Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 39
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim nœsta. I Þankastriki gefst hjúkrunaifrœðingum koslur á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundinum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafrœði þess. Hanna Karen Kristjánsdóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Herdísi Hólmsleinsdóttur sem hér tekur upp þráðinn. Fræðsla og stuðningur við aðstandendur Herdís Hólmsteinsdóttir Hlutverk hjúkrunarfræðinga eru margvísleg. Eitt af þeim er fræðsla og stuðningur við aðstandendur. Við hjúkrunarfræðingar erum í góðri aðstöðu til að sinna aðstandendum. En stöldrum aðeins við. Á tímum manneklu og spamaðar í heilbrigðiskerfinu hefur þessi þáttur oft orðið útundan. En hvað er til ráða? Gildi fjölskylduvinnu ræðst af því hversu vel okkur tekst til að hjálpa sjúklingum og aðstandendum að takast á við þær breytingar sem sjúkdómurinn hefur í för með sér. Hanna Karen Kristjánsdóttir var með þarfa hugleiðingu um samskipti og samvinnu í síðasta Þankastriki þar sem hún talaði um mikilvægi þess að vinna hjúkrunarferlið með sjúklingnum. Hvort sem við notum hjúkrunarferlið eða eitthvað annað skráningarform, er mikilvægt að hafa samvinnu og samskipti við bæði sjúklinga og aðstandendur, sem við þyrftum að hafa kerfisbundið inni f ferlinu. í innskriftarviðtali fáum við upplýsingar um sjúklinginn og fjölskylduhagi. Þá getum við einnig veitt upplýsingar um hvemig sjúklingur og aðstandendur geti nálgast fræðslu og stuðning til okkar. Aðstandendur eiga oft erfitt með að bera sig eftir björginni og því er það okkar hlutverk að koma til þeirra. Það að aðstandendum sé boðið upp á viðtöl, þar sem þeir fái upplýsingar, styrk og skilning á tilfínningum sfnum, gerir það að verkum að þeir eru mun betur í stakk búnir að veita sjúklingnum stuðning. Að þeir geti talað um tilfinningar sínar og reynslu, sem þeir hafa oft sektarkennd yfir, „óæskilegar tilfinningar“ eins og örvæntingu, reiði, biturð, afneitun og frávarp, gefur þeim oft styrk til að halda áfram. Aðstandendur lýsa oft þeirri togstreitu milli örvæntingar og þess að sætta sig við að ástvinur þeirra er e.t.v. haldinn langvarandi sjúkdómi eða er dauðvona. Það tmflaða lífsmunstur sem orsakast af því að einstaklingnum er kippt út úr daglega lífínu, fær fjölskylduna oft til að fyllast örvæntingu og einmanakennd. Árangur fjölskylduvinnu fellst f því að fjölskyldan finnur fyrir samkennd og finnst hún ekki standa ein. Það getur gert henni kleift að koma af stað breytingum sem nauðsynlegar eru til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. f heilbrigðiskerfinu er það þekking og reynsla starfsfólksins sem ræður úrslitum um árangur. Það er ekki stöðugt hægt að spara með auknum hraða. Það er lítill sparnaður fólgin í því að útskrifa sjúklinga áður en þeir hafa náð bata, auka þannig álagið bæði á sjúklinginn og fjölskylduna og uppskera svo fleiri veika einstaklinga, þ.e. aðstandendurna sem hafa kiknað undan álaginu. Herdís Hólmsteinsdóttir skorar á Unni Hebu Steingrímsdóttur, í Lúxemborg, að skrifa næsta Þankastrik. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.