Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 40
Eftir Gudrun Simonsen -Björg Einarsdóttir íslenskaði 'píoxeace 'Hgfátietaale - Hver var hún? Florence Nightingale tekur á móti sœrðum í Skutari. Olíumálverk eftir Jerry Barratt. 6. Kaíli - ÖNGÞVEITI í SKUTARI Aðeins eitt orð getur lýst því sem blasti við Flo og fylgdar- liði hennar við komuna til Skutari: Óreiða! Ólýsanleg og skelfileg óreiða á öllu og alls staðar. Rétt áður en okkur bar að garði hafði verið ausandi rigning, nánast skýfall, svo við urðum að brjótast í gegnum forarsvað til að komast upp að spítalanum. Hann var húsa- þyrping sem stóð efst uppi á hœð. Aðalbyggingin var gríðarstórt ferkantað hús með turni á hverju horni, upphaflega tyrknesk hernaðarbœkistöð. I húsagarðinum hefði auðveldalega mátt fylkja heilli herdeild, tólfþúsund manns! Byggingin var tilkomumikil en gjörsamlega ónothœf sem sjúkrahús. Frá fyrsta augnabliki fékk ég eitthvað skelfilegt á tilfinninguna enda komumst við fljótlega að því að liúsið var pestarbœli þar sem mörgum sinnum fleiri létust úr kóleru og öðrum plágum en af þeim sárum sem menn lúutu á vígvellinum. Florence óskaði eftir að skoða sig um þegar í stað. Við höfðum heyrt að skortur vœri á búnaði, sjúkragögnum og lyjjum. En það er vœgl til orða tekið um það sem við sáum! Hér var í raun og veru ekkert, hvorki tangur né tetur af því sem hefði átt og þurfl að vera á staðnum - bókstaflega ekkert og mœtti skrifast með stórum stöfum! Eg þakkaði Guði fyrir þetta smárœði sem ég var svo forsjál að festa kaup á ( Marseille og að ég hafði sjóðinn frá „Times“ undir höndum og gat ráðstafað honum að vild. Heima í Englandi höfðu dagblöðin kallað sjúkrahúsið í Skutari „þjóðarsmán“ og það var orð að sönnu. Hinir sjúku og særðu lágu íþéttum röðum á tréflekum í að því er virtist endalausum sölum, göngum og ranghölum á rökum og ísköldum hálmi. Ekki snefill af dýnu eða rekkjuvoð og enginn koddi! Hermennirnir voru ísömu blóðstorknu lörfunum og þegar þeir voru fluttir hingað. Þeir sem höfðu ábreiðu reyndu að draga hana upp að hökunni til að dylja hversu illa útlítandi þeir voru. Góður agi birtist meðal annars íþví að kvarta ekki og þessir menn settu metnað sinn íþað! Gólfunum verður vart með orðum lýst. Við gengum innan um blóðlifrar, saur og dauðar rottur. Vistarverurnar voru ískaldar og saggafullar. Verstur var þó daunninn. Hann stafaði frá salernunum sem voru inni í sjúkra- rýminu, niðurföllin stífluð en undir gólfinu og utan veggja opin skolprör. Eg var yfirkomin og undraðist hvað í veröldinni hefði orðið af öllum útbúnaðinum, birgðunum og öllum matnum? Við höfðum meðal annars fregnað að þrjátíu þúsund skyrtur og miklar birgðir af sagógrjónum, hrísgrjónum, te, púrtvíni og mörgu öðru œtti að vera í birgðageymslunum. Hvers vegna höfðu hermennirnir ekki notið góðs af því? Þeir lágu þarnafyrir augunum á fólki hungraðir, þyrstir og þeim blœddi út! Það skelfilega var að enginn virtist geta gefið viðhlítandi svör við þessum spurningum. Þau virtust helst liggja í einhverju sem kallað var KERFIÐ. í afls kyns reglum, lagagreinum og tilskipunum sem gripu hver inn í aðra svo enginn vissi hvað sneri upp eða niður. Ekki var ljóst hver bar TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.