Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 22
Hj uknmarfræ ðingar Töluverð umrœða hefur að undanfórnu átt sér stað um þátttöku hjákrunarfrœðinga í auglýsingum og hvers konar auglýsingar sé við hœfi að birta í Tímariti hjúkrunarfrœðinga. Stjórn barst fyrirspurn um þátttöku hjákrunarfræðinga í auglýsingum og ritstjóra Tímaritsins barst fyrirspurn um birtingu auglýsinga á barnamat í blaðinu. Leitað hefur verið álits ýmissa aðila sem þessi mál varðar og birtast svör þeirra hér. Þátttaka hjiíLknmarfræðinga í auglýsingum Siðanefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fjall- aði, að beiðni stjórnar félagsins, um þátttöku hjúkr- unarfræðinga í auglýsingum. Oljóst hefur verið af hvaða tilefni hjúlcrunarfræðingar mega auglýsa vöru eða þjónustu. Öskaði ritstjóri Tímaritsins, Bryndís Kristjánsdóttir, eftir skýrum reglum um þetta. Svar siðanefndar um þátttöku hjúkrunarfræðinga í auglýsingum er dagsett 18.4/97 og undirritað af Olöfu Astu Olafsdóttur, formanni siðanefndar. Svar- ið er hirt hér í heilu lagi: „Fyrir tæpu ári Itarst erindi til siðanefndar frá stjórn Félags hjúkrunarfræðinga J)ar sem óskað var eftir leiðheiningum um Jjátttöku hjúkrunarfræðinga í auglýsingum. Tilefni þessa var m.a. hréf frá ritstjóra Tímarits hjúkrunarfrœðinga Jjar sem kom fram að mjög væri á reiki við hvaða tækifæri hjúkrunarfræð- ingar mega auglýsa vöru eða Jjjónustu og einnig hvers konar Jjjónustu. Beðið var um skýrar reglur um Jjetta mál. Siðanefnd hefur fjallað um Jjetta málefni á nokkr- um fundum m.a. í tengslum við endurskoðun og þróun íslenskra siðareglna og telur siðanefnd að ekki sé hægt að setja skýrar reglur um þetta efni. Siða- nefnd telur ekki rétt að taka frumkvæði og ábyrgð af hjúkrunarfræðingum með því að setja sérstakar regl- ur um við hvaða tækifæri inegi eða megi ekki auglýsa vörur eða Jjjónustu. I aljjjóðasiðareglum hjúkrunarfræðinga er ekki rætt sérstaklega um auglýsingar en í drögum að siða- reglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sein lagðar verða fram til samjjykktar á fulltrúajjingi 15.- 16. maí næst komandi, segir svo í 7. grein: Hjúkrunarfræðingur hagar svo störfum sínum að hann sé stétt sinni til sóma. Hann varast að nota starfsheiti sitt í auglýsingaskyni og skal ekki njóta lilunninda frá skjólstæðingi sínum. Ljóst er að fólk getur verið í vafa um hvort fylgja eigi boðum siðareglna skráðra og óskráðra. A tiltekin siðaregla við? Er manni skylt að breyta eftir reglu þegar önnur regla býður manni að gera annað? Hvað ætli til dæmis hafi legið að baki siðferðilegri ákvörð- un hjúkrunarfræðinga og annarra aðila í heilhrigðis- stétt um að taka þátt í mólkurauglýsingu í sjónvarpi, sem sýnd hefur verið reglulega að undanförnu? Þarna er verið að auglýsa hollustu mjólkur í þeim til- gangi að efla heilhrigði. Væntanlega var það ekki ætlunin að auglýsa sjálfan sig eða ákveðið fyrirtæki og jafnvel fá laun fyrir? Páll Skúlason tekur fram í bók sinni Siðfrœði (let- urbreyting ÞR) sem kom út árið 1990, að siðaregla eigi að hjálpa til við að standast þá freistingu að hugsa fyrst í eigin þágu. Hún eigi að auðvelda leiðina til að komast að niðurstöðu í erfiðum siðferðilegum áhtamálum Jjannig að styttri tími fari í að reikna út tap eða ávinning við siðferðilega ákvörðun. Ennfrem- ur skrifar Vilhjálmur Arnason í bók sinni Siðfrœði lífs og dauða: Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjón- ustu (leturbreyting ÞR), sem kom út árið 1993, að þegar siðferðileg ákvörðun sé tekin sé aðalmálið að virða almenn verðmæti, mannréttindi og lífsgildi en taka jafnframt mið af einstökum aðstæðum. Siða- regla sé til varnaðar og viðmiðunar og leysi mannlega dómgreind og ábyrgð aldrei af hólmi. Siðanefnd telur að siðaregla sem segir: Hjúkrun- arfræðingur varast að nota starfsheiti sitt í auglýsinga- 158 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.