lostnir við tilhugsunina um eigin dauða eða annarra. Þessi dauðahrœðsla stendur mörgum fyrir þrifum og getur valdið því að einstaklingur sé ófœr um að umgangast deyjandi sjúklinga vegna eigin tilfinninga gagnvart dauðanum. Menn forðast jafnvel si'na nánustu sem eru dauðvona og fara þannig á mis við tœkifœri sem gœti hjálpað, auðgað lífið og minningarnar frá síðustu samverustundunum. Heilbrigðisstarfsfólk hefur oftar en einu sinni spurt mig hvort ég hafi talað við prest eða fengið prest til að rœða viðJjölskyldu mt'na. Þegar ég svara þessu neitandi hef ég fiundið fyrir gagnrýni. Ein kona gekk svo langt að spyrja mig að þvt' hvort ég notaði þetta (veikindin) kannski á manninn minn! Þetta fannst mér alvarleg ónœrgœtni við sjúkling. Ég trúi því ekki að hún hafi gert sér grein fyrir því hve illa þetta hefði getað leikið sjúklinginn; að þetta hefði getað valdið miklum andlegum skaða, þunglyndi, sektarkennd og jafnvel truflun á samskiptum við hans nánustu aðstandendur. Eg er svo lánsöm að hafa aldrei verið hrœdd við að deyja og hef þm' átt auðvelt með að rœða um dauðann við mína nánustu. Ég er líka svo lánsöm að eiga frábœra Jjölskyldu og vini og þessi reynsla hefur auðgað samskipti okkar. Prestar eru auðvitað menntaðir til að aðstoða dauðvona fólk og gera það örugglega eftir bestu getu. En ég tel að besta hjálpin sé að geta rœlt dauðann, og það sem honumfylgir, opinskátt og eðlilega innan Jjölskyld- unnar og að hjúkrunarfólk sem annast sjúklinginn og þekkir hann sé ekki si'ður fœrt um að hjálpa, þurfi þess meb! Þessa 15 mánuði sem ég hef verið í biðsal dauðans hef ég aðeins þurft að dveljast um einn mánuð á sjúkrahúsum og þótt deildin mín sé sú besta, hjúkrun frábœr og ómetanlegt öryggið að geta alltaf leitað þangað -þá er heima best. ífyrsta skipti á œvinni fannst mér ég vera óháð og andblœr fijálsrœðis leika um mig! Mér er það ógleymanlegt. * Senn var á enda þessi stórbrotna Evrópuferð sem varað hafði í hálft annað ár. Á vordögum 1839 voru þau aftur komin heim til Englands. Heima beið þeirra fjölmennt skyldulið og enn fjölmenn- ari hópur vina og kunningja. Ef það var eitthvað sem enska hástéttin hafði lag á þá var það að grípa hvert tilefni sem bauðst til að gera sér glaðan dag og nú var sannarlega tilefni til hátíðahalda! Gera sér rœkilega dagam un - hét það! Nú var bústaður fjölskyldunnar á Embley Park fullbúinn að loknum breytingum og orðinn að ósviknu hefðarsetri. Fyrsta hréfið þaðan var til Clarkey: „Kœra vina. Hérna er svo sannarlega orðið virðulegt húshald og heimili, fullbúið til að veita viðtöku fimm konum, kornnum til vits og ára með eiginmönnum og öllu tilheyrandi. “ Flo vissi mæta vel að næsta takmark Fannyar var að finna dætrunum auðugt og gott gjaforð með „eiginmönnum og öllu tilheyrandi“. Foreldrarnir höfðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að veita dætrum sfnum sem allra bestan undirbúning fyrir hjúskapinn og rósrauð framtíðin átti að blasa við þeim. Báðar voru indælar og kurteisar og eins og Fanny komst að orði: „Florence vekur eftirtekt allra.“ Hún var skemmtileg, bráðgáfuð og gat rætt við hvern sem var; hún hafði yndi af tónlist og naut þess að dansa, fólk dróst ósjálfrátt að henni og fjölskyldan var í góðum efnum, í stuttu máli sagt: Florence var afbragðs kostur. Síðan rann upp stóri dagurinn sem búið var að undirbúa svo lengi og vandlega. Komið var að því að kynna Flo og Pop við hirðina. Þær áttu að koma fram í samkvæmislífinu í fyrsta sinn! Flo klæddist kjól úr hvítu silki með rósamynstri og löngum slóða þegar hún hneigði sig fyrir Viktoríu, liinni ungu drottningu Bretaveldis. Það gekk vel, ég hélt þetta myndi verða miklu erfiðara. Þetta varð ekki í eina skiplið sem þessar tvær konur, Florence Nightingale og Viktoría Englandsdrottning, hittust. Það varð síðar og við allt aðrar aðstæður en samkvæmislífið bauð upp á. Að þessu sinni gat hvoruga órað fyrir því. Framhald í nœsta blaði Fni )>vðanda: Gudrun Simonsen byggir skrif sfn löluvert á eigin texta Florence Nightingale. Hún afmarkar þann texta með skáletri og gæsalöppum þegar um beinar tilvitnanir er að ræða og er því haldið í íslensku þýðingunni. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 3 . tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.