Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 7
Anna Arnfríður Stefánsdóttir F. 1. des. 1909, d. 29. jan. 1985 Minning Enn hefur brostið hlekkur í keðjunni sterku, sem tengir saman ættmenn og vini. Enn hefur stórt skarð verið brotið í frændgarðinn Anna er dáin. Hún frænka mín, sem frá fyrstu bernsku minni hefur verið í sjónmáli. Oft greiddi hún götu mínaáeinn ogannan hátt og margar kærar minning- ar tengjast henni. Stutt var milli bernsku- heimilanna. Faðir minn bjó með fjölskyldu sinni á Brautar- hóli í Svarfaðardal. En á næsta bæ, í Gröf, bjó systir hans og mágur, foreldrar Önnu. Túnin lágu saman og vináttan var óvenju traust. Mörgverk voru unnin í félagi, og börnin voru eins og einn systkinahópur. í bernsku fannst mér heimili mitt vera á báðum bæjunum, enda nefndi ég föðursystur mína mömmu í Gröf. Þessa samstöðu og kærleika fengu börnin í arf, Anna þó líklega öðrum fremur. Hún barsterkt svipmót ættar sinnar og upp- runa. En auk þess tók hún og eiginmaður hennar við búsfor- ráðum í Gröf af foreldrum hennar. Hún var því lengi á næstu grösum við okkur á Brautarhóli. Þegar ég var 18 ára að aldri var ég eitt sumar hjá þeim hjónum. Síðar, er þau voru nýflutt í Böggvisstaði við Dalvík, bjó ég á heimilinu heilan vetur. Og enn seinna var ég næstum daglegur gestur þeirra, er ég árlangt var við störf á Dalvík. Heimilið og heimilishættir þekkti ég því vel og á margar indælar minningar þaðan. Anna var greind, fróð, skemmtileg og mjög trygglynd en þó dul á eigin tilfinningar. Hún hafði til að bera mikinn persónuleika en var jafnframt hlý og elskuleg. Ég vissi vel, að skap hennar var talsvert, eins og hún átti ætt til, en þess varð aldrei vart. Hún var alltaf í jafnvægi, róleg og traust. Heimilið var stórt, þar sem börnin urðu 9 talsins. Þar að auki tóku þau hjónin að sér einstæðinga og gamalmenni, sem voru á vegum þeirra til endadægurs. Hús þeirra var ætíð opið gestum og gangandi. Oft líktist það mest hóteli, þegar nætur- og dvalargestir komu þangað úr ýmsum áttum. Allir fundu, að þeir voru velkomnir. Glaðværð og gest- risni húsráðenda laðaði fólk líka að. Húsmóðirin á þessu stóra heimili átti því oft annríkt. Þrátt fyrir það gaf hún sértíma til að hafa í heiðri þá gamal- grónu íslensku menningu, sem kvöldvökurnar á sveitaheimil- um voru löngum. Anna var mjög góður upplesari. Enda dró hún að sér bæði gesti og heimafólk, þegar hún á vetrar- kvöldum tók sér bók í hönd og las upphátt fyrir þá, sem hlusta vildu. Ég man vel, hve ég flýtti mér að ganga l'rá stílum og heimaverkefnum nemenda minna til að geta farið niður og hlustað á Önnu lesa. Oft var um merk skáldrit að ræða, sem urðu enn áhrifameiri, þegar hún flutti þau. Meðan hún þannig skemmti okkur öllum, gleymdi húsmóðirin og móðir- in ekki öðrum hlutverkum sínum. Þó að hún væri að lesa, gengu prjónarnir ótt og títt í höndum hennar, svo að sokk- urinn eða vettlingurinn á lítinn fót eða hönd lengdist óðum. Önnu og systkinum hennar var átthagatryggð í blóð borin. Þau settust öll að á heimaslóð- um. Það hafa flest börn hennar gert líka. Þegar ég á síðari árum hef komið eins og farfugl norður á bernskustöðvarnar, hef ég orðið vitni að því, að enn var oft fjölmenni á heimili þeirra hjóna. Samstaða er