Norðurslóð - 26.04.1988, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 26.04.1988, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Minning: Jóhann B. Jónsson frá Dalvík Fæddur 13. júlí 1914 - Dáinn 29. febrúar 1988 I mimimgu Jóhanns B. Jónssonar Til pabba Hiklaust lagðir þú í'ann alvanur akstri í snjó í annarri atrennu lét skaflinn undan i jjt Wji;; :W: leiðin var greið W- ' og þú hélst áfram. ÆL úl J j - ijjjjf Ferðinni heitið inn í eilífðina. ,ií-n Þuríður Jóhannsdóttir. i 1 Lokið góðu ári 1891 Góöur frændi og vinur hefir kvatt. Það er lífsins gangur eins og gamla fólkið sagði, að kveðja og.fara hurt þegar kallið kemur. Það var kallað á Jóhann með litl- um fyrirvara. Hann var allt sitt líf heilsuhraustur og nú í fyrsta sinn á sjúkrahúsi eina viku til rann- sóknar, var að útskrifast þegar æviskeiði lauk. Jóhann Björgvin Jónsson var sonur Puríðar Sigfúsdóttur frá Grund í Svarfaðardal og Jóns Jónssonar frá Göngustöðum í sömu sveit. Hann var Svarfdæl- ingur í húð og hár. fæddur á Selá í Arskógshreppi. en bjó alla sína tíð á Dalvík, fyrst í foreldrahús- um og eftir að hann gekk að eiga sína góðu og greindu konu, Friðriku Óskarsdóttur frá Kóngs- stöðum í Skíðadal, bjuggu þau áfram í Arnarhóli, fyrrum heimili foreldra Jóhanns, og var hann oft við staðinn kenndur og bjó þar til æviloka. Skólaganga hans varð ekki löng, snemma farið að vinna fyrir sér eins og títt var meðal ungs fólks á þeint árum, sem hann var að alast upp. Að lokinni hefðbundinni skólagöngu á Dal- vík fór hann til sjós með frænd- um sínum á staðnum og einnig á vertíðir suður. Hann var bílstjóri um langt árabil og ók mjólkur- bílnum milli Dalvíkur og Akur- eyrar og man ég hann vel frá þessum tíma alltaf glaðan og brosandi og bjóðandi heim, þeg- ar við kæmum út í dal. Síðar gerðist Jóhann húsvörður við Dalvíkurskóla og starfaði þar í rösk 20 ár. f því starfi kynntist hann fjölda fólks og var vcl kunn- ugur í sveit og bæ áður, og ætli þeir séu ekki fáir Dalvíkingar, sem þekkja ekki nafnið Jói í Arn- arhóli? Jóhann hafði mikla ánægju af söng og var í kirkjukórnum frá því að hann var ungur ntaður. Pessi góði frændi var einstaklega Ijúfur maður og greiðvikinn. Aldrei þakkaði ég honum nógu vel fyrir tryggð við föður minn bæði lífs og liðinn, en margar ferðir fór hann í Tjarnarkirkju- garð nteð blóm á leiði móður minnar og síðar þeirra beggja. Greiðvikni hans og elskusemi var honunt í blóð borin og hann minnti oft á móður sína, sem var einstaklega gestrisin og hlý og gleymi ég aldrei fyrstu ferð til hennar. þegar ég var aðeins tíu ára telpa. Ekki hafði ég oft áður mætt slíkri ástúð og umhyggju. Jóhann og Friðrika eignuöust þrjár dætur, sem allar eru vel gerðar og greindar eins og þær eiga kyn til. Elst er Margrét Vallý, f. 1948, fóstra og forstöðu- kona dagheimilis Borgarspítalans sem heitir Birkiborg, þá Þuríður Jóna, fædd 1952, íslenskukennari við Menntaskólann í Hamrahlíð, gift Þórólfi Hafstað, yngst er Val- gerður María, f. 1964, og lýkur hún námi í meinatækni á kom- andi hausti. Jóhann unni dætrum sínum mjög og gladdist yfir hverjum áfanga í lífi þeirra. Þegar afkomendur Sigfúsar Jóns- sonar og Önnu Sigríðar Björns- dóttur frá Grund í Svarfaðardal, móðurforeldra Jóhanns, hittust á Dalvík í byrjun september leið, fagnaði hann gestum innilega og gladdist yfir því, hve margt frændfólk kom norður víða að af landinu. Þá var