Norðurslóð - 22.02.1989, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 22.02.1989, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Bleikjueldi - Framtíðarbúgrein? Undanfarið hafa bændur þurft að draga saman framleiðslu í hin- um hefðbundnu búgreinum. Samhliða þessu hafa þeir hafið leit að nýjum atvinnutækifærum og leiðum til að nýta þá möguleika og þau verðmæti er kynnu að vera á jörðum þeirra. Fiskeldi er einn af þeim möguleikum sem nefndur hefur verið. Bæudur í uppsveitum og aðrir fjarri sjó hafa ekki inöguleika á laxeldi og svo er nú komið að ekki er lengur hægt að fá fjármagnsfyrir- greiðslu til laxaseiðaeldis. Vöntun er því á eldistegund er hentað gæti þessum aðilum. Bleikja er ein þeirra tegunda sem til umræðu hefur verið sem hugsanleg eldistegund, við fyrrgreindar aðstæður. A síðastliðnu ári kom í Ijós mikill áhugi á bleikjueldi um allt land. Greinar um bleikjueldi í nokkrum blöðum og tíma- ritum gáfu mönnum ástæðu til verulegrar bjartsýni í þessum málum. Hér á eftir fara nokkrar hug- leiðingar undirritaðs um bleikju- eldi og hvernig standa mætti að þeim málum svo vel takist til. Bleikja (Salvinus alpinus) er fer að leka. Fréttist að fennt hafa tryppi yndir Bakkabjörgum og heyskaðar í Skíðadal. 6. október. Ég er veikur í rúm- inu. Kom Jón í Klaufabrekkna- koti og Laugi (sonur hans) með honum (Gunnlaugur Melum Dalvík, faðir Björns og Halldórs). Verður Jón hjá mér í nótt. 7. október. Fór Jón frá mér kl. 11 f. m. Því kverkameinið sprakk þennan morgun og fór mikið út af greftri, sem gekk út um munn- inn allt að kvöldi. Þrautir horfnar en bólga eftir til muna. Hreppa- skil í dag, skilaði minni tíund til hreppstjóra, og annan seðil við- víkjandi Birni Snorrasyni sem hér hefir dvalið frá 30. júní þ. á. Kom Árni Friðriksson á Grund hingað í bráðipa, en verður hér að hirða fé frá veturnóttum og fer eftil vill ofan til róðra ef til stillir. 10. október: Kom Jói v.m. heim í gærkvöldi hefir fengi besta afla síðan ofan kom, kippað aftur og fram á bátnum í gær, voru undan Sauðakoti og sumir hér á víkinni fengu ágætt. Ég er smá- batnandi af hálsbólgu, þó ekki hress að fullu. 15. október. Var skotið hér á fundi og samningur gerður um að taka lán 500 kr. upp á ábyrgð sveitarfélagsins til að borga efnið til brúnna á árnar til kaupstjóra Chr. Hafsteen. Var lán þetta tal- ið hér út úr Sparisjóði Svarfdæla. 21. október. í dag skift pönt- unarvöru á Böggvisstaðasandi. Fór ofan með 3 hesta undir reið- ingi. Orðið illt að fara yfir árnar vegna skara, komin saman fram á Sökku-hólma en ekki geng. Tók á móti pöntunarvöru og skifti út á meðal minna reikningsmanna. Fór Rögnvaldur á Skeggsstöðum heim með hesta og mitt dót að kvöldi. Ég gisti á Böggvisstöðum, afli góður. 9. nóvember. Sigurður á Kóngsstöðum sagði að björgunar skipið norska hafi verið að sækja ýmislegt í Hrísey af því sem Stamford (skipið sem strandaði 3. október) tilheyrði. í nótt bar Skrauta hvítum kvígukálfi. 