Norðurslóð - 26.09.1980, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 26.09.1980, Blaðsíða 4
Ljósm. J.B. Saltað inni hjá S.F.D. 1980, Auglýsing um SÍMANÚMER sjálfvirkra síma í Svarfaðar- og Skíðadal. Háls................ 61501 Hrísar ............. 61502 Hitaveitan Hamri ... 61503 Skáldalækur ......... 61504 Sakka ............... 61505 Hánefsstaðir ........ 61506 Uppsalir ............ 61507 Vellir .............. 61508 Brautarhóll ......... 61509 Gröf ................ 61510 Hof ................. 61511 Hofsá ............... 61512 Skeggsstaðir ........ 61513 Hofsárkot ........... 61514 Ytra-Hvarf .......... 61515 Syðra-Hvarf ......... 61516 Hlíð ................ 61517 Hnjúkur ............. 61518 Klængshóll .......... 61519 Þverá - Skíðadal ... 61520 Másstaðir............ 61521 Dæli ................ 61522 Melar ............... 61524 Búrfell ............. 61525 Hæringsstaðir ....... 61526 Skeið ............... 61527 Kot - Jónas Þorleifss. 61528 - Halldór Jónasson 61529 Atlastaðir .......... 61530 Þorsteinsstaðir.... 61532 Göngustaðir ......... 61533 Göngustaðakot .... 61534 Héraðsdýralæknir Laugasteinl ....... 61430 Klaufabrekkur ....... 61535 Klaufabrekknakot .. 61536 Hóll ................ 61537 Urðir ............... 61538 Hreiðarsstaðakot ... 61539 Hreiðarsstaðir ...... 61540 Þverá - Svarfaðard. 61541 Steindyr ............ 61542 Bakki Ingvi Baldvinss. 61543 - Þórarinn Jónsson 61562 Bakkagerði .......... 61544 Syðra-Garðshorn .. 61545 Ytra-Garðshorn .... 61546 Þinghús ............. 61547 Grund ............... 61548 Brekka .............. 61549 Jarðbrú ............. 61550 - skrifstofa oddvita . 61332 Húsabakkaskóli .... 61551 - skólastjóri ....... 61552 - kennarabústaður . 61553 Laugahlíð ........... 61554 Tjörn ............... 61555 Ingvarir ............ 61556 Helgafell ........... 61557 Syðra-Holt .......... 61558 Ytra-Holt ........... 61559 Hrafnsstaðakot .... 61560 Hrafnsstaðir ........ 61561 Góðfúslega kynnlð ykkur leiðbeiningar um notkun sjálfvirkra síma á bls. 6-10 í símaskránni. PÓSTUR OG SÍMI DALVÍK HVEITIKLÍÐ Svar til fréttaritara Dags á Dalvík við fréttaklausu, sem bar ofanskráða yfirskrift, og var um, að vistmenn á heimili aldraðra á Dalvík lifðu á brauði úr hveitiklíði og þyrftu því að greiða fóðurbætisskatt. Bifreiðaeigendur athugið! Tek að mér stillingar á bensínbílum með full- komnum tækjum. Bíla- verkstæði Hjalta Sigfús- sonar, Árskógsströnd, sími 63186, heima63163. Klíðið fær oss dáð og dug, þótt deigi brauðs í finnist eigi. E;n fréttamannsins furðu flug færir þjóð af réttum vegi. Því hyggjum vér nú hér á bæ þeim heiðursmanni veislu reiða, og honum bera hveitifræ. Þá hann mun sjálfur skattinn greiða. F.h. íbúa Dalbæjar Hjörtur Björnsson frá Grund. Vonandi les fréttamaðurinn þetta tilskrif og þiggur boðið. Því má treysta, að hveitiklíðið svíkur engan, hvorki menn né skepnur. Bestu matarkaupin sem hægt er að gera í dag eru: Heil slátur með sviðnum haus, verkaðri vömb og 1 kg af mör.á aðeins . kr. 2.700.- 1 kg af lifur kostar ....!. kr. 2.400.- Hausar sviðnir ...... kr. 1.300.- pr. kg. Hausar ósviðnir ....... kr. 900,- pr. kg. Eistu ............... kr. 1.200,- pr. kg. SLÁTURHÚS Ú.K.E. DALVÍK Dalvíkingar! Vinsamlegast athugið að álögð gjöld 1. ágúst eru fallin í eindaga. Álögð gjöld 1. sept. eru þegar gjaldfallin og eru gjaldendur beðnir um að gera skil sem fyrst, ef þeir hafa ekki þegar gert það. Ógreidd fasteignagjöld eru einnig. fallin í eindaga. Bæjarritari. norðanlands að nýju Eins og lesendur Norðurslóð- ar rekur minni til fékk blaðið tvo spaka menn til að spá fyrir um þróun mála hér í byggða- laginu þennan nýbyrjaða ára- tug. Þar spáðu þeir, að byrjað yrði að salta síld aftur hér á Dalvík. Þessi spá rættist fyrr en menn héldu, því 5. ágúst s.