Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 19
Kristín Björnsdóttir, dósent og formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrunarfræði, HI Þær breytingar, sem orðið hafa á heilbrigðisþjónustunni á undanfömum árum og spáð er að verði á komandi ámm, hljóta að kalla á gagngera endurskoðun á áherslum og nálgun í hjúkrunarmenntun (Macleod & Farrell, 1994). í þessari grein mun ég ræða stöðu hjúkmnarfræðinnar í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og íhuga hvernig hægt verður að veita nemend- um í hjúkrunarfræði menntun sem undirbýr þá fyrir ný og í sumum tilvikum lítt mótuð hlutverk. Framtíðarsýn Ef við reynum að spá fyrir um þá þekkingu, færni og lífsafstöðu sem hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar þurfa að búa yfír til að þeir geti skipulagt og framkvæmt hjúkrunarþjónustu sem er í samræmi við þarfir þegnanna, er mikilvægast að reyna að átta sig á heilbrigðisvandamálum og heilbrigðiskerfi fram- tíðarinnar. Við gemm okkur æ betur grein fyrir að algengustu og útbreiddustu heilbrigðisvandamál nútímamannsins tengjast félagslegum aðstæðum sem fólk býr við, t.d. uppeldisskilyrðum, lffsafkomu, fjölskylduaðstæðum, streitu og vinnuálagi. Stærsti hópurinn, sem heilbrigðisþjónustan mun sinna á komandi áruni, verða aldraðir og einstaklingar sem búa við langvinn veikindi og fötlun. Lausnir á þeim heilbrigðisvandamálum, sem þessir einstaklingar þjást af, em á margan hátt ólíkar þeim sem við eigum að venjast og útheimta nýja fæmi og þekkingu sem ekki hefur verið lögð sérstök áhersla á í hefðbundnu námi í hjúkrunarfræði. Þetta fólk og fjölskyldur þess þarfnast stuðn- tngs og ráðgjafar og hjúkrunarfræðingar verða að þekkja valkosti og möguleika á þjónustu og stuðningi í samfélaginu. Því er spáð að dvalartími á stofnunum, þá sérstaklega á hátæknisjúkrahúsum, muni halda áfram að styttast. Þetta þýðir í raun að mun stærri hluti heilbrigðisþjónustunnar mun fara fram utan stofnana og að henni mun í æ ríkara mæli verða sinnt af heilbrigðisstarfsfólki og aðstandendum sjúklinga í samvinnu. Þessi þróun á sér stað í öllum nágrannalöndum okkar og margir hafa bent á leiðir til að mæta henni. Árið 1995 kom út skýrsla uefndar sem falið var að spá fyrir um áherslur í menntun heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum á komandi ámm (Pew Health Professions Commission, 1995). Spáði nefndin að um næstu aldamót mundu eftirfarandi þættir vera einkennandi fyrir heilbrigðisþjónustuna í Bandankjunum: ZMikil stýring á fjárveitingum og betri samtenging þjónustu og fjármála. X Meiri ábyrgð rekstraraðila gagnvart þeim sem greiða fyrir og nýta heilbrigðisþjónustuna. ZAukin hagkvæmni á öllum sviðum. X Innan heilbrigðisþjónustunnar verður minni áhersla á að veita meðferð og meiri á fræðslu, fyrirbyggingu og að veita leiðbeiningar og ráðgjöf varðandi framkvæmd meðferðar. X Aukin krafa um að stefnumörkun byggi á upplýsingum um árangur. Hjúkrunarmenntun í byrjun nýrrar aldar Margt í þessari upptalningu hljómar líklega kunnuglega og endurspeglar þá umræðu sem farið hefur fram hérlendis að undanförnu. Höfundar skýrslunnar spá því að sjúkrahús- rúmum fækki um allt að 60% á komandi árum, en að samfélagsumönnun aukist að sama skapi. Því dragi úr eftirspurn eftir starfsfólki til að starfa á sjúkrahúsum, en eftirspum eftir fólki til að starfa við frumheilsugæslu aukist. Niðurstaða skýrsluhöfunda em að grundvallarbreytingar verði að eiga sér stað á menntun heilbrigðisstarfsfólks. i msar af ábendingum höfunda skýrslunnar varðandi hjúkrunarmenntun eiga fyrst og fremst við Bandaríkin. Þó er vert að íhuga ábendingar þeirra um að nám í hjúkmnarfræði fari í mun meira mæli fram utan hefðbundinna sjúkrastofnana og að leggja beri megináherslu á að þróa meistaranám í hjúkmnarfræði. Mjög svipaðar áherslur komu einnig fram í stefnumörkun National League for Nursing sem nefndist Framtíðaðarsýn varðandi hjúkmnarfræðimenntun (A Vision for Nursing Education, 1993). Aukin samfélagshjúkrun Þrátt fyrir að sterk hefð sé fyrir því að leggja áherslu á heilsueflingu og fyrirbyggingu f hjúkrunarfræðinámi á íslandi hefur meginkrafan ávallt vérið sú að nýútskrifaðir hjúkrunar- fræðingar hafi öðlast fæmi til að takast á við störf hjúkmnar- fræðinga á almennum sjúkradeildum hátæknispítala. Því hlýtur sú þróun, sem vikið var að hér að ofan, að kalla á gagngera endurskoðun á áherslum í hjúkmnarmenntun hérlendis. Ef við viljum ekki lengja námstímann, sem mörgum finnst þegar vera orðinn nógu langur, hljótum við að verða að skera niður á öðrum sviðum. Um þá áherslubreytingu er mikilvægt að náist samstaða meðal hjúkrunarfræðinga. Þrátt fyrir að töluvert hafi verið rætt um slíkar breytingar hefur miðað hægt við að útfæra þær. Ástæðan er sú að aukin kennsla á einu sviði þýðir í raun niðurskurð á öðrum sviðum. Það skal viðurkennt að hér er um afar vandasamt verkefni að ræða. Við þuiíum að undirbúa hjúkmnarfræðinga fyrir störf sem jafnvel em ekki til í dag og þeir verða sjálfir að móta (Drevdahl, 1995). Það sem einkennir hjúkmnarstarfið er að vegna hins nána sambands, sem myndast f hjúkmn, þekkja hjúkmnarfræðingar þarfir, aðstæður og líðan almennings náið. Því er ábyrgð okkar ekki lítil að hafa áhrif á stefnumörkun stjórnvalda f málefnum heilbrigðisþjónustunnar. Hjúkmnar- félagið Líkn er dæmi um félagsskap sem skipulagði hjúkmnarþjónustu sem ætlað var að koma til móts við brýn- ustu þarfir landsmanna á fyrri hluta þessarar aldar. Heima- hjúkrunin, berklavarnirnar, ungbama- og mæðraeftirlitið em allt dæmi um slíka þjónustu. Líknarkonur sáu þörfina og með fjársöfnunum og styrkjum frá hinu opinbera komu þær á fót starfsemi sem ætlað var að mæta henni (Kristín Björnsdóttir, 1994; Margrét Guðmundsdóttir, 1992). TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.