mikil meðal barna, tengda- barna og barnabarna, og enn virtist mér móðirin, tengda- móðirin og amman vera mið- punktur hópsins. Þannig hafa vinsældir þeirra hjónannaætíð verið hinar sömu, hvar sem þau hafa búið. Anna fæddist að Völlum í Svarfaðardal 1. desember 1909. Foreidrar hennar voru hjónin Filippía Sigurjónsdóttir frá Gröf og Stefán Arngrímsson frá Þorsteinsstöðum. Voru þau bæði svarfdælskrar ættar að langfeðgatali. Árið 1911 íluttu þau með Önnu að Þorsteinsstöðum, þar sem þau stunduðu búskap á hluta jarðarinnar í 2 ár uns þau fluttu að Gröf vorið 1913. Þar andaðist Stefán vorið 1945. En móðirin var á heimili Önnu allt til æviloka haustið 1958. 29. apríl 1934 giftist Anna frænda okkar beggja, Jóni Jónssyni, sem þá var skóla- stjóri gagnfræðaskólans á Siglufirði. Fyrstu 2 hjóna- bandsárin áttu þau heima á Völlum en fluttu að Gröf vorið 1936 og tóku við búsforráðum þar. Á vetrum þurfti Jón að sinna skólastjórastörfum sínum á Siglufirði. Hvíldi þá umsjá bús og barna á eiginkonunni. En frænka hennar og foreldrar réttu hjálparhönd og sáu alveg um búskapinn einn vetur, meðan Anna dvaldi á Siglu- firði hjá manni sínum. Að lokum fór svo, að Jón sagði upp skólastjórastöðu sinni. Þegar börnunum fjölgaði, varð Gröf of lítil jörð til að framfleyta svo stórri fjölskyldu. Þá fluttu þau öll að Böggvis- stöðum við Dalvík. En jafn- framt búskapnum kenndi Jón við Dalvíkurskóla. Því hélt hann áfram, er leiðin lá síðar til Dalvíkur. En auk kennsl- unnar gengdi Jón ýmsum öðrum opinberum störfum. Á Völlum fæddust þeim synirnir Stefán og Gunnar. Stefán er búsettur á Dalvík, en Gunnar er bóndi á Brekku í Svarfaðardal. í Gröf fæddust börnin Jón Anton, Helgi, Filippía, Gerður og Kristján Tryggvi. Þau búa öll á Dalvík, nema Kristján, sem flutti til Reykjavíkur vorið 1984. Yngstu dæturnar Svanfríður og Hanna Soffía eru fæddar á Böggvisstöðum og eru báðar búsettar á Dalvík. Börnin eru öll gift og eiga afkomendur. Hópurinn þeirra Önnu og Jóns er því orðinn stór. En hann var þeim líka til gleði, því að allt er þetta dugnaðar- og mannkostafólk. Hin síðari ár átti Anna við heilsubrest að stríða. Einnig því tók hún með jaf'naðargeði og var alltaf glaðleg og hress í tali. Börnin hafa reynst fóreldr- unum vel eins og Jón og Anna reyndust foreldrum hennar. Það er huggun harmi gegn, að Jón á marga og góða að, þegar hann er nú einn í íbúð þeirra á heimili aldraðra að Dalbæ á Dalvík, mjög farinn að líkamskröftum. Ég er þess Minning Þann 29. janúar s.l. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, Anna Stefánsdóttir Dal- vík, síðast til heimilis á vist- heimilinu Dalbæ. Anna á Böggvisstöðum, eins og hún var kölluð þegar ég fyrst kynntist henni, var fædd I. desember 1909. Þegar ég fluttist í Svarf’aðar- dal 1950, hafði Kvenfélagið Tilraun starfað hér frá árinu 1915. í því voru konur bæði frá Dalvík og úr Svarfaðardál. Ekki leið langur tími þar til ég gekk í þetta kvenfélag. Þá var ein af stjórnarkonunum, Anna Stefánsdóttir húsfreyja á Böggvisstöðum. Með henni átti ég eftir að starfa í langan tíma, bæði í Kvenfélaginu Tilraun og í Sambandi eyfirskra kvenna, en þar var hún ritari í mörg ár. Laust fyrir 1960 urðu þær breytingar á Kvenfélaginu Til- raun, að því var skift í tvö