Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 44
Sigurður Bogi Sævarsson, sigbogi@simnet.is Alhjúkrun sinnir verkefnum fyrir heilbrigðisstofnanir og leigir út hjúkrunarfræðinga: ÞJÓNUSTA HEILBRIGÐISKERFISINS ÞARF AÐ VERA FJÖLBREYTTARI „Þjónustu Alhjúkrunar er hvarvetna vel tekið enda kemur starfsfólk okkar oft inn á stofnanir þegar mannekla er mikil og leysa þarf úr brýnum vanda. Eigi að síður finnum við fyrir ákveðinni tortryggni. Stjórnendur sjúkrastofnana vilja hafa aðgang að þjónustu okkur en vilja þó ekki þurfa að nýta hana nema til skemmri tíma. Þetta er mjög ríkjandi viðhorf,11 segja Dagmar Jónsdóttir og Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, stjórnendur Alhjúkrunar ehf. Pær Dagmar Jónsdóttir og Jóna Ingibjörg Jónsdóttir eru stjórnendur Alhjúkrunar. „Hefðin fyrir einkarekstri hjúkrunarfræðinga, borið saman við til dæmis lækna, er mjög takmörkuð." Núna í febrúar eru sex ár liðin síðan Dagmar Jónsdóttir stofnaði þjónustufyrirtækið Alhjúkrun sem útvegar heilbrigðisstofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Er tilgangur fyrirtækisins, eins og segir á vefsetri þess, að leysa mönnunarvanda á heilbrigðisstarfsfólki, til lengri eða skemmri tíma, bæði á heilbrigðisstofnunum og meðal einstakl- inga sem þurfa hjúkrun heima fyrir. Viðurkenni fleiri möguleika „Starfsemin fór af stað haustið 2001 enda þó ég stofnaði Alhjúkrun ekki fyrr en á útmánuðum 2002. Satt að segja hafði ég lengi brætt með mér að setja á laggirnar starfsemi á þessu sviði. Hins vegar lét ég ekki til skarar skríða fyrr en ég fór á frumkvöðlanámskeiðið Auður í krafti kvenna í Háskólanum í Reykjavík," segir Dagmar sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og eini eigandi. „Árið 2001 skynjaði ég talsvert breyttar aðstæður í þjóðfélaginu; fólk var orðið opnara fyrir kröftum einkaframtaksins í heilbrigðisþjónustunni og viðurkenndi fleiri möguleika en bara ríkisrekstur. Enn er þó ákveðin tortryggni til staðar. Skýringarnar á því geta verið fjölmargar. Ein þeirra kann að vera sú að hefðin fyrir einkarekstri hjúkrunarfræðinga, borið saman við til dæmis einkarekstur lækna, er mjög takmörkuð. Mörgum finnst einfaldlega sem svo að hjúkrunarfræðingar eigi að halda sig til hlés og vera nkisstarfsmenn.‘‘ Tíu hjúkrunarfræðingar Starfsmenn Alhjúkrunar eru nú þrettán talsins, tíu hjúkrunarfræðingar og þrír sjúkraliðar sem starfa á Hrafnistuheimil- unum þremur á höfuðborgarsvæðinu, Skjóli, Grund og á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja í Keflavík og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn í Hornafirði. Þá hefur Alhjúkrun mikið starfað fyrir Landspítala, svo sem á geð-, lyflækninga-, öldrunar- og endurhæfingarsviðum, en nú eru þau verkefni úr sögunni, í bili að minnsta kosti, eftir að samstarfssamningur við sjúkra- húsið rann út um síðustu áramót vegna sparnaðar í rekstri. Jóna Ingibjörg hefur þó vissar efasemdir um að hægt sé að halda uppi eðlilegri þjónustu á sjúkrahúsinu nema með aðkeyptri hjúkrunarþjónustu. „Það er alltaf þörf á hjúkrun, hvort sem hún er veitt af aðkeyptum hjúkrunarfræðingum 42 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.