Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 34
Elsa B. Friðfinnsdóttir r Avarp í afmælishófi „Sjálfstæöi er hverri stétt nauðsynlegt til þróunar og framfara" Ágætu heiðursfélagar, kæru hjúkrunarfræðingar, góðir hátíðar- gestir. Fyrir hönd stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin til þessa afmælishófs félagsins. I ár höfum við hjúkrunarfræðingar fagnað því að 85 ár eru ; liðin frá því að hjúkrunarkonur stofnuðu með sér félagasam- tök fyrsta sinni. Við fögnum einnig því að þann 15. janúar sl. voru tíu ár liðin frá því að félögin okkar tvö sameinuðust. Til hamingju öll með þessa miklu áfanga. „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skai byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.“ Með þessari tilvitnun í Ijóð Einars Benediktssonar hefur María Pétursdóttir bók sína „Hjúkrunarsaga“. Ljóðlínurnar eru vel valdar, þær vísa til mikilvægis þess að þekkja vel söguna, virða þá reynslu, sem skapast hefur í fortíð, til að nýta í nútíðinni, til hagsbóta fyrir framtíðina. Þannig hugsum við hjúkrunarfræð- ingar gjarna um þjónustu við skjólstæðinga okkar. Við virðum reynsluþekkinguna sem sjálfstætt þekkingarform í hjúkrun og I nýtum hana ásamt okkar fræðilegu þekkingu sem grunn að hjúkrun dagsins í dag og til að byggja upp metnaðarfulla gæða- hjúkrun í framtíðinni. Þær sex hjúkrunarkonur, sem stofnuðu Félag íslenskra hjúkr- unarkvenna í nóvember 1919, voru sannarlega kjarkmiklar og framsýnar, sannkallaðir leiðtogar. Eg segi kjarkmiklar því staða kvenna var alil önnur í þá daga en hún er í dag. Við gleymum því stundum að aðeins fjórum árum áður en Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað fengu konur fyrst kosningarétt hér á landi. Það að stofna sjálfstætt fag- og stéttarfélag kvenna- stéttar var því síður en svo sjálfgefið. En þessar sex konur, með Christophine Bjarnhéðinsson í broddi fylkingar, gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að starfa saman og standa saman í því mikilvæga umhótastarfi sem fram undan var í heilbrigð- ismálum þjóðarinnar. Þær gerðu sér grein fyrir mikilvægi fjölg- unar fullmenntaðra hjúkrunarkvenna og þess að efla skilning stjórnvalda og almennings á mikilvægi menntunar. Einnig var eitt meginmarkmiðið með stofnun félagsins að gæta hagsmuna hjúkrunarkvenna í hvívetna. Þessi sýn og markmið, sem sett voru fram fyrir 85 árum, eiga fyllilega erindi við nútímann. Þó menntun íslenskra hjúkrun- arfræðinga sé nú, og hafi líklega ætíð verið, með því besta sem gerist virðist sífellt þurfa að minna á mikilvægi góðrar menntunar hjúkrunarfræðinga til að sinna þeim krefjandi viðfangsefnum sem mæta þeim. Nú hafa yfir 200 hjúkrunarfræð- ingar lokið meistaraprófi í hjúkrun og rúmlega 20 hjúkrunarfræðingar hafa lokið doktorsprófi. I haust var stigið það stóra skref í menntunarmál- um íslenskra hjúkrunarfræðinga að doktorsnám hófst við hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands. Er það sérstakt fagnaðarefni og afrakstur þeirr- ar framsýni og þeirrar djörfungar sem einkennt hefur leiðtoga í hjúkrun hér á landi. Fyrir rúmu ári setti svo heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun og nú þegar hafa tíu hjúkrunarfræðingar fengið leyfi til að kalla sig sérfræðinga á ákveðnum klínísk- um sviðum hjúkrunar. 011 þessi skref eru okkur hjúkrunarfræðingum mikils virði og vonandi ekki síður skjólstæðingum okkar, með hæfari hjúkrun- arfræðingum. Ég leyfi mér að efast um að barátt- ukonurnar sex hafi órað fyrir þeim breytingum í menntun og þeim árangri sem hjúkrunarfræðing- ar hafa náð. Frumkvöðlarnir okkar, sem stofnuðu með sér félagi fyrir 85 árum, sáu mikilvægi þess fyrir heilbrigði þjóðarinnar að hjúkrunarfræðingar yrðu í forystu- sveit við stefnumörkun og mótun heilbrigðisþjón- ustunnar. Eitt stærsta skrefið í heilbrigðismálum þjóðarinnar á sviði forvarna var sannarlega stofn- un Hjúkrunarfélagsins Líknar. Þar réðu konur alla tíð ríkjum og fyrir þeirra tilstilli var mæðra- vernd og ungbarnavernd komið á fót í Reykjavík. Hjúkrunarkonur Líknar fræddu almenning um hreinlæti og heilbrigða Iífshætti og reyndu að tryggja jafnræði hvað varðar aðgang að heilbrigð- isþjónustu með því að veita fátækum ókeypis hjúkrunarþjónustu heima fyrir. Segja má að stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sé í stórum dráttum enn hin sama. Við ræddum á hjúkr- unarþingi í dag áhrif aukinnar kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu. Enn sem fyrr vilja hjúkrunarfræðingar standa vörð um rétt þeirra : Timarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.