Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 35
EFTIR GUDRUN SIMONSEN - BJÖRG EINARSDÓTTIR ÍSLENSKAÐI — )rfver vdr AánV 9. Kafli EFTIR VETUR KEMUR VOR „I Austurlöndum hitti ég aðeins tvö virkileg karl- menni,“ skrifaði Stafford lávarður í skýrslu til neðri deildar breska þingsins 1855. „Omar Pascha, yfir- hershöfingja Tyrkja og - Florence Nightingale.“ „Hvaðan fær þessi kona kraftinn?“ skrifaði her- presturinn og þúsund þjala smiðurinn séra Osborne. „Við hljótuin að spyrja okkur sem daglega verðum vitni að því hverju hún fær áorkað. Hún býður öllum hættum byrginn og lyftir grettistökum. Hún er hug- prúð líkt og herforingi, hefur stjórnvisku á við for- sætisráðherra og úthald engu líkt.“ Hann bætir við: „Ungfrú Nightingale er fáguð og siðmenntuð ung kona. Hvort hún er falleg, um það get ég ekki borið. Við sem hrærumst undir áhrifavaldi hennar erum ekki dómbær á það. Hún hefur fögur augu og indælt bros, þægilega rödd og hún hefur kímnigáfu! En her- mennirnir þekkja best nærgætnina og hlýjuna sem fylgir höndum hennar. „Nú vitum við í raun hvað dýrhngur er,“ segja þeir. Ef einhver hefði sagt þeim að þakið hefði lyfst af húsinu og hún stigið upp til himna, þar sem hún stóð, hefðu þeir ekki undrast. Þeir trúa því statt og stöðugt að hún geti verið sam- tímis á mörgum stöðum. Ef drottningin félli frá myndu þeir gera hana að drottningu - um það eru þeir einhuga!“ En það voru ekki allir einhuga um Florence og það sem nefnt liafði verið Nightingalevaldið. Hún átti sér andstæðinga, hka meðal kvennanna í eigin fylgd- arliði. Hún beitti járnaga og ekki voru allar færar um að hlíta honum. I jafnvonlausri stöðu og við vorum þróast mann- leg samskipti oft þannig að sumir verða englum lík- astir en aðrir djöflum. Sem betur fer voru margir í englalíki í okkar hópi! Þeir voru þyngdar sinnar virði ígulli og gerðu allt sem íþeirra valdi stóð til að bœta ástandið! En við urðum að setja mjög strangar umgengnisreglur. Engin mátti fara inn í sjúkrasal- ina eftir klukkan átta á kvöldin eða vera ein á gangi utan spítalans og engin mátti eigna sér „uppáhalds- sjákling“ til að sinna aukalega og betur en öðrum. Engin mátti neyta meira víns en samkomulag var um og tekið fram í starfssamningnum. Florence hélt þétt um stjórnartaumana. Vel er hægt er að ímynda sér stöðuna, fjörutíu konur meðal ljögur til fimm þúsund karla við jafnömurlegar og sérstakar aðstæður og þarna ríktu. Fallgryfjur og freistingar voru allt um kring. Mér var Ijóstfrá upphafi, þegar við lögðum af stað að heiman, að einungis fáar kvennanna voru hœfar til hjúkrunarstarfa. Einnig að aðeins fáeinar skildu hversu mikinn vanda við vorum að takast á hendur. Margar þeirra áttufullt ífangi með að stjórna sjálf- um sér og gerðu sér ekki grein fyrir gildi góðs aga og reglufestu. I reynd varð ég að líta eftir þeim eins og börnum allan sólarhringinn. Kjör okkar voru óblíð, við lifðum við sama kost og hermennirnir, höfðum lítið sem ekkert vatn og fengum mjög litla hvíld; sorg og örvœnting blasti alls staðar við. I kránum umhverfis sjákrahúsið flaut hins vegar brennivínið í stríðum straumi. Það varð mörgum því miður ein- asta huggunin en því voru þeir vanastir heiman að. Ekki er öllum gefið að taka áföllum án þess að œðr- ast og oft þótti mér ég hafa meiri fyrirhöfn af þessum fjörutíu konum en hermönnunum fjögur þúsund. Enda þótt konurnar héldu ekki alltaf fyrirmæh eða hlýddu fyrirskipuðum aga, var það kannski ekki verst. Annað var mun lakara. Ekki er til nein afsök- un fyrir allri smásmyghnni og andúðinni sem mynd- aðist á milli óhkra trúarhópa í fylgdarliðinu. Úfar voru með þeim frá fyrsta degi. Eg hika ekki við að halda því fram að mestu vandamálin, sem ég glímdi við meðan ég dvaldist þarna austur frá, voru vegna klíkuskapar og bak- mœlgi og alls konar leiðinda sem þessar svokölluðu „kristnu“ fylgdarkonur mínar gerðu sig sekar um. Mér fannst einna líkast því að ég stœði mitt á milli mótmœlenda og kaþólikka þar sem brigslin og hrópin gengu á víxl. TlMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.