10. nóvember. Frétti að ungl- ingur frá Kjarna í Möðruvalla- sókn hafi slasast á bát á sjó, þannig að skot hljóp ur byssu í fótinn á honum og beið dauðan af því tilfelli áður en læknir kom til. 11. nóvember. Kom Halldór á Melum og tafði lengi. 18. nóvember. Fóru þeir Fúsar frá Krosshóli og Holárkoti, annar inn á Sand en hinn ofan á Sand. Fúsi Krosshóli gisti hér í bakaleið sagði aflalítið og beitulítið og útlit með þess háttar ekki gott. Fór Jói héðan ofan (Jói vinnu- maður) og margir fleiri. arktísk tegund og finnst aðallega í löndum umhverfis norðurpól- inn. Hún er sérstök að því leyti að hún finnst á þessu svæði í mis- munandi formum eða gerðum. frh. 19. nóvember. Reknar ær upp á Miðbrún. Sauðir suður undir Græntó. 20. nóveinber. Fórum við Árni með sauði suður í Katlabrekku, svo gekk ég suður á milli brúar- stólpa að Tungufelli. 26. nóvember. Kom drengur frá Berghyl í Fljótum var sendur eftir kindurn á Þelamörk. 28. nóvember. Komu piltar og stúlkur frá Nautabúi í Skagafirði, sögðu dáinn Sölva Helgason hinn alkunna umrenning frá Sléttu- hlíð. 11. desember. Kom Guðjón á Hreiðarsstöðum (faðir Friðriku og Laufeyjar og tengdasonur Jóns) með brúarjárnið frá Jósep smið, sem ég borgaði ágjöf á 7. þessa mánaðar 1200 kr. í pening- um. 12. desember. Norðaustan bleytuhríðarslettingur. Kom Gísli (faðir Hallgríms Bjarna- stöðum afi Guðrúnar og Jónasar) á Sandi eftir mjólk. 19. desember. Kom Jóhannes í Skriðukoti innan af Sandi alfar- inn heim frá sjó og hætt róðrum. 21. desember. Komu 2 Hóla- piltar, gista hér. Tjáðu mér frá Hermanni að ég gæti fengið svart-tlekkóttan hrút undan for- ustu-Surtlu hans, er Flekkur nú á 1. vetri. 23. desember. Komu drengir heim frá Möðruvöllum. 26. desember. Kom Gísli á Hvarfi gerði við sleða með Jóa fyrir mig. Við Sveinn járnuðum Brún, og Hofsárkots Faxa fyrir Stefán. Allt gert hér til yndirbún- ings að sækja brúarviðinn á morgun. 27. desember. Frost 10 gráður, logn og heiðskírt, fóru kl. 6 á stað 5 héðan. Ég, drengir báðir, Jói v.m. Björn (líklega Sigurðs- son). Líka fór Jóhannes Skriðu- koti, með og Stefán með Faxa og sleða. 28. desember. Var í alla nótt á Klængshóli, mátti liða kálfinn sundur en kvígan liftði. Fór heim að kvöldi lasinn af þreytu og áreynslu. Komu 2 piltar Björn og Eggert frá Möðruvöllum að finna drengi hér. 30. desember. Fóru drengir og hinir 2 með til Möðruvallaskóla snemma morguns. Er nú búið að aka öllum trjávið til brúnna. 31. desember. í gærkvöldi kom Litla-Árskógs hjónin, Stefán og Lilja, gistu hér, svo gekk ég með þeim suður að brúarstæði, síðan heim. Síðan fórum við út í Velli á aftansöng. Svo var margt fólk að úti varð að standa. Yfir allan jólatímann hefir verið stillt og tunglsljós hið mesta og færi besta í alla staði, snjólítið og sveilalög mikil, þannig endar þetta bless- aða ár 1895. Aðalgerðirnar eru ferskvatns- bleikja og sjóbleikja. Fersk- vatnsbleikjan lifir allan sinn aldur í ferskvatni en seiði sjóbleikjunn- ar dvelja 2-7 ár í fersku vatni áður en þau ganga til sjávar. Lík- lega mun algengast hérlendis að bleikjan nái sjógöngustærð á þremur árum og er hún þá um 15- 25 cm. Sjóbleikjan