Norðurslóð - 26.10.1982, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 26.10.1982, Blaðsíða 1
6. árgangur_____________________Þriðjudagurinn 26. október 1982_____________________8. tölublað Bæjarstjóraskipti á Dalvík: Rætt við Valdimar Bragason - Vona að mér hafi tekist að virða öll sjónarmið Valdimar í ríki sínu. Um næstkomartdi mánaðarmót lætur Valdimar Bragason af starfi bæjarstjóra á Dalvík. Valdimar hefur gegnt þessu starfi frá ársbyrjun 1974 eða í nær níu ár. Þessi níu ár eru mikill uppgangstími hér í byggðar- laginu. Atvinnulífið hefur verið treyst með stækkun fiotans og ýmsar framkvæmdir hafa verið á vegum bæjarins og hins opinbera sem mun bera vitni í framtíðinni um þetta tímabil. Nægir að nefna Dalbæ, heilsugæslustöð, Ráðhús- ið og barnaheimilið. Þó við ætlum ekki að fara að eigna Valdimar alla þessa hluti liggur í hutarins eðli að fingraför hans sem bæjar- stjóra sjást nokkuð víða. I til- efni af þessum tímamótum lögð- um við nokkrar spurningar fyrir Valdimar: Hvernig hefur þér líkað að gegna starfi bœjarstjóra.? Almennt talað er starf bæjar- stjóra skemmtilegt viðfangsefni og þegar ég læt af því nú eftir tæplega níu ár, vil ég segja það, að ég hefði ekki viljað missa af þessu tækifæri. í þessu starfi kynnist maður mörgu og mörg- um þannig að þetta er lærdóms- ríkt. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að vera mjög lengi í svona störfum og kemur þar einkum tvennt til. Annars vegar, að starfið, a.m.k. eins og mér hefur reynst það, er býsna krefjandi. það getur á stundum verið erfitt að ætla sér ákveðinn frítíma og yfirleitt verður fjölskyldan að aðlaga sig eftir því hvað starfið býður. - Hins vegar það að vaninn er harður húsbóndi og ég efast ekki um að menn geti orðið fastir i ákveðnum venjum og um of heimaríkir. Ilvað finnst þér hafa verið ánœgjulegasta viðfangsefnið? Það sem mér hefur fundist ánægjulegast í mínu starfi, er að það býður upp á mjög mikil og fjölbreytt samskipti við annað fólk. Þessi samskipti hafa yfir- leitt verið vinsamleg og ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Dalvíkingum og öðrum sem hlut eiga að máli fyrir skilnings- rík samskipti og vafalaust oft umburðarlyndi, því þaðsegirsig sjálft að ekki eru menn alltaf sammála um ákvarðanir. Af einstökum verkefnum eða framkvæmdum er margt sem mér hefur fundist ánægjulegt að vinna að. Án þess að raða þeim upp í vinsældalista vil ég nefna byggingu heimilis fyrir aldraða. Það var virkilega ánægjulegt að finna þann almenna áhuga, sem var fyrir framkvæmdinni og birst hefur m.a. í þeim mikla stuðningi, sem einstaklingar og félagasamtök hafa veitt Dalbæ. Þá hefur það ekki síður verið ánægjulegt að skynja hve íbúar á Dalbæ eru ánægðir með heimilið og una hag sínum þar vel. Á vissan hátt var farið inn á nýjar brautir hvað varðar fyrirkomu- lag slíkra heimila, sem á margan hátt virðast hafa reynst vel og ég neita því ekki, að það kitlar örlítið hégómagirndina að Dal- víkingar og Svarfdælingar hafa að einhverju leyti orðið öðrum til fyrirmyndar í þessum efnum. