Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 36
Erlín Óskarsdóttir, hjúkrunarfæðingur wÉmmmmmmamaamammmmmmmm Aðalfundur CNR og ráðstefna ICN 2003 Ráðstefna Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga (ICN) og að- alfundur Council of National Representatives (CNR) voru haldin í Genf í Sviss dagana 26. júní til 2. júlí 2003. í fyrstu var áætlað að halda þessa ráðstefnu og fundinn í Marra- kech í Marokkó, en vegna hryðjuverka þar í vor var fund- urinn fluttur til Genfar. Af hálfu Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga sátu ráðstefnuna og fundinn Elsa Friðfinns- dóttir, formaður félagsins, og Erlín Óskarsdóttir, 1. varafor- maður. Ráðstefna ICN „Building excellence through evidence" í tengslum við CNR-fundinn, sem haldinn er á 2ja ára fresti, var haldin ráðstefna á vegum ÍCN sem bar heitið „Building excellence through evidence" eða aukin gæði þjónustunnar byggð á gagnreyndri þekkingu. Meginþemu ráðstefnunnar voru: gagnreynd þekking, leiðtogahlutverkið, gæði umönnunar og mannauður en það eru þau viðfangsefni sem alls staðar er ver- ið að takast á við innan heilbrigðisþjónustunnar í dag. Tveir íslenskir fyrirlesar- ar voru með erindi á ráð- stefnunni. Auðna Agústsdóttir flutti fyrir- lestur sem bar yfirskrift- ina „Kynning á gagn- reyndri þekkingu í hjúkrunarstarfi: Fimm Frá opnunarathöfninni ára reynsla" og Christer Magnússon flutti fyrirlesturinn „Að standa staðfastur á tímum breytinga-leiðtoganámskeið fyrir deildarstjóra" og byggðist á verkefni sem unnið var í samvinnu hans og Lauru Sch. Thorsteinsson. Auk þess tók Auðna þátt í rökræðum um leitina að gæðaumönnun eða „I Ieit að gæðum þjónustunnar: Skiptir ánægja sjúklinga einhverju máli?" Nánari upplýsingar um ráðstefnuna ásamt glærum frá mörgum fyrir- lestrum er að finna á heimasíðu ICN, http://www.icn.ch. Aðalfundur CNR Aðalfundur CNR var síðan haldinn í framhaldi af ráðstefnunni. Stjórnarkjör eða stjórnarskipti voru ekki á þessum fundi, en þau fara'fram á 4ra ára fresti. Eitt af fyrstu málefnum fundarins var að bjóða hjúkrunarfélag Indónesíu velkomið í hópinn sem 125. aðildarfélagið í samtökunum. Síðan voru hefðbundin aðalfundarstörf, eins og skýrslur stjórnar og nefnda samtakanna. Vinnuhópar störfuðu fyrsta daginn og skiptu full- trúar sér í hópana. Málefni sem tekin voru fyrir: Hvernig er unnt að styrkja stöðu sérhæfðra hjúkr- unarfræðinga til framtíðar? Flutningur hjúkrunar- fræðinga milli landa, ávinningur eða valkostur? Vinnuálag með tilliti til fjölda starfsfólks og gæði hjúkrunar og áhrif kyn- ferðis og fá- tæktar á heilsu- Vinnuhópur 34 Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.