Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 47
Hin hliðin: „Nú vil ég bara hafa það skemmtílegf Lisa Weile er danskur hjúkrunarfræðingur sem á ættir sínar að rekja til íslands. Hún býr í gömlu húsi við Nakkeskowejen í Kaupmanna- höfii, húsið er ffá 1929 og þar hefúr hún búið í 22 ár. „Gat því miður ekki sótt þig, því ég á engan bíl,“ segir hún um leið og hún heilsar á stéttinni fyrir utan húsið, en ritstjóri Tímarits hjúkrunarfrœðinga hafði falast eftir viðtali við hana í stuttri dvöl í höfuðborg Danmerkur. Við göngum inn í anddyrið en íbúð hennar er einkar falleg og tveir kettir koma hlaupandi fram til að sjá hver kominn er. Annar er 11 ára gamall og hinn 6, hún segist hafa látið sér duga einn kött en þegar vinkona hennar, sem er 28 árum yngri en hún og bjó í næsta húsi, fékk sér kærasta í London og flutti til hans þá kom kötturinn í heimsókn og honum líkaði svo vel og köttunum tveimur kom svo vel saman að hann flutti aldrei með eigandanum til London. Lísa er komin á eftirlaun, varð 64 ára kvöldið áður og á borðunum eru blómvendir sem bera vott um þennan áfanga í lífi hennar. „Sjáðu þennan,“ segir hún og bendir á fallegan og vel unninn blómvönd á borðinu. „Sá sem gaf mér þetta sagði að blómasölukonan hefði sagt honum að fara og koma aftur eftir 10 mínútur, því það tók svo langan tíma að koma honum saman,“ segir hún og býður upp á afmælisköku frá deginum áður. Hún er með meira af blómum hjá sér, greinilega blóma- kona, jólastjömur í glugganum, páskaliljur og túlipanar i vasa. „Móðurafi minn var íslenskur, hann hét Davíð Heilmann Jóhannsson. Hann giftist danskri konu og var alltaf á leiðinni til íslands, beið eftir að konan hans gæti komið með honum en það varð þó aldrei af því.“ Lísa var í vist á íslandi hjá frænd- fólki sínu 1957-58 að loknu stúdentsprófi og áður en hún hóf nám í hjúkrun í Danmörku, þeim Emu Ámadóttur og Jóni Bjama Kristinssyni að passa fjögur börn þeirra, dætumar Lisa er þekkt fyrir baráttu fyrir auknum réttindum geðsjúkra. Guðrúnu og Maríu sem létust af krabbameini fyrir aldur fram og synina Anton, sem nú er forstjóri Glerborgar, og Pétur Bjarnason, myndhöggvara. Þar lærði hún ágæta íslensku og enn betri er hún var við íslenskunám á sumarnámskeiði í Háskóla íslands á sjöunda áratugnum og skilur því allt sem sagt er við hana, en segist ekki vön að tala, svo samræðurnar fara fram á tveimur tungumálum, dönsku og islensku. Fram að þeirn tíma var móðursystir hennar Lísa eina manneskjan sem hún þekkti sem talaði íslensku. Hún bendir á mynd af henni á veggnum andspænis, þar sem við sitjum í sófanum, gömul mynd af glæsilegri, ungri konu. „Ég var bara 19 ára þegar ég fór til íslands, það var mikið ævintýri og ég skildi fyrst ekki eitt einasta orð,“ segir hún og brosir. Síðan hefúr hún heimsótt landið átta sinnum, síðast nú fyrir um tveimur árum og sýnir myndband sem hún tók á ferð sinni um landið. Hún hefur starfað við geðhjúkrun mestalla ævina, fór að vinna sem hjúkrunarfræðingur á geðdeild skömmu eftir að hún útskrifaðist. „Ég kunni þó of lítið og fékk um tíma nóg af þessu. Ákvað þá að ráða mig sem skipsþemu og sigldi í eitt ár, m.a. til Japan og Bangkok. Við vomm 42 í áhöfninni og við sáum mikið og skipstjórinn kenndi mér mikið, t.d. í sambandi við virðingarstöður um borð.“ En hjúkrunin átti þó ítök í henni og hún segir það nánast hafa verið eins og opinberun að lesa fyrstu bækumar um geðhjúkrun. Og síðan varð það hlut- skipti hennar að miðla þekkingu, fyrst í London 1980 þar sem haldin var fyrsta alþjóðlega ráðstefnan í geðhjúkrun þar sem hún var aðalfyrirlesari og síðar víða um heim. Þegar siglingunum lauk tók við nám í ensku og dönsku við 111 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.