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram, að hafnarmann- virki á Dalvík eru lífæð búsetu og hagsældar á staðnum. Jafn- framt því að vera mikilvægt verkefm er það í mínum huga ákaflega skemmtilegt. Það var t.d. mjög gaman að fylgjast með líkantilraunum sem gerðar voru af Dalvíkurhöfn og úrvinnslu þeirra tilrauna þar sem margir lögðust á eitt með að ná sem heppilegastri niðurstöðu. Ýmislegt annað mætti nefna eins og lagningu bundins slit- lags á götur, sem ég held að sé mjög almennur áhugi fyrir. T.d. minnist ég þess varla að húseig- endur hafi verið með afurnag- anda yfir álagningu svonefnds B- gatnagerðargjalds, sem lögð eru á þegar bundið slitlag er sett á viðkomandi götu. Enda hefur töluverður árangur náðst í þess- um málum þó svo að betur megi. Finnst þér hafa orðið breyting- ar á starfi bæjarstjóra á þeim tíma, sem þú hefur gegnt því? Mér verður nú fyrst á að nefna þær miklu breytingar sem urðu á starfsaðstöðu þegar bæjar- skrifstofurnar og tæknideild bæjarins fluttu í Ráðhús Dalvík- ur úr mjög þröngu húsnæði. Raunar hefði ég átt að nefna Ráðhúsið þegar þú spurðir eftir ánægjulegum viðfangsefnum. Það var mikið átak að koma því húsnæði upp og ég man eftir sérbókunum við afgreiðslu fjár- Vegabótasumarið mikla Fábrotin „vígsla“ Árgerðisbrúar Fimmtudaginn 21.október 1982 kl. 2. e.h. gerðist sá stórmerki viðburður í svarfdælskum og eyfirskum samgöngumálum að nýja brúin á Svarfaðardalsá neðan Árgerðis var opnuð almennri umferð. Ekki var um að ræða hátíðlega athöfn þegar starfsmenn Vega- gerðarinnar þeir Sveinn Brynjólfsson verkstjóri og Jón Bjarnason í Hátúni fjarlægðu grindumar, sem áður bægðu umferð inn á gömlu brúna og Fyrsti bíllinn fer yfir brúna. fyrstu bílarnir þustu yfir þá nýju í rigningarsuddanum. Engar bumbur barðar, engir silkiborð- ar klipptir, engir ráðherraræðu- höld né þakkarkvak heima- manna, eins og var fyrir röskri hálfri öld, haustið 1929, þegar þá var vígð nýbyggð brú hjá Árgerði (gamla brúin). Dagbók Tryggva á Hvarfi Tryggvi á Ytra-Hvarfi hélt dagbók langan aldur. Þar segir frá því að 15. október haustið 1929 hafi allt fólk þar á bæ farið ríðandi og með kerruhest niður- eftir til að vera við vígslu brúarinnar hjá Árgerði. Veður var stillt og gott en lítilsháttar frost. Tryggvi áætlar að þarna hafi verið saman komið 400 manns og mikið um dýrðir. Fjármálaráðherra Einar Ama- son á Eyrarlandi lýsti brúna tekna í notkun og dóttir hans Laufey klippti á silkiborða, sem strengdur hafði verið yfir brúna. Sýslumaður Steingrímur Jóns- son „tók við“ þessari miklu samgöngubót fyrir hönd sýslu- búa, en nýkosinn hreppstjóri Svarfaðardalshrepps, Þórarinn Kr. Eldjpm á Tjöm og hrepp- stjóri Árskógsstrandarhrepps, Kristján E. Kristjánsson á Hellu, héldu ræður og þökkuðu fyrir hönd hreppa sinna. Stór veit- ingaskáli hafði verið reistur á árbakkanum, þar sem gestum var veittur góður beini, sem kom sér vel í haustkulinu. Síðan fóru margir gestanna fram að hinum nýja Sundskála Svarf- dæla við Tjarnar-Garðshom, þar sem sundfólk sýndi listir sínar gestum til skemmtunar. A þeim fátæku tímum þóttust menn hafa efni á að gera sér hagsáætlunar þar sem bæjar- fulltrúar töldu að of stór hluti af framkvæmdafé bæjarins færi til þessa verkefnis. I daghyggégað menn sjái almennt ekki eftir því að sameinast var um þessa byggingu. Aðrar breytingar á starfinu eru kannski fyrst og fremst það að starfsemi bæjar- félagsins hefur aukist. Almenn viðhorf hafa leitt til þess að sameiginleg þjónusta hefur ver- ið tekin upp eins og t.d. leik- skóli og aukin þjónusta þykir nú sjálfsagðari en áður var. Þá hef ég í seinni tíð tekið meiri þátt í samstarfi sveitarfélaga út á við, var t.d. formaður Fjórðungs- sambands Norðlendinga á árinu 1980, sem var þónokkurt starf. Annars vil ég nú ekki meina að neinar verulegar breytingar hafi orðið á þessu starfi aðrar en mismunandi verkefni sem unnið er að á hverjum tíma. Nú