Itann hress og kátur og hrókur alls fagnaðar og þetta varð ógleymanlegur dagur. Á hringferð um dalinn buöu þau hjónin Friðrika og Jóhann af mikilli rausn þessunt stóra Itópi til kaffidrykkju að Kóngsstöðum, en þaðan er Friðrika eins og áður sagði og þar hafa þau hjónin ásamt systkinum hennar og venslafólki byggt upp og lagfært af natni og þar þótti þeim gott að dvelja, þegar aðstæður leyfðu. Urn kvöldi var samkoma í Vik- urröst þar sem á þriðja hundrað manns var saman komið, frænd- fólk. makar og börn. Ég held að ættingjar, sem þarna hittust ntuni lengi ntuna þennan dag og ég þykist þess lullviss að þeir taka undir samúðarkveðjur mínar til Friðriku og dætranna og þakka honunt samfylgd. Ég er þakklát fyrir aö hafa hitt hann tvívegis hér syðra á sl. hausti og fáeinum dögum fyrir jól ræddum við lengi saman í síma. Ekki grunaði mig, að það yrði síðasta samtalið. Þeg- ar við kvöddumst ítrekaði hann boð þeirra hjóna að koma norður í sumar og heimsækja þau að Kóngsstöðum. Nú eru þau öll látin, börn Þur- íðar fööursystur minnar og Jóns manns hennar, en þau eignuðust sjö börn þótt aðeins þrír synir kæmust á fullorðins aldur. Jó- hann var góður frændi og er kvaddur með einlægri þökk og söknuði. Útför hans var gerð frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 5. mars sl. að viðstöddu miklu fjöl- menni. Blessuð sé minning Jóhanns Björgvins Jónssonar. Anna S. Snorradóttir. Framhald af 2. siou hans hér á Eyjafirði. Oröið al- fermt af síld, leggur að líkindum á stað í dag. Wathne er norskur kaupntaöur búsettur á Seyðisfirði hefir 4 gufuskip í förum og 100- 150 manns í vinnu nteð góðum daglaunum. 25. desember. Fékk sr. Kristján Vallakirkju og messaði þar fyrir Tjarnarsóknarfólk. Þar sem kirkjan var rifin þar í haust og á að byggja þar timburkirkju í vor. Leifi í Háagerði gisti hér og lagði í sparisjóðinn 25 kr. í fyrsta sinn (Friðleifur Jóhannsson 18 ára). 26. desember. Allmargt fór héð- an til kirkju. Vorum við Sólveig heima og krakkar, Tryggvi og Mína (Vilhelmína dóttir Vil- hjálms á Bakka). 27. desember. Fór Nonni fram í Hnjúk en stúlkur fram á bæi. Hofsdrengir komu að gantni sínu. 31. desember. Þetta ár hefir verið eitt af bestu árum sem hefir kom- ið líklega síðan 1846. í fyrra eftir nýjár besti 'vetur til enda. Vorið snjólaust og ekkert hret. Gróöur snemmvaxinn en kuldar við og við. Heilbrigði almennt. Fiskafli að vorinu með besta móti. og reitingur að hausti. Fjárheimtur góðar. Skuröarte í meðallagi. Ær frentur holdþunnar. Kýr sýndu gott gagn, þær settust inn til fulls og alls 28. september í haust. Frá 9. nóv. mánudaginn í 3. viku. má heita að hross og fé hafi staðið hér í húsi á gjöf meira fyrir áfreða en snjódýpi. Gjörði blota fyrir jólin, tók nokkuð cn setti allt í jarðbann við endir árs þessa, og útlit ljótt. Anna Jóhannsdóttir í Syðra Garðshomi Fædd 27. apríl 1893 - Dáin 14. mars 1988 I síðasta tölublaði Norðurslóðar var sagt frá andláti aldraðrar heiðurskonu, Önnu Jóhannsdótt- ur frá Syðra-Garðshorni. Hún andaðist á heimili aldraðra, Dalbæ á Dalvík 14. mars sl. Anna var á 95. aldursári þegar hún lést og hafði þá átt heima hér í dalnum alla sína ævi, en hún fæddist í Brekkukoti í Tjárnar- sókn 27. apríl 1893. Árið 1916 giftist hún Daníel Júlíussyni í Syðra-Garðshorni. Þar bjuggu þau allan sinn búskap við góðan orðstýr, eignuðust 2 dætur og 3 syni, virt og vinsæl hjón í hví- vetna. Daníel lést í desember 1978. Mig langar með örfáum orðum að minnast Önnu vegna langrar og skemmtilegrar viðkynningar. Þeim fer að fækka á meðal okkar konunum, sem stofnuðu kvenfélögin á íslandi snemma á þessari öld. Anna í S.