gengur í sjó að vori en dvelur þar einungis 6-10 vikur og gengur þá á ný í ferskt vatn. Þetta eru bæði ókynþroska og kynþroska bleikjur. Ókyn- þroska bleikjurnar eiga það til að ganga í önnur vatnakerfi en þær eru ættaðar úr en kynþroska bleikjurnar ganga yfirleitt í sitt heimavatnakerfi og hrygna þar. Áður en sjóbleikjan gengur til sjvar þarf hún að hafa öðlast ákveðna sjóþolni til þess að geta þrifist í söltum sjónum. Þessi sjóþolni virðist vera árstíðabund- in, varir í þessar 6-10 vikur sem bleikjan dvelur í sjónum en síðan tapar hún henni. Við tilraunir hefur komið í ljós að ferskvatns- bleikja verður einnig sjóþolin. Hvað viðvíkur eldi á bleikju má hugsa sér eftirfarandi fyrir- komulag. Eldinu yrði skipt f tvö stig, seiðaeldi og matfiskeldi. Jarðhiti er nauðsynlegur í seiða- eldinu og kemur þar að mestum notum, styttir eldistímann, gerir framleiðsluna hagkvæmari og seiðin ódýrari. Mikilvægt er fyrir framtíð bleikjueldis í landinu að seiðaverðið verði lágt og sem næst framleiðsluverði. Hvernig má svo verða? Ef bleikj ueldis- menn á ákveðnu svæði t.d. í ein- um landsfjórðungi mynda með sér samtök, gætu slík samtök átt bleikjuseiðaeldisstöð eða gert langtímasamning við einhverja af þeim seiðaeldisstöðvum sem fyrir eru á svæðinu um kaup á seiðum. Náin samvinna yrði að vera milli seiðaeldisstöðvar og hinna mis- munandi áframeldisstöðva og tryggja yrði að þær fengju bleikju af þeirri stærð og á þeim tíma sem hentaði á hverjum stað. Slík samtök ættu einnig að skipu- leggja framleiðsluna og slátrun- ina í samvinnu við hugsanleg hliðstæð samtök í öðrum lands- hlutum. Þannig væri hægt að tryggja jafnt framboð og gæði. í matfiskeldinu er hægt að nota hvort sem er ferskvatn eða sjó. Þó eru kostir og annmarkar á hvoru tveggja. Bleikjan vex vel í sjó, meðan sjóþol hennar er nógu mikið, en þegar dregur úr því verða á henni mikil afföll. Eins og fyrr er sagt þá virðist sjóþolið vera tíma- bundið en einnig virðist það háð sjávarhita, þannig að bleikja sem ekki er á hinu eiginlega sjóþolna stigi virðist geta haldið eðlilegu seltujafnvægi við 7-9° C í ein- hvern tíma. Norðmenn hafa reynt að framleiða bleikju í heils- árseldi í sjókvíum en gengið illa. Matfiskeldi á bleikju, eingöngu í sjó með seltu yfir 2°/00 er því sem stendur ekki vænlegt til árangurs. En í eldisstöðvum þar sem hægt er að stjórna seltu og hita- stigi sjávarins eru skilyrðin til framleiðslu á sjóbleikju góð. í strandeldisstöðinni Smára í Þor- lákshöfn er hægt að stjórna þess- um þáttum. Sú stöð er sú eina hérlendis er hefur framleitt eitt- hvert magn af sjóbleikju. Þetta fyrirtæki hefur flutt út nokkra tugi tonna sjóeldisbleikju og hef- ur fengið fyrir hana mjög gott verð eða um 8 dollara meðalverð á kg af slægðum fiski. Matfiskeldi í fersku vatni er öruggt að því leyti að þar reynir ekki á sjóþol bleikjunnar. Til eldisins mætti nota lindarvatn/ eða yfirborðsvatn, hvort sem er úr ám eða vötnum. Best er þó ef einhver jarðvarmi er til staðar, því þó að bleikjan sé sú tegund íslenskra laxfiska sem er best