félög, Dalvíkurkonur nefndu sitt félag Vöku, en sveitakon- urnar héldu upprunalegu nafni fullviss, að minningamar mörgu og hlýju frá meira en 50 ára farsælli sambúð eiga líka eftir að vcrma hann á ókomnum dögum. En missirinn er mikill, það veit ég vel. Svo vill löngum verða hjá þeim, sem mikið hafa átt. Símtölin mín við Önnu frænku mína verða ekki íleiri. Ég harma það að geta ekki farið norður að útför hennar og kvatt hana þannig í hinsta sinn. En með þessum f'átæk- legu orðum langar mig að þakka einlæga vináttu hennar og tryggð við foreldra mína og alla fjölskylduna frá Brautar- hóli. Mig langar líka að þakka þann kærleika, sem þau hjónin auðsýndu eiginmanni mínum, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Hann mat bæði Önnu og Jón að verðleikum. Að lokum bið ég Guð að styrkja ykkur öll, sem nú eruð harmi slegin. Guð blessi þig, Jón minn, og ástvinina þína. Þið eigið öll dýrmætan arl í minningunni um elskulega, góða og mikilhæfa konu. Lilja S. Kristjánsdóttir. á sínu félagi, og heitir það enn í dag Kvenfélagið Tilraun. Anna kaus að vera áfram í sveitakvenfélaginu, enda þótt hún um sama leyti flyttist frá Böggvisstöðum til Dalvíkur. Anna var sönn félagsmála- kona greind, hóvær og tillögu- góð. Hún ávann sér traust og virðingu þeirra sem henni kynntust. Hún var í kvenf'élag- inu frá árinu 1939 til dauða- dags, og var alla tíð virkur félagi. í stjórn var hún lOárfrá 1950-1960. Það er hverjum manni gæfa að kynnast góðu fólki, og ekki síður er það hverjum f'élags- skap gæfa að eiga góða liðs- menn. Anna var ein af þessum tryggu ogtraustu liðsmönnum, sem vildi veg síns félags sem mestan og bestan. Persónulega þakka ég Önnu samfylgdina, gömul og góð kynni, og fyrir hönd Kven- félagsins Tilraunar og Sam- bands eyf. kvenna leyf'i ég mér að þakka Önnu hennar mikils- verða framlag í þágu þessara samtaka. Sigríður Hafstað Tjörn Ekki nýjar hernaðarframkvæmdir Framh. af bls. 2 Hrísum. Vil ég færa þeim bestu þakkir fyrir þær, og reyna nú að koma þeim á framfæri: Grásteinn á Hamri: Hann er auðvitað vestan við hús hita- veitunnar, en ekki norðan við þau. Að sögn Guðmundar hitaveitustjóra, er hann ekki á því landi sem Hitaveita Dalvík- ur hefur ráð yfir eða umsjón með, og er hún ekki völd að því jarðraski sem er við steininn. Biðst ég afsökunar á því að hafa Hitaveituna fyrir rangri sök. Að sögn Yngva er steinninn samt ótvírætt í Hamarslandi, ogekki á neinum merkjum. Mun það vera annar Grásteinn, sem er á merkjum Hamars og Skálda- lækjar, töluvert sunnar. Alfhóll á Hrísum. Guðmund- ur telur að Hitaveitan hafi tekiö lítið efni úr hólnum, en Vega- gerðin og Dalvíkurbær hafi verið drýgstu notendurnir. Að sögn Yngva hófst malartaka þar um eða upp úr 1930, þegar vegur var fyrst lagðurum Hrísa- móana, en fram á síðustu ár var þetta aðeins lítil gryfja. Hann kannast ekki við, að nein sérstök trú hafi verið á hólnum. Beinhóll, segir Yngvi að sé nokkru ofar (austar) á Móunum, þar sem nú er sumarbústaður- inn. Naf'nið bendir til að þar hafi fundist bein, ogeinhvern orðróm hafði Yngvi heyrt þaraðlútandi. Mun það vera sá hóll, sem Þorsteinn Þorkelsson fræði- maður nefnir Beini, í sögu sinni um Ingólfshöfða, er birtist í Grímu (3. hefti), og segir vera á flatanum milli