Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 32
Siv Oscarsson, hjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisráðgjöf í fyrirtækjum Vinnuvernd í verki Hvað er heilsuvernd starfsmanna? Nám fyrir hjúkrunarfræðinga f heilsuvernd starfsmanna M arkmið fyrirbyggjandi starfs í heilsuvernd starfsmanna er að reyna að koma í veg fyrir að starfsmenn verði fyrir heilsutjóni á vinnustað. Allt fyrirbyggj- andi starf fer þess vegna fram á vinnu- stöðunum sjálfum, f nánu samstarfi við starfsmenn og vinnuveitendur. Þetta starf verður ekki unnið af einni starfsstétt. Slarfið byggisl á því að safna upplýsing- um, skilgreina yfirvofandi heilsuvá, setja markmið, lýsa leiðum til úrbóta og meta árangur. Gífurlegur fjöldi og breytileiki vinnustaða kallar á þverfaglegt samstarf til þess að sem bestur árangur náist. Starf hjúkrunarfræðinga við heilsuvernd starfsmanna er mjög fjölbreytt. Því er ef til vill best lýsl með kynningu á námi þvf er undirrituð stundaði við Vinnu- umhverfisstofnun Svíþjóðar (Arbetslivs- institutet) í Stokkhólmi veturinn 1993- 94. Heildamámstíminn var eitt ár. Námið skiptist í fimm tveggja vikna tímabil. Tfminn á milli kennslutímaliila var notaður til verkefna heima fyrir. Fyrirkomulag námsins gerði því ráð fyrir að námsmaður væri starfandi við heilsuvernd starfsmanna. Þverfaglegt innihald námsins kom skýrt fram í samsetningu kennarahópsins: hjúkmna- rfræðingar, sálfræðingar, læknar, ýmsir ráðgjafar innan heilsuverndar starfs- manna, starfsmenn vinnueftirlits, vinnuvistfræðingar, sjóntækjafræðingar, efnafræðingar, lífeðlisfræðingar, lög- fræðingar og fulltrúar atvinnulífsins. Grundvallaratriði námsins vom eftirfarandi: • Markmið, skipulag og starfs aðferðir við heilsuvernd starfsmanna • Starf lijúkrunarfræðinga í heilsuvernd starfsmanna • Félagssálfræði » Vinnuvistfræði (Ergonomi), vinnuh'feðlisfræði (arbetsfysio logi), stoðkerfi og vinnustellingar • Atvinnusjúkdómar og heilbrigðisfræði (yrkeshygien) • Hóprannsóknir og faraldsfræði Við kynntum okkur lagalegar forsendur starfsmannaheilsuverndar. Á íslandi eru það Vinnuverndarlögin - Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/80. Skoðað var það sem kallað er „Innra eftirlit“vinnustaða. Þetta er vinnuaðferð sem þróuð hefur verið fyrir fyrirtæki til að ná og viðhalda sem bestu starfsumhverfi; n.k. gæðaeftirlit hvað varðar starfsmannaheilsuvemd. „Innra eftirlit“ gengur út á að skilgreina og flokka starfsumhverfið, athuga hverju þarf að breyta, hvernig og hvenær. Faraldsfræðin miðaði að því að auka skilning nemenda á rannsóknum, rétlmæti þeirra og áreiðanleika og kynntar vom helstu aðferðir hóprannsókna. Bókasafn Vinnuumhverfisstofn- unarinnar er útbúið gögnum er við koma heilsuvernd starfsmanna. Mikið var lagt upp úr því að við undirbyggjum vinnu okkar þar með gagnasöfnun, áður en farið væri út á vinnustaði. Stómm hluta fyrirlestra um atvinnusjúkdóma var varið í að kynna okkur mismunandi efni í starfsumhverf- inu og áhrif þeirra á líkamann. Mikil áhersla var einnig lögð á stoðkerfi, líkamsbeitingu og mikilvægi réttra vinnustellinga. Mælingar og mat á vinnustöðum vom veigamiklir þættir í náminu. Farið var í kembileit á starfsmönnum og vinnustöðum, hávaða- og heyrnarmæl- ingar og sjón- og birtumælingar. Hjúkrunaiiræðingar framkvæma slíkar kembileitir og mælingar á vinnustöðum, ásamt fræðslu til starfsmanna og stjórn- enda. Þekking á lífeðlisfræði er eitt af gmndvallaratriðum þess að geta mælt starfsgetu. Slíkar mælingar em mjög mikilvægar við greiningar atvinnu- tengdra sjúkdóma. Sá hluti námsins skiptist í fyrirlestra og vinnu á rannsóknastofum þar sem mæld var lungnastarfssemi, súrefnisupptaka, þol og vöðvavinna. í fyrirlestmm um veikindi, fjarveru og viðvem á vinnustað var mikið rætt um starfsanda og vinnuábyrgð. Fjallað var um það hvernig hægt væri að koma til móts við starfsfólk þegar vinnustaðir eru lagðir niður, skipulagsbreytingar eiga sér stað eða starfmönnum er sagt upp. Farið var yfir réttindi og skyldur varðandi atvinnuleysi, veikindi og atvinnu- sjúkdóma. í félagssálfræðinni var mikið íjallað um það hvenær og hvers vegna fólk tekur áhættur í lífinu og vinnuslys skilgreind út frá því. Skoðaðar vom mismunandi aðferðir við að koma af stað atferlisbreytingu hjá einstaklingum eða hópum. Einnig var kennd áfallahjálp. Síðast en ekki síst var rætt um heilsueflingu, það hvernig koma eigi af stað heilbrigðishvatningu innan fyrir- tækja og auka ábyrgð starfsmanna á heilsu sinni og umhverfi. Mikil áhersla var lögð á sameiginlega ábyrgð starfs- manna og atvinnurekenda á starfs- umhverfinu. Samhliða fyrirlestmm var unnið að tveimur stómm verkefnum. Annað var sjálfstætt verkefni sem myndi nýtast í starfinu heima. Hitt verkefnið var hópverkefni þar sem gerð var úttekt á vinnustað. Kennslan miðaði að því að gera okkur hæf til að vinna sjálfstætt að heilsuvernd starfsmanna. Mikil endurskijjulagning hefur átt sér stað varðandi námið og er það í dag tengt háskólanum í Svíþjóð. Nú byggist námið upp af eftirfarandi námskeiðum: Einingar Heilbrigði og heilsuvernd 10 Heilsuvernd, innra eftirlit og gæðastjórnun 10 Félagssálfræðilegar vinnu- aðferðir og vinnuskipulag 5 Vinnuh'feðlisfræði, vinnu- vistfræði og atvinnusjúkdómar 10 Frjálst val (lungnalífeðlisfræði, faraldsfræði, leiðbeinenda- námskeið í fyrstu hjálp, hávaðavamir, heilsueílingar- aðferð) 5 152 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.