Norðurslóð - 25.10.1983, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 25.10.1983, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær á förum 7. árgangur Þriðjudagur 25. október 1983 8. tölublað Aðalsteinn og Fríða með Gunnar Stein. Aðalsteinn Gottskálksson „Hlutdeild frystingar í afla verður að aukast“ í byrjun nóvember hættir Aðal- steinn Gottskálksson störfum hjá Frystihúsi KEA á Dalvík. Aðal- steinn hefur starfað hjá Frysti- húsinu rúm 6 ár og hefur verið frystihússtjóri í tæp 4 ár. Aðalsteinn flytur með íjölskyldu sína til Reykjavíkur. Auðvitað er eftirsjá þegar gott fólk flytur af staðnum og að sjáifsögðu fylgja þeim góðar óskir á nýjar slóðir. Norðurslóð hitti Aðalstein að máli í tilefni af þessum tíma- mótum hjá honum. Hvað ertþú aðfara aðgera?Er eirthver sérstök ástæða tilþess að þú breytir um starfsvettvang? Það starf sem ég hyggst taka mér fyrir hendur mætti kalla vöruþróun þ.e.a.s. ég mun starfa hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins og vinna við fram- leiðslu og tækniþróun fyrir sambandsfrystihúsin. Það er engin ein ástæða fyrir því að við förum héðan núna, heldur valda því margir sam- liggjandi þættir. Ein er t.d. hræðslan við að staðna í starfi. Hvenœr komstu til Dalvíkur? Við komum hingað til Dal- víkur viku á eftir togaranum Björgúlfi eða nánar tiltekið í apríl 1977. Svo ég kynntist aldrei rekstri Frystihússins með einum togara. Ég réði mig hingað sem verkstjóri í vinnslu- sal, og til að sjá^um framleiðslu- útreikninga. Aður hafði ég starfað hjá Sjávarafurðardeild S.Í.S. Frááramótum 1980hefég svo starfað sem frystihússtjóri. Ég tók við því embætti, eins og öllum hér er kunnugt, af Árna Oskarssyni, en við Árni höfðum átt ágætt samstarf frá upphafi. Hvað hefur breyst hjá Frysti- húsinu frá því þú komst til dagsins í dag? Sem betur fer hefur margt breyst og vonandi til batnaðgr og framdráttar frystihúsinu. Ég held að við höfum á einhvern hátt breytt öllum vinnusvæðum. Að mínu mati var mikilvægasta breytingin tilfærsla flökunar- véla á neðri hæð. Með því varð vinnuaðstaða við snyrtingu og pökkun miklu betri oghljóðlát- ari. Eins held ég að tilkoma laus- frystis eða stykkjafrystingar, ásamt formflakavinnslu komi til með að styrkja reksturinn, svo eitthvað sé nefnt. Ég held í dag að búið sé að fullnýta hvern fermetra og kannski meira en það, enda eru þrengsli þegar farin að segja til sín. Næsta skref tel ég að sé stækkun frysti- hússins, en bæði teikningar og hugmyndir um skipulag liggja nú fyrir. Hlutdeild frystingar í afla verður að aukast. Fyrstu 9 mánuði þesssa árs er hlutdeild frystingar 66% en var 57% á sama tíma í fyrra. Aukin frysting mun bæði skapa fleiri atvinnutækifæri og hagkvæmari rekstur. Hvernig finnst þér sjávar- útvegur hafa þróast á Dalvík þann tíma sem þú hefur verið hér? Ég er nú kannski ekki dómbær á það en mín skoðun er, að í fyrsta lagi hafi það verið mikil mistök að hætta rækjuvinnslu, því Dalvík var þekkt fyrir góða rækju. Það hefði átt að leita annarra leiða. Eins hefur mér fundist varhugaverð sú öra uppbygging í kringum saltfisk- og skreiðaverkun hér, sem minnir mann helst á gullgrafar- ævintýrin. Margar litlar eining- ar, allar á sama sviði framkalla í heild offjárfestingu. Þess vegna vara ég nú, þegar á bjátar í saltfisk- og skreiðarverkun við svipaðri þróun í frystingu þ.e. litlum og vanmáttugum eining- um. Nauðsynlegar fjárfestingar til frystingar eru dýrar og ófullkomin tæki geta eyðilagt rekstrargrundvöll. Ég hef áður sagt að aukin hlutdeild fryst- ingar sé nauðsyn bæði fyrir frystihúsið og ekki síður fyrir Dalvík í heild. Árið 1982 kom á land 11.644 tonn af þorski á Dalvík eða mest allra hafna á Norðurlandi. T.d. kom aðeins 10.740 tonn á land á Akureyri. En minnst var fryst af þessum afla á Dalvík eða aðeins um 11% á meðan yfirleitt var fryst á nágrannahöfnum um 60%. Þessu verðum við að breyta. Minn draumur hefur alltaf verið sá að á Dalvík væri frystihús a.m.k. að stærð á við Éiskiðjusamlag Húsavíkur. Hver er staða sjávarútvegs á Dalvík í dag, að þínu mati? Staða sjávarútvegs á Dalvík og á landinu í heild er því miður ekki góð. Minnkandi