Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 32
Valgerður Katrín Jónsdóttir „Viö þurfum aö meta hlutina upp á nýtt og gefa þeim nýja rödd og tungumál" - segir Jean Watson Jean Watson er virtur prófessor í hjúkrun í heilbrigðisvísindum við háskólann í Colorado. Hún er doktor i sálfræði menntunar og ráðgjöf en grunnmenntun hennar er i hjúkrun. Hún er höfundur, meðhöfundur eða ritstjóri meira en tíu bóka, sem sumar hafa verið þýddar á meira en níu tungumál, og hefur hlotið ótal viðurkenningar fyrir störf sín. Hinar nýju hugmyndir sem hún kynnti byggjast á kærleika eða hugtakinu „caritas“ og sameiningu eða „communitas“. Fyrra hugtakið er úr grísku en það merkir að veita sérstaka athygli, uppörva, hvetja, táknar eitthvað sem er mjög dýrmætt. Síðara hugtakið, „communitas“, merkir að tilheyra, tengja saman. Hún lagði áherslu á að við byggjum í heimi sem „minnkaði" stöðugt með aulcnum samskiptum og sagði frá þróun hugmynda í heilbrigðiskerfinu undanfarna öld. Hér áður var lögð áhersla á aðgreinda heimshluta og flókin lyf til lækninga, meðferð fólst í lyfjum, skurðlækningum og geislum. Undanfarna áratugi hefur áhersla beinst meira að lækningum hugar og líkama, víxlverkandi áhrifum ólíkra heimshluta, hlutverki meðvitundar, tillinninga, merkingar, viðhorfa, skynjunar í að breyta starfsemi lífvera* og samspili sálrænna og taugalífeðlisfræðilegra þátta á ónæmiskerfi. Nú um stundir er áhersla lögð á heildræna nálgun, meðvitund sem er hafin yfir tíma og rúm, meðvitund sem er sameinuð, ódauðleg, óendanleg og alltaf nálæg. Jean Watson hóf fyrirlestur sinn á því aö slá meö litlum hamri í skál en viö þaö myndaðist tónn sem hljómaði um allan salinn. Tónninn vakti athygli áheyrenda í salnum sem voru í kjölfarið fullir eftirvæntingar aö hlusta á þaö sem á eftir kæmi. Watson talaði um gömul og ný siðalögmál varöandi heilsufar og heilbrigöi. Hún vitnaði í franska nheimspeking sem leggur áherslu á aö allir komi öllum viö og allir séu í sambandi viö allt annaö í heiminum. „Viö erum í rauninni aldrei ein," segir Jean Watson í samtali viö ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga í lok fyrirlestrarins. „Viö erum fyrst og fremst hluti af samfélagi og þar á eftir litlar aðgreindar persónur. Miklu skiptir aö vera í góöu sambandi viö sjálfan sig og aðra og þaö aö vera í sambandi viö aöra er samband út af fyrir sig. Aö gera sér grein fyrir þessu sambandi er hluti heilunar og heilbrigöis og upphafsreitur vísinda og þekkingar." I fyrirlestri sínum fór Jean Watson um víðan völl og sagði m.a. frá gömlum og nýjum siðalögmálum varðandi heilbrigði. Ræturnar hjá Nightingale Rætur þessarar heilunarkenningar má rekja til Florence Nightingale en hún segir hjúkrun fela í sér nærveru sem er á æðra stigi en venjuleg mannleg nærvera, hún feli í sér heilaga vitneskju um það sem skapar, viðhelclur og skipuleggur alheiminn og meðvitund þeirra sem hjúkra um innra samspil þeirra við þennan æðri mátt. Nightingale leit á andlegt atgervi sem hluta af mannlegu eðli og dýpsta og máttugasta úrræði til lækninga. Hjúkrunarmeðferð byggist á þeirri list að aðstoða sjúklingana til að þroskast andlega. Hún benti ennfremur á að umhyggju fyrir sálinni er aldrei hægt að aðgreina frá líkamanum. Hjúkrun í sinni bestu mynd byggist því á innri hvöt þeirra sem hjúlcra, andlegri ástundun og þjónustu við mannkynið. Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.