Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 20
Valgerður Katrín Jónsdóttir „Vorum þaulsætnar á Alþingi" - til aö standa vörö um réttindi hjúkrunarfræöinga, segir María Finnsdóttir, heiöursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga „Vona sannarlega aö hjúkrunarfræöingar haldi vöku sinni," segir María Finnsdóttir. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræöinga sótti Maríu heim á fallegt heimili hennar í Fossvoginum í tilefni nafnbótarinn- ar, en hún var gerö aö heiðursfélaga á síðasta fulltrúaþingi, í maí 2003. í húsakynnum hennar er ilmandi eplakökulykt og á veggjum framandi listaverk sem ættuö eru frá Afríku. María varð áttræö í hittifyrra og á sófaboröinu má sjá gamalkunnan grip úr húsakynnum Félags íslenskra hjúkr- unarfræöinga á Suöurlandsbrautinni, skál meö merki fé- lagsins. Þaö eru 10 ár síðan hún komst á eftirlaun og hún hefur ekki setiö auðum höndum fremur en endranær. Flún hefur feröast um heiminn og stundað trjárækt hér heima. Gunnlaugur bróöir hennar býr enn þá á Hvilft í Önundar- firöi þar sem þau ólust upp 11 systkini. Trjáræktin hófst áriö 1980 á ári trésins meö því aö fræjum var sáö í smáílát í stofuglugganum. Síðan fékk hún aö setja plönturnar niö- ur í túnfætinum á HviIft. Nú er þarna trjáreitur og I honum lítiö finnskt bjálkahús, „Kotiö". „María hefur ekki aðeins haft áhrif á samferðafólk sitt, held- ur líka sáð frjókorni í moldu,“ segir María Gísladóttir sem kynntist Maríu nöfnu sinni fyrst þegar hún var hjúkrunarnemi á Kleppspítala 1966. „Við heimabæ sinn, Hvilft í Onundarfirði, hefur hún komið upp fallegum gróðurreit sem hún sinnir af mikilli umhyggju. Eg fetaði í spor nöfnu minnar og er nú farin að yrkja land og hefur hún komið og kíkt á plönt- urnar mínar og gefið mér góð ráð við uppvöxt plantna, sáningu, klippingu og stiklingarækt. Það er eins og sólskinblettur í heiði að eiga Mar- íu að vin,“ segir María Gísladóttir. María Finnsdóttir hefur einnig lagt leið sína til Afríku eftir að hún komst á eftirlaun. „Fór að heimsækja Margréti Hróbjartsdóttur til Senegal, það var mikið ævintýri," segir hún og rifjar upp fjögurra og hálfs mánaðar dvöl þar og sýnir mynd- ir. Hún segir að Margrét og eiginmaður hennar hafi verið þar á vegum norsks kristniboðsfélags. Þar var mikil fátækt, skortur á heilbrigðisþjón- ustu og lyfin voru dýr. Margrét fékk leyfi yfir- valda til að setja upp „klíník" í litlu húsi í kristni- boðsstöðinni, veitti ókeypis þjónustu og seldi lyf á kostnaðarverði. María hjálpaði Margréti við sáraskiptingar og lyfjagjöf og segir hún að oft hafi beðið milli 60 og 70 manns á morgnana eftir hjálp. A föstudögum var pakkað niður lyfjum og umbúðum og haldið út í þorpin þar sem hjálpin var veitt við mjög frumstæðar aðstæður, t.d. voru skýlin aðeins úr ofnum mottum. Leið hennar lá svo aftur til Afríku, að þessu sinni til Konsó í Eþíópíu þar sem Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur rekið kristniboð, skóla- starf og heilsugæslu í 50 ár. Hún var þar gestur í 3 mánuði. Heilsugæsla var þar á vestrænum nót- um, eftir áratugastarf íslenskra og norskra hjúkr- unarfræðinga. „Það var gaman að fara um þorpin og sjá hvernig fólkið lifði í strákofum, oft voru nokkrir saman í hnapp, einn var t.d. fyrir fólkið, annar fyrir dýrin og sá þriðji fyrir matvælin. Þetta er þó að breytast, víða sást glitta í glampandi bárujárnsþök. Unga fólkið vill reisulegri hús.“ Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.