afli, minni hlutdeild þorsks, tap á útgerð og saltfiskverkun og greiðslutafir á skreið valda því eins og líklega öllum er kunnugt. Frysting er og hefur alltaf verið með Jón Stefánsson. Góðar gjafír til æskulýðsstarfsins Jón Stefánsson frá Brúarlandi, fyrrverandi hreppstjóri á Dal- vík, gaf nýlega góðar gjafir til æskulýðsstarfsins. Gjafirnar eru hugsaðar til eflingar skákíþrótt- inni á Dalvík, enda hefur Jón verið einn helsti skákáhuga- maður bæjarins um langan aldur. Gjafirnar eru 10 manntöfl, farandverðlaunabikar og 3 verðlaunapeningar, gerðabók og reglugerð fyrir unglinga- skákmót. Hjá æskulýðsfulltrúa fékk blaðið þær upplýsingar að haldnar væru skákæfingar í Bergþórshvoli á mánudags- kvöldum þennan mánuð og síðan yrði haldið skákmót ein- hverntímann í nóvember. Rúnar Búason teflir fjöltefli. Til kaupenda Vetur er genginn í garð með magt og miklu veldi og: Stwian/aga brott er bliöa/burt Jló Juglinn suðurs til. Nú er hnipin Jjólan fríða/J'ögur sóley, tímar líða. Fölnað skrautið fjallahlíða. Frost er úti, heyrið vetrarbyl. Svo kvað sr. Tómas Hallgrímsson á Völlum eitthvert sinn um þetta leyti árs fyrir einni öld síðan. En Norðurslóð heldur áfram göngu sinni hvað sem líður frosti og vetrarbyljum og ætlar sér ákveðið að lifa af veturinn. Blaðið þakkar skilvísum kaupendum, sem eru mikiil meiri- hluti þeirra sem fá það sent. Én svo er það dálítill minnihluti sem gleymt hefur að senda árgjaldið fyrir þetta ár. Og svo pínulítill minni-minnihluti, sem gleymt hefur að borga lengur og jafnvel allt frá upphafi. Við erum nú þolinmæðin holdi klædd, en samt höfum við hugsað okkurað hreinsa svolítið til í spjaldskránni áður en næsta blað verðursent út. Nei, þetta er ekki hótun, bara sagt frá væntanlegri hreingerningu, sem hefur verið trössuð helst til lengi. Að svo mæltu sendum við öllum lesendum okkar bestu vetrar kveðjur með þökk fyrir sumarið. Ritstj. og umsjónarm. minnstu afkomusveifluna. í dag stendur frysting best, þó er mikill munur á vinnslu svo- kallaðra skraptegunda og þorsk- vinnslu. Ég mundi segja að þorskvinnsla standi vel en erfitt sé t.d. í vinnslu karfa. Stöðugt gengi eins og er í dag getur valdið því að menn vakni upp við vondan draum áður en langt um líður. Áður var gengissig látið mæta birgðakostnaði en í dag leggst birgðakostnaður á fyrirtækin með fullum þunga. Við hjá sambandshúsunum höf- um þó verið heppnir að því leyti að birgðastaðan hefur verið eðli- leg enn sem komið er. Þar sem Dalvík byggir of mikið á saltfisk- og skreiðarverkun kemur hin bága staða þessara vinnslu- greina til með að koma illa við Dalvík. Útgerð hér eins og annars staðar á mjög erfitt upp- dráttar. Sú mikla umræða sem er í gangi í bænum í dag varðandi atvinnumál verður vonandi til þess að menn sjá nauðsyn á að vera a.m.k. með eitt öflugt fiskvinnslufyrirtæki og jafnvel eina útgerðarsam- steypu á móti. Allavega finnst mér varhugaverð sú þróun sem felst í auknum siglingum með óunninn afla bæði hér og annarstaðar, það hlýtur að hafa verið markmið með togarakaup- um að skapa með því atvinnu í landi. Ég hef alltaf verið andvígur siglingum enda veit ég að þessar sölur erlendis eru í beinni samkeppni við unnar afurðir frá okkur íslendingum. Hvert stefnir í þróun sjávar- útvegs almennt séð, og hvernig snertir sú þróun Dalvík? Það er alltaf erfitt að spá um framtíðina. Ég hef alltaf verið mikil áhugamaður um eflingu sjávarútvegs og tel þar marga ónýtta möguleika. Við íslend- ingar verðum að hætta að vera hráefnisútflytjendur og líta á hafið sem óþrjótandi auðlind. Nú höfum við kynnst samdrætti og það ætti að kenna okkur að nýta og halda betur utan um það sem við höfum. Það getum við gert með því að auka gæðin og fullvinna hráefnið meira. Þannig getum við aukið útflutnings- verðmætið og þá um leið þjóðar- hag. Þróunin verður að vera í aukna verðmætasköpun. Við verðum að samhæfa vinnslu og veiðar betur. Stytta útivistar- tíma og vinnslubið í landi. Efla allt sem heitir vöruþróun og reyna á allan hátt að styrkja markaðsstöðu okkar erlendis. Mér tekst vonandi að leggja Framhald á bls. 3.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.