hefur þú starfað með fjórum bœjarstjórnum og í allt 25 bœjar- fulltrúm. Hefur verið mismun- andi að starfa með þessum bœjar- stjórnum? Þó svo að starfstíminn narti aðeins inn á fjögur kjörtímabil, eins og þú nefndir, er það nú varla mikið meira en nafnið hvað þá sveitarstjórn varðar, sem var við völd þegar ég tók við starfi í ársbyrjun 1974. Sama má raunar segja um núverandi bæjarstjórn sem setið hefur frá því í vor. Helsti munurinn er kannske sá að nú hef ég reynslu af því að starfa með eða réttara sagt fyrir bæjarstjórnir og því dagamun, þegar tilefnið var stórt. Hvað um það, þarna stendur brúin há, breið en ekki bein, því á henni er ljómandi falleg beygja og samsvarandi halli á dekkinu til þess að bílar fjúki ekki upp af henni og hafni í ánni. Gangstétt er á suðurjaðri og sterkleg handrið setja svip á mannvirkið. Neðan í henni liggur rafstrengur í stokk og þangað fer líka senn síminn og e.t.v. lika heita vatnið síðar meir. Sem sagt stórkostleg sam- göngubót, sem vonandi mun lengi standa. Vegabætur Nú víkur sögunni að vega- framkvæmdum ársins hér í sveit. Þær eru einnig miklar og merkilegar. 1 fyrsta lagi hefur verið gerður nýr og fullkominn vegur á Ólafsfjarðarvegi, nr. 82, frá Hrísum, yfir tjörnina og Höfðann að brúnni og síðan vestanmegin frá brúnni alla leið inn í Dalvíkurbæ. Þessir vegar- kaflar hafa verið lagðir olíumöl að undanskildum stuttum spott- um næst brúnni, sem ekki verður frá gengið fyrr en næsta vor. Þá hefur verið byggður upp og frágenginn kafli á vegi 805, Svarfaðardalsvegi, frá vegamót- um við Árgerði og fram undir Holtsá. Ennfremur kafli á vegi nr. 807, Skíðadalsvegi, frá vega- mótum við Hrísa fram að meiri möguleika á að gera mér í hugarlund samstarf við bæjar- fulltrúa. Ég tel ekki rétt af mér að fara í neinn samanburð á mönnum eða sveitarstjórnum sem ég hef starfað með. Almennt hafa menn verið sam- starfsfúsir og lagst á eitt um framfaramál bæjarins, enda held ég að árangur verði betri eftir því sem samvinna í bæjarstjórnum er meiri og ég undirstrika það sérstaklega að stefnumörkun í málefnum bæj- arfélags þarf að vera tekin með góðri vitund um vilja íbúanna. Auðvitað hefur mér fallið betur að vinna með einum en öðrum, en ég vona líka að mér hafi tekist að virða öll sjónarmið þó svo að þau hafi ekki fallið að mínum. Og að lokum, hvað tekur svo við hjá þér þegar þú hœttir? Eins og kannske mátti ráða af svörum mínum fyrr í þessu viðtali, tók ég þá ákvörðun að hætta í þessu starfi vegna þess að mér fannst tími til kominn, en ekki vegna þess að ég hefði ráðið mig til annarra starfa. Þann 1. nóv. n.k. læt ég af starfi bæjar- stjóra og óska viðtakanda mín- um Stefáni Jóni Bjarnasyni vel- farnaðar í starfinu. Fyrst um sinn eða til áramóta verð ég í starfi á skrifstofum Dalvíkur- bæjar. Margir hafa spurt mig þessarar spurningar og svo ólík- legt sem það kann að virðast þá er ekki ákveðið, hvað þá tekur við. Skáldalæk og lengra. Þetta allt er mikið mál fyrir Svarfdælinga, sem geta nú vænst þess að festast til muna sjaldnar í snjósköflum á þessum leiðum framvegis en hingað til. Það er allra manna mál að þessar samgöngubætur séu stór- kostlegt framfaraskref og létti lífsbaráttuna hér um slóðir til mikilla muna. Nú er aðeins eftir ca. 6 km kafli milli Hálsár og Þorvalds- dalsár af gamla, frumstæða veginum milli Dalvíkur og Akureyrar. Sá kafli verður væntanlega fullgerður á næstu 2 árum. Framhald á bls. 2.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.