aðlöguð lífi í köldu vatni er ljóst að vaxtarhraðinn er meiri því hærri sem vatnshitinn er, um 14° C. Munur á vaxtarharða með hærra vatnshita fer þó minnkandi eftir því sem fiskurinn verður stærri. Nákvæmar tölur um vaxt- arhraða íslenskrar bleiku af mis- munandi stærð er ekki til en til- raunir eru í gangi sem ættu að gefa þessar upplýsingar innan tíðar. Margt virðist þó benda til þess að hægt sé að vera með arð- bært bleikjueldi í vatni fjarri jarðhita. En því miður er ekki ennþá vitað hvort markaðurinn geri greinarmun á sjóeldis- og fersk- vatnseldisbleikju og hvort sú síð- astnefnda selst á eins góðu verði. Þessar upplýsingar eru nauðsyn- legar til þess að hægt sé að ákveða hvort fara eigi í bleikju- eldi í stórum stíl um land allt. Nú er að hefjast markaðsverkefni á vegum Búnaðarfélags íslands og Markaðsnefndar Landbúnaðar- ins í samvinnu við Útflutningsráð ísjands og Landssambands Fisk- eldis og Hafbeitarstöðva. Er von- ast eftir því að einhver svör liggi fyrir á þessu ári. Ef ferskvatns- bleikjan gæfi lægra verð en sjó- eldisbleikjan mætti hugsa sér þá lausn, að hún yrði flutt í sjóeldi síðustu tvo mánuði fyrir slátrun. Bleikjan fengi á sig „sjóyfir- bragð“ og yrði þá betri söluvara. Þessi lausn þýddi að bleikjueld- inu yrði skipt í þrjú stig þ.e. seiðaeldi, matfiskeldi í fersku vatni og „sjómörkun" í sjó. Ef „sjómörkun" í sjó reynist nauð- synleg til að fá viðunandi verð fyrir bleikjuna, er hægt að fram- kvæma hana á tvo mismunandi vegu. Annars vegar í sjókvíum í ein- hverjum hlýjum firði. Ef, eins og reikna má með að seiðin og fisk- urinn hafa fengið náttúrulega birtumeðferð er sjóþol bleikj- unnar einungis 2-3 mánuðir og takmarkast við sumarið. Ókost- urinn við þetta fyrirkómulag er að slátrunin er einskorðuð við stutt tímabil, síðsumar og haust- byrj un. Hins vegar í strandeldisstöð þar sem hægt er að stjórna seltu og hitastigi eldisvökvans. Kostur- inn er að við þessar aðstæður er hægt að slátra allt árið en ókost- urinn að stofnkostnaður er hærri en í sjókvíaeldisstöðinni. í þessu sambandi virðist eðli- legt að samtök bleikjueldis- manna ættu slíka „sjómörkunar- aðstöðu". Það er því margs að gæta, áður en menn steypa sér í bleikjueldi. Ég bind þó miklar vonir við bleikjuna sem eldistegund í fram- tíðinni og er bjartsýnn á að takast megi að skapa henni þá ímynd á mörkuðunum sem henni ber. Ef, síðan kemur í ljós að matfiskeldi án jarðhita reynist arðbært virðist bleikjueldi vera möguleiki sem ný búgrein á landsbyggðinni. Hjá Búnaðarfélagi íslands er starfandi fiskeldishópur er býður alhliða ráðgjöf í fiskeldi, gerir frumathugun á möguleikum til eldis, leiðbeinir um staðarval. vatnsöflun, um val á eldistegund og eldisaðferðum, um tæknibún- að og hönnun mannvirkja. Einn- ig bjóðum við upp á heildar fram- kvæmda- og rekstraráætlanir. Auk þess önnumst við ýmsa fyrir- greiðslu í sambandi við stofnun stöðvarinnar. Óskar ísfeld Sigurðsson er fiskeldis- ráðunautur Búnaðarfélags Islands. Dagbók Jóhanns

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.