Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 32
Bryndís Kristjánsdóttir blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga með meiru Hín hlíðín: AiíÁHt hiúkrunar Hvað gera hjúkrunarfræðingar þegar þeir kom- ast á eftirlaun? Án efa jafn margt og misjafnt og þeir eru margir. En a.m.k. einn þeirra hefur lagt fyrir sig leiklist og það er hún María Guðmunds- dóttir, fyrrverandi deildarstjóri hjartadeildarinnar á Reykjalundi. María lét af störfum fyrir þremur árum, þegar hún varð sextug, en hún er samt ekki alveg hætt að vinna því nú er hún í hluta- starfi með næringarfræðslu fyrir hjartasjúklinga. „Þetta er svo lítið sem við fáum í lífeyrisgreiðslur," útskýrir María. „En ég var þó alveg tilbúin til að hætta að vinna þegar ég varð sextug, enda búin að vinna stanslaust síðan ég útskrifaðist 1957. Það er svo mikið álag á hjúkrunar- fræðingum að þeir eru flestir orðnir það slitnir um sextugs- aldurinn að þeir vilja hætta að vinna." Áður en við snúum okkur að hinni hlið Maríu er rétt að kynna hana aðeins nánar ef það eru einhverjir sem þekkja hana ekki en María var m.a. ritari stjórnar Hjúkrunarfélags- ins í ellefu ár; érin 1962-1973. „Það er nú dálítið skemmtileg saga á bakvið það hvernig ég fór í stjórnina," segir María. „Vinkona min, Guðrún Guðnadóttir, var í uppstillinganefnd og hún kom til mín þar sem ég lá á spítala og var á leið í smáaðgerð. Það var búið að gefa mér lyf fyrir aðgerðina og ég var orðin mjög afslöppuð og syfjuð þegar hún spurði mig hvort ég vildi ekki fara í stjórnina. Ég vildi bara fá að sofna svo til að losna við hana sagði ég já. Þegar ég vaknaði aftur eftir aðgerðina sagði hún mér að það væri búið að kjósa mig í stjórn.“ Strax að námi loknu fór María á heimaslóðirnar, Akur- eyri, þar sem hún fór að vinna sem deildarstjóri á lyflækn- isdeild - en var ekki erfitt að taka að sér svo ábyrgðarmik- ið starf nýkomin úr skóla? „Jú, víst var það erfitt. En þegar ég var við nám voru nemarnir notaðir miklu meira sem vinnukraftur en gert er nú og við lærðum svo mikið á því að umgangast sjúklingana. Þá fengum við okkar þjálfun inni á stofnunum en á hana 168 Ólafía Hrönn Jónsdóttir og María í hlutverkum sínum i kvikmyndinni Perlur og svín. finnst mér skorta í náminu núna. Ég fann það líka hversu mikils virði þessi reynsla var þegar ég fór síðan til starfa á sjúkrahúsi í St. Þaul í Minnesota í Bandaríkjunum, þar sem ég var í tvö ár. Ég vann þar á gjörgæsludeild og fann að ég var mikið betur undir það búin að takast á við tilvik sem upp komu á deildinni heldur en bandarísku stöllur mínar, því ég hafði hlotið miklu meiri þjálfun á stofnun en þær. En þær voru kannski klárari í fræðunum heldur en ég.“ Stofnaði göngudeild á Kleppi María fór að starfa við ungbarnaeftirlitið á Heilsuverndarstöð- inni þegar heim kom en árið 1969 var hún ráðin til starfa á Kleppsspítalann gagngert til að koma þar á fót göngudeild. „Fyrst vorum við með örfáa sjúklinga en mjög fljótt óx fjöldinn en ekki var bætt við starfsfólki eða aðstöðu sam- fara fjölguninni. Ég man að við fórum sjálfar á milli fyrir- tækja til að finna vinnu handa göngudeildarsjúklingunum úti á hinum almenna vinnumarkaði en slík vinna var varla til \þá. Og ég man alltaf hvað ég var stolt þegar einn verk- stjórinn sagði mér eftir að hann hafði verið með sjúklinga í vinnu í nokkurn tíma: „Heyrðu, María. Ég held að þetta fólk, sem þú sendir mér, sé einhverjir bestu starfsmenn sem ég er með.“ Og við fórum líka á flakk út um sveitir til að reyna að koma fólki í vinnu á sveitabæjum víðs vegar um landið. Stundum tókst það og stundum ekki.“ Síðan lá leið Maríu á Reykjalund, eða árið 1969, og þar hefur hún unnið síðan. „Það má segja að ég sé búin að vinna við endurhæf- ingu í 30 ár,“ segir María. „Reykjalundur er jú endurhæfing- arstofnun og þar vann ég lengst af á endurhæfingardeild fyrir gigtarsjúklinga og við hæfingu fyrir börn og unglinga. Þegar hjartadeild var oþnuð árið 1990 þá tók ég við henni og vann þar þangað til ég lét opinberlega af störfum." Perlur og svín Þá er komið að því að kynnast hinni hlið Maríu, þ.e.a.s. leikkonunni Maríu. Hvernig stóð á því að hún fór að leika? „Vinkona mín er í leikfélagi Mosfellsbæjar og ég var eitt- hvað að gantast við hana og sagði sem svo: „Aldrei er mér Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.