Norðurslóð - 23.02.1988, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 23.02.1988, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Bréf tfl blaðsins Það er alltaf gaman að fá Norðurslóð, að fá lesefni beint „að heiman“. Ég er mjög ánægð með það, hvað búið er að hressa upp á Sundskálann blessaðan. Það er alveg sér- stakt band sem tengir mig við hann og nú langar mig til þess að segja söguna af því. Við unglingarnir á austurkjálk- anum í kringum Velli vorum ákaflega samhent og vildum láta gott af okkur leiða. Við vorum mörg okkar í Ungmannafélagi Svarfdæla en okkur fannst það ekki nægilega nærtækt fyrir okk- ur að láta að okkur kveða, svo við stofnuðum sjálf félag, sem hét ungmennafélagið Æskan. Við gáfum út handdskrifað blað, sem fékk það rómantíska nafn Roðinn. f>að er leiðinlegt að það skuli hvergi finnast, það væri þó gaman að lesa það nú, þegar við sem rituðum í það erum orðin aldurhnigin, og sum ekki lengur hér meðal okkar í þessu jarðlífi. Við höfðum málfundi, æfðum okkur í ræðumennsku, sömdum leikrit og sýndum þau á „sviði“. Það er að segja í stofum og bað- stofum heimilanna. Það kom að því að þetta fréttist og við vorum beðin að leika á barnaskemmtun í skólanum á Grund. Það þótti takast svo vel að þegar því var lokið stóð upp einn virðulegur bóndi, Vilhjálmur á Bakka, og þakkaði fyrir hönd viðstaddra. Þótti okkur það nokkur virðing- arauki. Hann fór mörgum fögr- um orðum um þetta framtak okkar. Þetta gaf okkur byr undir báða vængi. „Leikritaskáldið“ tók sig til og endurskapaði leikritið, bætti við og breytti því, „lengi getur gott batnað". Nú var funcfur haldinn með pomp og prakt og ráðum ráðið. Útkoma hans var á þá leið að fá Ung- mennafélagshúsið á Dalvík, sem þá var í uppbyggingu, líklega komin langt á leið, og hafa þar stórsamkomu til ágóða fyrir sundskálann. Nú var sett á fullt, sólarhring- urinn hrökk tæplega til undirbún- ings. Við urðum að einni sál og einum huga. Allir hétu að gera sitt besta. Stundin rann upp með tilhlökkun og kvíða. Allt fór eftir áætlun. Gísli bróðir minn flutti erindi um mannlífið. Unnur á Völlum söng einsöng. Rödd hennar var bæði fögur og hlý. Undirrituð las frumsamin ljóð. Svo var rúsínan í pilsuendanum, - Minningabrot leikurinn, sem tókst mjög vel. Húsið var troðfullt og allir ánægðir. Ég minnist þess að Ráð- hildur á Hrappstöðum sagði um leið og hún þakkaði okkur. „Þetta er besta skemmtun sem ég hefi verið á síðan ég flutti í sveit- ina.“ Nokkrir voru þeir sem bjuggust ekki við miklu og sátu því heima, en báðu seinna um að skemmtunin yrði endurtekin þeg- ar þeir fréttu um árangurinn. Við þorðum ekki að verða við þessari bón bjuggumst e.t.v. við að okk- ur tækist ekki eins vel upp í ann- að sinn. Leikritið hét Takmark- inu náð. Þegar ég les það nú yfir undrar mig hvað óvanir leikarar gátu gert úr efninu. „Viljinn dregur hálft hlass.“ Það sannaðist þarna. Eftir skemmtiatriðinj skemmti fólkið sér við dans fram til 2 um nóttina. Þá áttum við eft- ir að gera húsið hreint, urðum við því að bíða morguns, en hvergi höfðum við vísan gististað. Þá var ekki um annað að gera en að reyna að hreiðra um sig uppi á háalofti. Þar fundum við nokkra strigapoka og reyndum að vefja þeim utanum okkur. Ekki varð víst mikið um svefn vegna kulda, en nóttin leið. Þegar fór að birta þvoðum við gólfið og skiluðum húsinu jafn hreinu og við tókum við því, lyklar voru afhentir og haldið heint á leið. Þar biðu okk- ar hlý rúm og ánægðir aðstand- endur, að fá okkur heim eftir vel heppnað skemmtikvöld. Því mið- ur man ég ekki hvað ágóðinn var mikill en hann fór allur til sund- skálans. Til þess að styrkja það málefni var leikurinn gerður. Mig minnir að hann sé fyrsti yfir- byggði sundskálinn á landinu. Kæru sveitungar þökk fyrir að þið hafið gefið honum nýtt og frítt andlit, endurhæft hann með tilliti til framtíðarinnar. Góðar stundir. Filippía Kristjánsdóttir. Blaðið þakkar skemmtileg til- skrif. Eru ekki einhverjir lesend- ur Norðursióðar, sem muna eftir þessari skemmtun eða öðru sem tengist skálabyggingunni? Gam- an væri að heyra frá þeim. Ritstj. Öskudagur á Dalvík. Tunnukóngur hylltur. Öskudagsbörn. Lj'ósmyndir: SH SUMARFRÍIÐ «8 Kyrmingarbæklingur með ítarlegum upplýsingum um fjölbreytt ferðaval. Nýir staðir - Nýir möguleikar. Frítt innanlandsflug ef staðfest er fyrir 15. mars. Við bjóðum alhliða þjónustu, hvort sem ferðast er til útlanda eða innanlands, í viðskipta- eða einkaerindum. Upplýsingar hjá mnboðsmanni. Rögnvaldur Friðbjömsson, Dalbraut 8, Guðríður Ólafsdóttir, Dalbraut 8, símar 61415 & 61200. Umboðið á Dahilc. Samvinnuferdir - Landsýn Raðhúsaíbúðir við Reynihóla Höfum til sölu raðhúsaíbúðir með bílskur, sem fyrirhugað er að byggja í sumar. Allar nánari upplýsingar í símum 61250 og 61888. TRÉVERK HF. Dalvík. Starfsmann vantar til ræstinga í Bókasafni Dalvíkur. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. BÆJARRITARINN DALVÍK. Dalbær heimili aldraðra Frá Dalbæ, heimili aldraðra, Dalvík. Starf forstöðumanns er laust til umsóknar. Umsóknarfrest- ur er til 31. mars nk Miðað er við að umsækjandi geti haf- ið störf um miðjan júní. Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður Dalbæjar í símum 96-61379 og 96-61378. Dalb< heimili aldraðra Frá Dalbæ, heimili aldraðra Dalvík Starfsfólk vantar í eftirtaldar stöður: Hjúkrunarfræðing í hálfa stöðu frá 1. apríl, 2 stöður sjúkra- liða sem eru lausar í maí og júní. Einnig vantar hjúkrunar- fræðing til að leysa hjúkrunarforstjóra af í sumarleyfi og sjúkraliða til sumarafleysinga. Nánari upplýsingur gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96- 61378. Kostabók 1. kostur: Innstæða alltaf laus. 2. kostur: Vextir eru 36,3% eða hærri, ef verðtrygging reynist betri. 3. kostur: Vextir færast tvisvar á ári. 4. kostur: Leiðréttingavextir af úttekt eru aðeins 0,7%. 5. kostur: Leyfðar eru tvær úttektir á ári án vaxtaskerðingar. A síðasta ári voru vextir á KOSTAJ3ÓK 27%. KOSTA BÓK cr góður hostiir. INNLÁNSDEILD Ú.KE. Dalvík

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.