Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 7
Ritstjóraspjall Að nýta þekkíngu sérfræðínga í samfélagi, þar sem æskan er dýrkuð, vill enginn verða gamall. Allir eiga að vera ungir og beijast af öllu afli gegn elli kerlingu, drekka grænan safa til að varðveita æskuþróttinn og stunda líkamsrækt til að halda línunum í lagi. Það er auðvitað mjög mikilvægt að halda góðri heilsu og stunda forvamastarf af ýmsu tagi til að lifa sem bestu lífi. En hjá því verður samt ekki komist að eina leiðin til að lifa lengi er að lifa í mörg ár og þrátt fyrir allar þekktar forvamir eru efri ár mannsins eðlilegur hluti lífsins, eins og bernskan og unglingsárin. Margir lifa um fjórðung ævi sinnar eftir að þeir komast á eftirlaun og auðvitað skiptir miklu máli hvemig búið er að þeim stóra og sívaxandi hópi sem náð hefur þeim aldri. Það er því mjög ánægjulegt að geta sagt frá merk- um áfanga í málefnum aldraðra, áfanga þar sem þekking sérfræðings í hjúkrun var nýtt til fullnustu til að gera byltingu í hjúkrunarmálum aldraðra. Hjúkmnarheimilið í Sóltúni, sem opnað var fyrr á árinu, er gott dæmi um hvernig unnt er að nota þá þekkingu sem til staðar er til að búa til það sem best getur orðið til á einhverju tilteknu sviði sem hentar best þeiri þjónustu sem þar á að fara fram og því fólki sem þar starfar og býr. Þannig er vitaskuld hægt að vinna á ótal öðrum sviðum innan samfélags- ins. Hjúkrunarfræðingar mega vera stoltir af Sóltúni. í samtali við Önnu Bimu Jensdóttur, hjúkrunarforstjóra, i þessu tölublaði kemur í ljós að mikil þörf er fyrir fleiri slík heimili, byggja þarf að minnsta kosti tvö til viðbótar og svo eitt á hveiju ári. Eftir að hinni formlegu starfsævi lýkur geta menn oft farið að sinna öðrum áhuga- málum, einhveiju sem þeir höfðu aldrei tíma til að sinna í önn dagsins, því það er engum gerður greiði með því að hafa ekki eitthvað að fást við. Oft liggur mikill ónýttur mannauður hjá eldri kynslóðinni sem hægt væri að virkja á uppbyggilegan hátt. Sumir finna sínar leiðir til að njóta þessa tímabils eins og Ingibjörg R. Magnúsdóttir, fyrrverandi deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, en í þessu tölublaði segir hún lesendum frá nýjum hliðum á sjálfri sér sem hún fékk tækifæri til að rækta að lokinni starfsævinni. í þessu tölublaði er einnig að finna grein um samræmt tungumál í hjúkrun eftir þær Astu Thoroddsen og Kristinu Þórarinsdóttur. Þá er fyrsta grein í nýjum greinaflokki um óhefðbundna hjúkrun en hjúkrunarfræðingar hafa verið óragir við að reyna nýjar leiðir til að viðhalda góðri heilsu eins og þeir hafa reyndar gert ffá fyrstu tíð. Það er Þóra Jenný Baldurs- dóttir sem ritar fyrstu greinina en hún hefur jafnframt umsjón með þeim greinaflokki. Forvarnir skipta okkur sífellt meira máli og ánægjulegt er að segja frá nýstofnuðu félagi um lýðheilsu en þar hafa tveir hjúkrunarfræðingar verið í forsvari, þær Sigrún Gunnarsdóttir og Anna Björg Aradóttir. Herdís Storgaard hefur unnið mikilvægt forvarnastarf í sambandi við slysavamir bama og ritar hún fyrsta pistil um hvemig hjúkmnarfræðingar sjá fyrir sér að unnt verði að ná fram markmiðum heilbrigðisáætlunar heilbrigðisráðuneytisins. Skólahjúkrunarfræðingar geta unnið mikilvægt forvarnarstarf, en í þessu tölublaði segir Bryndís Kristjánsdóttir frá störfum þeirra. Hólmfriður Gunnarsdóttir fjallar um lýðheilsu og heilsuvemd á vinnustað og Sigþrúður Ingimundardóttir frá bók sem rituð var um hvemig hjúkrunarfræðingar geta rofið þagnarmúrinn sem hefur oft umlukið störf þeirra. Þá heyrum við í þýskum hjúkrunar- fræðingi sem starfar hér á landi. Og ekki má gleyma upplýsingum um orlof 2002 en í blaðinu eru ýtarlegar upplýsingar um þá kosti sem í boði eru nú á sumri komanda. Og munið eftir að taka ykkur gott frí! valgerdur@hjukrun.is Menalind Vernd fyrir viðkvæma húð HARTMANN ' mú Handcr. m BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhrauni 10 sími 565 1000 • fax: 565 1001 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 78. árg. 2002 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.