Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 28
Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí 2005 Fölsuð lyf geta valdið örkumlum og dauða. Hjúkrunarfræðingar ráðast gegn notkun falsaðra og ófullnægjandi lyfja. Áslaug Sigmundardóttir, Þorbjörg Kjartansdóttir og Arnar Víkingsson. Hjúkrunarfræðingar um allan heim helga 12. maí, alþjóöa- degi hjúkrunarfræðinga í ár, baráttunni gegn notkun fals- aðra og ófullnægjandi lyfja með því meðal annars að vekja athygli almenningsá hinni ógnvænlegu aukningu á fölsuðum lyfjum á markaði í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, áætlar að eitt af hverjum 10 lyfjum, sem seld eru, séu fölsuð, þ.e. með engum lækninga áhrifum. I þróunar- löndunum eru allt að 25% lyfja fölsuð eða ófullnægjandi. Gróði af sölu svikinna lyfja í heiminum hefur verið metinn allt aö 32 milljörðum dollara. Fölsuð lyf eru ekki einungis kostnaðarsöm fyrir notendur. Þau eru sérstaklega alvarleg vegna þess að þau stofna lífi og öryggi sjúklinga í hættu og leiða til vantrausts á heilbrigðisstarfsfólki og á gæðum, öryggi og gagnsemi Iyfja sem þeir nota. Arið 1992 dóu 233 börn frá Bangladesh eltir að hafa tekið parasetamól- mixtúru sem var spillt með frostlegi. Árið 1995 dóu 2500 börn í Níger eftir að hafa fengið falsað bóluefni við heilahimnu- bólgu. Af einni milljón manna, sem deyja úr malaríu árlega, er talið að hægt sé að koma í veg fyrir allt að 200.000 dauðsföll ef tiltæk lyf væru virk, áhrifaríkari og notuð á réttan hátt. „Sjúklingar og notendur eru fórnarlömb falsaðra lyfja. Til þess að verja þá fyrir skaðlegum áhrifum falsaðra lyfja er nauðsynlegt að veita þeim viðeig- andi upplýsingar og fræðslu um afleiðingarnar," segir Christine Hancock, forseti Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga, ICN. „Hjúkrunarfræðingar eru heilbrigðisstarfsfólk í framvarðalínu og þess vegna í kjörinni stöðu til að auka árvekni gagn- vart og umræður um fölsuð lyf.“ í herferð til að auka öryggi sjúklinga vekja hjúkr- unarfræðingar um allan heim athygli á auknu framboði á fölsuðum og áhrifalitlum lyfjum auk þess sem þeir berjast fyrir sanngjörnu lyfjaverði. Hár lyfjakostnaður í þróunarlöndunum gerir þau of dýr fyrir mikinn hluta almennings og þetta eykur líkur á fölsunum og verður til þess að fólk, sem hefur ekki efni á löglegum lyfjum, Ieitar fremur auðfengnari, ódýrari kosta. ICN vinnur með stjórnvöldum og lyfjaiðnaðinum að þessu máli og hvetur hjúkrunarfélög í hverju landi að gera slíkt hið sama á sínum heimaslóðum. Nánari umfjöllun um þetta efni er að finna á vefsíðu ICN, www.icn.ch. Frá fundinum á Grand Hóteli. 26 Timarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.