Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 16
Valgeröur Katrín Jónsdóttir „Langur biölisti þeirra sem vilja ættleiða börn meö downsheilkenni," segir Marcia Van Riper frá Bandaríkjunum Dr. Marcia Van Riper flutti í ágústlok fyrirlestur á vegum hjúkrunarfræöideildar Háskóla Islands um gena- og erföa- fræöi og tengsl hjúkrunar og meöfæddra sjúkdóma. Hún er lektor viö Hjúkrunarháskólann í Noröur-Karólínu í Bandaríkjunum og hefur undanfarin þrjú ár kennt hjúkrunar- fræðingum erföafræöi. Rannsóknir hennar hafa beinst aö reynslu fjölskyldna af því þegar einhver í fjölskyldunni hefur greinst meö meðfæddan sjúkdóm, viöbrögö viö grein- ingu og hvernig fjölskyldunni tekst aö lifa meö sjúkdómn- um. Undanfarin 15 ár hefur hún unnið meö fjölskyldum þar sem einhver hefur greinst meö huntingtonssjúkdóm, brjóstakrabbamein eöa downsheilkenni. Hún segir niðurstöður rannsókna sinna benda til þess að það sé öðru fremur umhverfi og samfélag þeirra sem eiga börn með downsheilkenni sem segja það vera neikvætt að eiga börn sem þannig er ástatt um. Reynsla foreldranna og fjölskyldunnar sé hins vegar mun jákvæðari. I flestum tilfellum segist þó fjöl- skyldan hafa orðið leið yfir því að barnið, sem von var á, var ekki eins og hún hafði gert sér í hugarlund eftir að niðurstaða sýnatöku lá fyrir og flestir hafa glímt við erfiðleika út af því. Oftast er erfiðast fyrir þá sem eru í góðum efnum og með góða menntun að sætta sig við að barn þeirra verði ekki háskóla- menntað og komi ekki til með að fá góða stöðu í samfélaginu. „Það er orðið mjög algengt í Bandaríkjunum að konur fari í legvatnsástungu og sú ákvörðun, sem fjölskyldan tekur í fram- haldinu, það er hvort konan eigi að fara í fóstureyðingu, hvort eigi að gefa barnið eða fjölskyldan ali það upp sjálf, byggist á niðurstöðum þeirrar prófunar. I Bandaríkjunum er langur biðlisti fólks sem vill ættleiða börn með downsheilkenni. Eg veit t.d. um eina fjölskyldu sem hefur ættleitt þrjú börn með downsheilkenni.“ Hún segir þó töluvert vanta upp á að konur, sem ganga með barn sem haldið er downsheilkenni, fái nauðsynlegar upplýsing- ar um hvað það hefur í för með sér að eiga barn með þetta heil- kenni. „Það þyrfti að bjóða upp á mun meiri upplýsingar, t.d. að bjóða þeim að ræða við þá sem hafa reynslu, svo sem foreldra Marcia Var Riper barna með downsheilkenni. Því taka sumir ákvarð- anir sem eru ekki í samræmi við viðhorf þeirra og væntingar. Eg vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að upplýsingar aukist til foreldra þannig að þeir taki ekki skyndiákvarðanir í kjölfar niðurstaðna Iegvatnsástungu. Og að foreldrarnir verði ekki fyrir þrýstingi um að taka „réttar ákvarðanir“ sem í flestum tilfellum þýðir að gangast undir fóstureyð- ingu. I Evrópu fara um 95-99% mæðra, sem ganga með barn með downsheilkenni, í fóstureyðingu en í Bandaríkjunum er hlutfallið ekki eins hátt. Börn með downsheilkenni geta veitt fjölskyldum sínum mikla gleði," segir hún. „Ég hef rannsakað þessar fjölskyldur og í ljós hefur komið að fjölskyldum, þar sem einn einstaklingur er með downsheilkenni, gengur að minnsta kosti jafnvel og öðrum fjölskyldum á ýmsum sviðum, barnið kennir fjölskyldunni ýmislegt, svo sem þolinmæði, fjölskyldan lærir meira um óskilyrta Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.