Í. var byrjað að salta hjá Söltunarfélagi Dalvíkur h/f. Hér hafa landað allmargar trillur frá Dalvík, Hrísey, Hjalt- eyri og Grenivík. Auk þess voru Tryggvi Jónsson EA og Haförn frá Hrísey nokkurn tíma á síldveiðum. En sá Bátur sem mest hefur stundað veiðar og með bestum árangri er Vinur EA, skipstjóri Sverrir Svein- björnsson. Vinur vartilskamms tíma aflahæstur síldveiðibáta á landinu, er nú búinn að fá rúmar 1100 tunnur, og er enn að þegar þettá er skrifað. Samtals hefur verið landað um 1.800 tunnum hér á Dalvík það er um 180 tonn, og saltað hefur verið í rúmar 1.200 tunnur. Á mælikvarða hinna gömlu góðu daga telst þetta ekki mikil vertíð, þó er hér um að ræða góða byrjun eftir meira en áratugar hlé. Mörgum hefur hlýnað um hjartarætur að sjá síld haus- skorna og finna kryddlykt, og söltunin nú hefur gefið tækifæri til að rifja upp ýmislegt frá fyrri árum. Margt er breytt frá því áður, engir strákar fara um Dalvíkina með þéttskrifaðan lista yfir síldarstúlkur, guða á glugga „ræs-sfld“. Ekki hljómar „taka tunnu, tóma tunnu, salt“. Nú er meiri verkaskipting, sumir hausa aðrir vigta síldina í tunnurnar, og enn aðrir salta. Ekki er lengur raðað í tunn- urnar. Mikill hugur er í mönnum og vissa að haldið verði áfram að salta á næstu árum. Því er hiklaust spáð að fleiri muni gera út á síld næsta ár en nú, og saltendur segjast munu búa sig betur undir næstu vertíð. Frá gömlu, góðu dögunum. Ljósm. Jón Baldvinsson. Dalvíkingar fyrstir til að salta síld AMERÍKUBRÉF Kæra Norðurslóð. Ég þakka tryggð þína við mig. Ég er farinn að hafa samviskubit út af því, hvað éger orðinn þér skuldugur. Öryrkjalaun rriín hafa gufað svo jjótt upp og að miklu leyti farið í lœkna og meðul til að reyna að halda skrokkskriflinu gangandi, svo bóka- og blaða- kaup og margt annað þarft og nauðsynlegt hefur setið á hak- anum. Ég sendi þér, kæra Norður- slóð, þennan litla greinarstúf um „fyrsta útvarpið". Kannske finnst þér hún ónothœf, telur þetta bara gamaldags, leiðinda innansveitarkróniku, og þar að auki ekki einu sinni vélritaða. Ég á ekki ritvél lengur. Ég átti eina, en lánaði kunningja og frœnda í Reykjavík, blóðrauð- um komma, sem skilaði henni aldrei. Kannske taldi hann mig bölvaðan auðvaldssinna og kapitalista, af því ég átti ritvél - já, kannske nasista, af því að vélin var þýsk, forláta Eirika. (Hefur beðið frá í vor) Teljið þið greinina ónothœfa, þá gjörið svo vel að senda mér hana til baka. Kœr kveðja Jóhann Kr. Pétursson. Menn munu átta sig á að þetta vinarbréf er frá okkar góða, gamla sveitunga Jóhanni Svarfdæling. Ekki er að efa að greinin „Þegar fyrsta útvarpið kom í Svarfaðardal" mun birt- ast í blaðinu, vel að merkja seinna, kannske í jólablaðinu. Sem sagt við þökkum Jó- hanni mikið vel fyrir grein og bréf og áhuga á gamalli og nýrri svarfdælsku. Og ekki skal hann hafa áhyggjur af árgjaldinu. Við segjum eins og skáldið: „Taktu þér ei svo lítið nærri.“ Þar að auki er hann búinn að borga fyrir blaðið langt fram í tímann með þessari grein og fyrri tilskrifum. Þegar sú innistæða er þrotin, verður Jóhann látinn vita. Kærar þakkir, Jóhann Svarf- dœlingur, sveitungar þínir senda þér bestu kveðjur. 4 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.