Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 21
Davíð Gíslason, læknir Atvinnusjúkdómar hjúkrunarfólks - OFNÆMI - Atvinnusjúkdómur er sá sjúkdómur kallaður sem beinlínis er rakinn til atvinnu þess sem sjúkdóminn hefur. Sem dæmi má nefna heysjúkdóma hjá bændum og mjölsjúk- dóma hjá bökurum. Með vilja nefni ég hér dæmi um ofnæmis- sjúkdóma vegna þess að greinin á að fjalla um ofnæmis- sjúkdóma og eins vegna þess að ofnæmissjúkdómar eru oft tengdir atvinnu. Stundum hafa sjúkdómar sömu orsakir og atvinnu- sjúkdómar án þess að þeir flokkist beinlínis til þeirra. Dæmi um það eru heysjúkdómar hestamanna sem fá heyofnæmi við hirðingu hesta sinna þótt sá starfi hafi ekkert með atvinnu þeirra að gera. Oft geta ólíkar orsakir leitt til líkra eða nákvæmlega sömu einkenna. Þannig er erfitt að greina muninn á astma sem ofnæmi veldur og astma sem annað áreyti veldur. Við þolum misvel að vinna í miklu ryki vegna þess að rykið ertir slímhúðir þeirra sem eru viðkvæmir. Með sérstökum prófum má mæla þessa viðkvæmni. Nærri lætur að 10 % íslendinga séu við- kvæmir f lungum en lfklega helmingi fleiri viðkvæmir í nefi. Ofnæmi á þátt í viðkvæmninni hjá tæplega helmingi þessara einstaklinga. Heilbrigðisstéttir liafa sérstöðu að því leyti, að oftast vinna þær í hreinu umhveríi. Því mætti ætla að hjá þeim væru atvinnusjúkdómar vegna ofnæmis og ertandi efna fátíðir eða jafnvel óþekktir. Þessu er þó ekki þannig farið. Vinna með lyf og ýmis kenn'sk efni getur leitt til ofnæmis eða áreytis sem stundum veldur langvinnum sjúkdómum. Kral’an um sérstakt hreinlæti og sóttvarnir getur einnig leitt til óþæginda sem í versta falli orsakar sjúkdóma. Þurrkur og exem á höndum vegna síendurtekinna þvotta er líklega algengasta kvörtunin. Margir fá samskonar einkenni af notkun hanska. Það er oftast vegna ertandi áhrifa af hönsk- unum, en snertiofnæmi er líka mjög algengt vegna ýmiss konar aukaefna, sem notuð eru við framleiðslu á þeim. Glutaraldehyd er dæmi um efni sem er ertandi fyrir slímhúðir og veldur sviða í augum, nefbjúg og astma (1). Það er notað til að sótthreinsa kviðsjár, berkjusjár og önnur sambærileg áhöld, og því eru þeir sem sótthreinsa áhöldin í mestri hættu að fá einkenni. Formaldehyd er annað efni sem er mjög ertandi fyrir slímhúðir og getur valdið astma (2). Það myndast við uppgufun af formalíni, sem meðal annars er notað við varðveislu vefjasýna. Einkenni af þessum efnum eru ekki óalgeng og það er ástæða til að umgangast þau með mikilli gætni. Dæmi um sjaldgæfan atvinnusjúkdóm er astmi hjá hjúkrunarfræðingi sem vann við að blanda beinsement fyrir aðgerðir. Einkennin vonj rakin til methyl methacrylate — plastefnis sem notað er við orthopetískar aðgerðir og getur gufað upp í litlu magni þegar það er blandað öðrum efnum (3). Mjög algengt er að fólk telji sig hafa ofnæmi fyrir lyfjum, en sjaldgæft að hægt sé að sýna fram á raunverulegt ofnæmi eða finna þær orsakir sem liggja að baki einkennunum. Hér á landi telja um 14 % fullorðinna að þeir hafi lyfjaofnæmi (Evrópukönnunin Lungu og Heilsa, óbirtar niðurstöður). En líklega er raunverulegt lyfjaofnæmi miklu sjaldgæfara og einkennin sem til lyfjanna eru rakin oft fylgifiskur þeirra sjúkdóma sem lyfin eiga að verka á. Þegar talað er um lyfjaofnæmi er venjulega átt við aukaverkanir á neytendur þeirra. Undantekningar eru þegar starfsfólk lyfjaverksmiðja fær ofnæmi fyrir þeim lyfjum sem þar eru framleiddar, og þegar hjúki unarfræðingar fá ofnæmi fyrir þeim lyfjum sem þeir vinna með. Dæmi um það eru svæsin útbrot sem fylgdu því að taka til fúkkalyf (4,5). Annað dæmi er um hjúkrunarfræðing sem fékk astma af að skanunta isoniazið (6) og þriðja dæmið um hjúkrunarfræðing sem fékk astma af briskirtilsdufti ætluðu sjúklingi (7). Við þessar aðstæður myndast ofnæmið við að anda að sér ryki frá lyfjunum. Á undanförnum tveimur áratugum hafa tveir ofnæmis- valdar öðrum fremur verið valdir að bráðaofæmi meðal hjúkrunarfræðinga og mun ég gera þá að sérstöku umræðuefni. Hér á ég við latex og hægðalyfið semen psylli. Ofnæmi fyrir latex Gúnnní hefur íjölþætta eiginleika og er mikið notað innan heilbrigðiskerfisins. Það er búið til úr lalex, safa trésins Hevea brasiliensis. Til að gefa því þá eiginleika sem henta hinum ýmsu gúmmíhlutum er blandað í latex mismunandi efnum; efnahvötum, rotvarnarefnum og litarefnum. Það eru þessi efni sem valda snertiofnæmi og exemi, og er prófað fyrir því með plástraprófum. I meira en heila öld hafa gúmmíhanskar verið notaðir til sóttvarna á sjúkrahúsum. Síðustu árin hefur notkun þeirra aukist geysilega og eiga lifrarbólguveiran og HIV veiran stærstan þátt í því. Þótt snertiofnæmi fyrir gúmmíi sé algengt er þó algengara að hanskar valdi exemi vegna ertandi áhrifa á húðina. Einkennin koma þá eftir nokkurra daga nolkun, en við snertiofnæmi geta einkenni komið eftir einn eða fáa daga. Á síðasta einum og hálfum áratug hefur fjöldi greina verið skrifaður um bráðaofnæmi fyrir gúmmíhlutum. Hér er um að ræða ofnæmi fyrir allmörgum prótínsameindum í latex; ofnæmisvökum (allergenum), sem eru af stærðargráðunni 5-100 kd (kílo-Dalton) (8). Nokkrar fæðutegundir úr jurtaríkinu bera í sér prótín- sameindir af sömu gerð og þær sem valda ofnæmi fyrir latex. Þessar fæðutegundir geta því valdið svipuðum einkennum og latex hjá þeim sem hafa ofnæmi fyrir því. Hér á landi valda bananar oftast þessu ofnæmi. Því skyldu menn ætíð hafa vakandi auga fyrir latexofnæmi hjá þeim sem ekki þola banana. Eins og nafnið bráðaofnæmi ber með sér koma einkenni við latexofnæmi mjög fljótt - oft eftir örfáar mínútur. Algengustu einkennin eru snertiútbrot með roða og miklum kláða þar sem gúmmí kemur við húðina. Þetta er kallað ofsakláði (urticaria). Næst algengust eru bólgur í slímhúð nefs TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.