Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 25
- segir Ellen J. Hahn Ellen J. Hahn var gestafyrirlesari á ráðstefnu um Fram- tíðarsýn innan heilsugæsluhjúkrunar. Hún segir í samtali við ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga að hún hafi fengið áhuga á hvernig hjúkrunarfræðingar geta haft áhrif á stjórnvöld og stefnumótun eftir að hafa unnið árum saman við að hafa áhrif á að bæta heilsu fólks sem heilsugæslu- hjúkrunarfræðingur. „Ég hef kennt heilsugæsluhjúkrun og lauk doktorsprófi í skólahjúkrun og stefnumótun í heilbrigðismálum. Árum saman kenndi ég fólki, aðallega börnum, hvernig það ætti að halda sem bestri heilsu. Þetta var mjög gefandi starf en mér fannst ég ekki geta gert þær breytingar né haft þau áhrif sem ég vildi, verksvið mitt var of þröngt. Til að geta haft meiri áhrif þurfti ég að öðlast þekkingu á löggjafarvaldinu, t.d. hvað varðar laga- setningu og stefnumótun. Ég vissi lítið um stjórnmál og held að það eigi við um marga hjúkrunarfræðinga. En stjórnmál eru alls staðar, áhrifa þeirra gætir í vinnuumhverfinu sem og í umferðinni eða á opinberum stöðum. Ég lærði mjög mikið í doktors- námi mínu um stefnumótun í heilbrigðismálum og varð mjög spennt fyrir þeim möguleikum sem eru fyrir hendi varðandi breytingar á lífi fólks í átt til betri heilsu og þess að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll." í fyrirlestri sínum lagði hún áherslu á hve hjúkrunar- fræðingar innan heilsugæslunnar geta haft mikil áhrif á stefnumótun og breytingar, bæði hvað varðar einstaklinga og fjölskyldur og innan samfélagsins. Stefnumótun stjórn- valda ætti að stuðla að því að fólk velji auðveldustu lausnirnar þegar það tekur ákvarðanir sem eru jafnframt þær heilbrigðustu. Stefna stjórnvalda hefur áhrif á hegðun og sýndi hún dæmi um það m.a. frá Kentucky. Þar er ræktað mikið tóbak og meira umburðarlyndi gagnvart reykingafólki en í mörgum öðrum fylkjum Bandaríkjanna. „Tóbaksframleiðendur selja vöru sína og það á við um alla framleiðendur, þeir sem framleiða lyf vilja selja þau og framleiðendur eiga það allir sameiginlegt að vilja hagnast á sölunni. Við hjúkrunarfræðingar búum yfir mikilli þekkingu og reynslu sem við eigum að koma á framfæri í ríkara mæli en við gerum. Við vitum t.d. hvernig sjúklingar bregðast við mismunandi sjúkdómum og hvernig við getum komið í veg fyrir sjúkdóma. Almenningur býr ekki yfir þessari vitneskju né heldur þeir sem setja lögin. Við þurfum að læra að setja þekkingu okkar í þær umbúðir að fólk fái áhuga á að kynna sér hana, að þeir vilji vita meira og þeir sem setja lögin vilji líka gera eitthvað í málunum. Við þurfum því að læra að nýta okkur fjölmiðla til dæmis og fjölmiðlun þyrfti að vera á námskrá hjúkrunarfræðinga. Við þurfum að hafa áhrif á stærri hóp en við höfum. Við þurfum að hafa fleiri hjúkrunarfræðinga meðal þeirra sem eru á þingi og setja lögin. Ég er á þeirri skoðun að hjúkrunarfræðingar sem starfstétt geti komið mjög miklu til leiðar. Við megum ekki vera hræddar og verðum að vinna eftir fyrirframgerðri áætlun. Við verðum að taka markmið okkar að bjarga mannnslífum og stuðla að betra heilbrigði alvarlega og vera stolt af þeirn." Hún bætir við að hjúkrunarfræðingar í Bandaríkjunum séu almennt mjög uppteknir af starfi sínu, sem sé að hjúkra fólki, en þeir komi oft ekki auga á hvað þeir geti haft mikið að segja og haft mikil völd. „Þeir geta t.d. haft mjög mikið að segja varðandi reykingar. Ef við stæðum t.d. upp og krefðumst þess að tilteknir staðir væru reyklausir þá yrði hlustað á okkur. Tóbak er mjög hættulegt heilsunni, líka óbeinar reykingar því í tóbaksreyk eru um 4000 hættuleg efni og það er því álíka hættulegt og arsenik og asbest.“ Hahn hefur unnið mikið starf varðandi forvarnir, bæði hvað varðar reykingar og vímuefni, svo sem áfengi. Hvað hefur virkað best til að draga úr reykingum? „Ég held að verð á tóbaki skipti höfuðmáli, a.m.k. hjá unga fólkinu. Við höfum náð því markmiði að minnka reykingar um 20% 249 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.