Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 25
MlíaX „Ég útskrifaðist árið 1966 og strax á eftir gerði ég það sem var stranglega bannað en það var að fara beint í framhaldsnám. Við áttum að öðlast reynslu í hjúkrunar- störfum og það var skilyrði að við ynnum a.m.k. í eitt ár. Ég fór aftur á móti strax eftir útskrift í svæfingarnám við Árhus Kommunal Hospital og ég man enn eftir tiltalinu sem ég fékk hjá forstöðukonunni á Landspítalanum vegna þessa, enda var ég skjálfandi á beinunum eftir samtalið.“ Þetta segir Jóna Einarsdóttir, hjúknmarfræðingurinn sem að þessu sinni ætlar að sína okkur á sér „hina hliðina“ en þegar Jóna er ekki í vinnunni þá spilar hún á „nikku“. Við gefum Jónu orðið á ný og fáum þá nokkra innsýn í líf þessa hjúkrunarfræðings og harmoníkuleikara. Svæfingar voru ekki nógu mikið hjúkrunarstarf „Á þessum tíma var örlítið litið niður á það að vera í svæfingum - það þótti einhvern veginn ekki nógu mikið hjúkrunarstarf. Það var ekki hægt að læra þetta hér og ég fór í nám til Hennings Poulsens, sem var afskaplega þekktur svæfingarlæknir í Danmörku og víðar. Hann var búinn að koma þama upp góðum skóla með viðurkenndum prófum í svæf- ingum. Við sem lukum námi frá honum gátum valið um störf í Danmörku. Ég bý mjög vel að þessari menntun minni og tel að ég eigi það Þorbjörgu Magnúsdóttur að þakka að ég öðlaðist hana því það var hún sem kom mér f skólann, en hún og Henning Poulsen voru skólasystkini. Þegar ég svo kom heim þá voru, held ég, þrjár svæfingar- hjúkmnarkonur starfandi á landinu og ég varð síðan sú fjórða. Núna veit ég aftur á móti ekki hversu margir við emm orðnar.“ Og áður en við snúum okkur að „hinni hliðinni“ þá segir Jóna okkur fleira af starfinu. „Seinna fór ég til Bandaríkjanna og var þar í 11 ár. Ég fór þar í nám í „respiratory therapy“ (öndunarmeðferð). f Bandaríkjunum er þess ekki krafist að þeir sem við þetta starfa séu hjúkrunarfræðingar en þetta starf snýst um lungnasjúk- dóma, lungnamælingar, öndunaræfingar, að sjá um súrefnis- gjöf, mæla blóðgas, setja sjúklinga á öndunarvélar, fara með sjúklingum sem flytja þarf á milli spítala o.fl. Hér á landi skiptast þessi störf aftur á móti á milli nokkurra heilbrigðis- stétta. Úti var t.d. litið á súrefnisgjöf á sama hátt og lyfjagjöf og mér finnst þetta vanta hér. Mér finnst að það eigi að gefa súrefni samkvæmt nákvæmum mælingum, eftir fyrirmælum læknis.“ Skildi harmoníkuna eftir ó íslandi -Varþað kannski íBandaríkjunum sem dhugi þinn vaknaði á harmoníkuleik? „Nei, ég hef alltaf haft áhuga á harmoníku. Ég var 7 ára þegar ég fékk mína fyrstu harmoníku. Það var fjölskylduvinur sem kom með hana og gaf mér og ég hef litið á það sem forlög að ég hef orðið harmoníkuleikari. Reyndar skildi ég harmoník- una eftir heima á íslandi þegar ég dvaldi erlendis - þá var ég viss um að ég myndi snúa til baka. Þegar ég fékk fyrstu harmoníkuna þá spilaði ég daglega á hana eftir eyranu þar til ég var 12 ára en þá fannst mér sem ég væri farin að staðna og ekkert komast áfram. “ Fó ekki að taka stigspróf -Fórstu þá inám? „Nei, ég fór ekki í nám fyrr en fyrir 11 árum. Ég fór að læra hjá Karli Jónatanssyni og get ekki nógsamlega þakkað þessum kennara mínum. Ég hef samt alltaf spilað á hverjum degi og er þá að spila fyrir sjálfa mig. Eftir að ég fór að læra þá byrjaði ég að spila opinberlega og þá aðallega í veislum hjá vinum og kunningjum. Ég hef líka frá upphafi verið félagi í Harmoníkufélagi Reykjavfkur, sem Karl stjómar, en félagið verður 10 ára í haust. Við ætlum að halda upp á það núna á næstunni en á hverju vori er haldin hátfð harmoníkunnar og þá endum við vetrarstarfið með tónleikum og dansleik. Ég segi reyndar að þó að við harmoníkuleikarar séum ekki með stigspróf upp á vasann, þá séum við í raun að taka 8. stigs próf á hverju vori - án þess að fá pappíra upp á það!“ -Hvers vegna takið þið ekki stigsprófin? „Tónlistarskólarnir hafa ekki boðið upp á það til þessa og við það erum við harmoníkuleikarar ekki sáttir. Úr því að verið TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4 tbl. 7. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.