Hamars og Hrísa. Ekki mun hóll þessi vera bendlaður við huldufólk, en Þorsteinn segir að þar sé forn- maður grafinn. Borgirnar á Hamri, segist Yngvi hafa heyrt, að væru huldufólksbústaður, enda er það sennilegt. Er þá líklega komin skýring á því hver sé eigandi að álagablettinum í Beitarhúsamónum, því ekki er langt þar á milli. Borgirnar eru jökulskúraðir klettahraukar, sunnan og ofan við túnið á Hamri, þar sem hæðin (Hamar- inn?) er einna hæst. Heitir sú hæsta Háaborg. „Uppi á henni eru tóftarbrot sem kallast Litla- sel.“ segir Jóhannes Óli í Örnefnaskránni. „Ofar er Mið- borg, og sunnan við hana Hamarsstekkur. Efstaborg er ofar og austar, eigi langt frá Hálsánni." Loks eru í greininni nokkrar prentvillur, en þær eru á ábyrgð ritstjóra og sé ég ekki ástæðu til að eltast við þær hér. H.Hall. Eftirfarandi fréttatilkynning barst Norðurslóð nýlega. Hún varðar fyrirhugaða uppsetningu radarstöðva á Norður og Vestur- landi, sem mjög eru nú í umræðum. Við birtum þessa „bænaskrá“ fúslega þar eð efni hennar er í samræmi við skoðun blaðstjórn- ar og örugglega mjög margra lesenda Norðurslóðar á þessu máli. Jafnframt skal vakin sérstök athygli á því að Dagblaðið/Vísir gerði nýlega könnun á afstöðu Islendinga til málsins. Niður- staðan kom mörgum á óvart, en hún var á þá leið að ríflega helmingur spurðra Iýstu sig andvíga uppsetningu radarstöðva í samvinnu við hernaðaraðila. I skoðanakönnunum hefur hins- vegar oftar en einu sinni komið fram að mikill meirihluti þjóðar- innar, allt að 75-80%, álítur að ísland eigi að halda áfram þátttöku í Norður-Atlandshafs- bandalaginu, NATO. Margir gera sem sé mun á núverandi stöðu okkar þar oe hinsvegar aukningu framkvæmda sem tengjast hernaði. Ritstj. Forsætisráðherra íslands, Steingrími Hermannssyni, hefur verið afhent eftirfarandi bæna- skrá, undirrituð af 107 íbúum við Þistilfjörð: „Samviska okkar, sem ritum nöfn okkar á þessa bænaskrá, neyðir okkur til að mótmæla hugmyndum um byggingu rat- sjárstöðvar á Langanesi vegna þess m.a. að við erum þeirrar skoðunar að þær auki á þá víg- væðingu þjóðanna sem stefnir jarðarbyggð í geigvænlega hættu. Við álítum að voðinn felist ekki einungis í beitingu víg- búnaðarins, heldur ali tilvist hans jafnframt á tortryggni, ótta og hatri, og við óttumst að fjárfestingar í umræddum stöðvum hér á landi kalli á fjárfrekar mótframkvæmdir annars staðar. Slíka sjálfsvirkni síaukins vígbúnaðar ber að stöðva. Því verða góðviljaðir menn nú að einsetja sér að snúa farnaði veraldar af þessari braut. Við getum ekki varið fyrir samvisku okkar að frekara fjármagni verði varið til víg- búnaðar meðan sultur og van- næringarsjúkdómar hrjá hálft mannkynið. Jafnframt óttumst við að bygging þessara umræddu stöðvar geri heimabyggð okkar að skotmarki í hugsanlegum hernaðarátökum. En hvað viðvíkur öryggi íslenskra loft- og sæfarenda, sem að hefur verið vikið í þessu sambandi, þá teljum við að okkur beri að tryggja það sjálf. Við berum því fram þá bæn við ríkisstjórn íslands, að hún leyfi ekki uppsetningu um- ræddrar ratsjárstöðvar á Langa- nesi, eða annars staðar á landinu.” Jóhannes Sigfússon Ágúst Guðröðarson Kristján Karlsson Stefán Jónsson NORÐURSLÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.