-Garðs- horni var ein þeirra. Það var 1. apríl 1915 að 27 konur voru sam- an komnar á Þinghúsinu á Grund og stofnuðu kvenfélagið Tilraun í Svarfaðardal. Anna var ein í hópnum, þá ung og ógift kona, og með félaginu starfaði hún síð- an alla sína löngu ævi. Hún var alla tíð virkur félagi og lét sér mjög annt um hag félags síns. Á 70 ára afmæli Kvenfélagsins Tilraunar 1985 mætti Anna ein allra af stofnendunum þá 92 ára að aldri, glöð og góð eins og alltaf, þráðbein og spengileg og létt í spori á sínum fallega íslenska búningi. Þar var hún sér- stakur heiðursgestur og henni þakkað langt og gott starf í þágu félagsins. Anna í Syðra-Garðshorni var vinmörg og vinsæl með afbrigð- um, frá henni streymdi hjarta- hlýja og glaðværðin fylgdi henni hvar sem hún fór. Hún hafði mik- ið yndi af söng og tók þátt í söng- lífi hér í dalnum af lífi og sál langt frant eftir ævi. Oft minntist hún þeirra góðu, göntlu daga, þegar hún söng í blandaða kórn- um hans Tryggva Kristinssonar. Þá var gaman að vera ungur og lifa. Anna var mikið náttúrubarn í þeim skilningi, að hún unni sínu náttúrulega umhverfi og allri þess dýrð. Hún unni dýrunum og blómunum og fjöllunum, sem hún hafði fyrir augum alla ævi og heimsótti við hvert tækifæri fram á elliár. Digrihnjúkur, Brenni- hnjúkur, Bakkabjörg, Hrafna- björg, Nykurtjörn, Lómatjörn... Þessi og mörg fleiri voru hjart- fólgin nöfn á vörum Önnu í Syðra-Garðshorni. Sjálf var hún búin að vera svo lengi tengd þess- um stað, að okkur samferðafólki hennar var farið að finnast nafn hennar nálega sem hluti af land- inu eins og örnefnin sjálf. Og þannig verður það áreiðanlega framvegis meðan einhverjir eru eftir, sem voru henni samtíða á lífsleiðinni. Ég hugsa um Önnu með sökn- uði en jafnfram þakklæti. Hún setti svip á mannlíf sveitarinnar, hlýrri og bjartari svip. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Hafstað. Fjölmargir vinningar í bodi. Umbod á Nordurlandi: ÞÚRSHÚFN: Sparisjódur Þórshalnar, Fjardarveg 5. RAUFARHÚFN: Vigdís Þórdardótlir, Nónás 1. KÓPASKER: Skúli Þór Jónsson, Melum. MÝVATN: lllugi Jónsson, Bjargi. HÚSAVlK: Jónas Egilsson, Kaupfélag Þingeyinga. GRENIVlK: Guórún ísaksdóttir. AKUREYRI: Gudmunda Pétursdóttir, Umb. Strandgötu 17. DALVÍK: Sólveig Antonsdóttir, versl. Sogn, Godabraut 3. HRlSEY: Erla Siguróardóttir, Hólabraut 2. ÚLAFSFJÚRDUR: Versl. Valberg, Egill Sigvaldason, Adalgötu 16. SIGLUFJÚRDUR: Gestur Fanndal, versl. Sudurgötu 6. HAGANESVÍK: Jón K. úlalsson, Haganesvík, Fljótum. GRlMSEY: Vilborg Siguróardóttir. H0FSÚS: Ásdís Garóarsdóttir, Kirkjugötu 19. SAUDÁRKRÚKUR: FriórikA. Jónsson, Skógargötu 19 B. SKAGASTRÚND: Hrönn Árnadóttir, Túnbraut 5. BLÚNDUÚS: Elín Grímsdóttir, versl. Úsbæ. HVAMMSTANGI: Eggert Levý, Garóaveg 12. BORDEYRI: Tómas Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu, Brú. HÚLMAVÍK: Gudlaugur Traustason. KALDRANANES: Erna Arngrímsdóttir. NORDURFJÚRDUR: Guðmundur Jónsson, Munaóarnesi. Þökkum okkar traustu viðskiptavinum og bjóðum nýja velkomna. HAPPDRÆTTI DVAIARHEIHMLIS ALDRADRA SJÓMANNA Eflum stuðninq við aldraöa. Miöi á mann fyririivem aldraðan.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.