Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Noršurslóš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Noršurslóš

						2 - NORÐURSLOÐ
NORÐURSLOÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur Þórarínsson, Tjórn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Umsjón, dreifing og innheimta:
Sigríður Hafstað, Tjórn. Sími 96-61555
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Sveitastjórnar
kosningar
Sveitarfélög eru mikilvægar einingar í stjórnkerfi
landsins. Helsti veikleiki þeirra er hve mörg þeirra
eru smá og um leið óburðug að takast á við verk-
efni sem nútíminn gerir í raun kröfur til. Hins veg-
ar hefur verið reynt að yfirvinna ágalla smæðar-
innar með aukinni samvinnu þeirra í iniili. Engu
að síður kemur smæð sveitarfélaganna í veg fyrir
að þeim verði falin aukin verkefni sem væri þó góð
leið til aukinnar valddreifingar og að færa valdið
nær fólkinu.
Nálægðin við fólkið gerir starf í sveitarstjórn
erfitt en um leið mjög heillandi. Sveitastjórnir eru
í starfi sínu að fjalla um málefni umhverfisins næst
fólkinu. Þar á meðal uppbyggingu þjónustu sem
fólk þarf daglega á að halda. Þannig sést áþreifan-
lega hvað verður úr skattpeningum borgaranna og
um leið skapast mikið aðhald um hvernig þeim er
ráðstafað.
Nú styttist óðum í sveitastjórnarkosningar.
Undirbúningur framboða er í fullum gangi. Brátt
mun umræða um menn og málefni sem tengjast
væntanlegum kosningum yfirskyggja aðra
umræðu. Það er vel að fólkið fari yfir stöðu mála,
hvernig til hefur tekist á liðnu kjörtímabili og
hvernig halda megi á málum í nánustu framtíð.
Mikilvægt er að slíkt mat sé gert fordómalaust,
viðurkennt það sem vel er gert og bent á leiðir til
að gera betur. Með því móti má nota aðdraganda
kosninga til jákvæðrar uppbyggingar á hverjum
stað.
Möguleikar fólks til að hafa áhrif eru til muna
meiri í sveitarstjórnum og í kosningum til þeirra
en í landsstjórn og í Alþingiskosningum. Þennan
möguleika og þennan rétt eiga sem flestir að nýta
sér. Það er því mikilvægt að sem flestir Iáti sig
undirbúning sveitarstjórnarkosninganna varða og
taki þátt í umræðu og málatilbúningi fyrir þær.
J.A.
t
Þökkum öllum nær og fjær sem
veittu okkur styrk og samúð
viö andlát og útför
JÓRUNNAR ÁRNADÓTTUR KARLSSON,
Blomstergatan 7 Kungshamn Svíþjóö.
Guö blessi ykkur öll.
Sture Karlsson,
Jan Arne Karlsson, Björn Gunnar Karlsson,
Bára Elíasdóttir, Arni Arngrímsson,
Vignir Árnason, Petra Árnason,
Þorsteinn Máni Árnason, Áslaug Kristjánsdóttir,
Elías Björn Árnason, Svandís Hannesdóttir,
Friðrika Þórunn Ámadóttir, Sigurður Bjarnason.
Ur dagbók
Jóhamis á Hvarfi
Anno 1900
17. maí. Gisti Jón á Þorsteins-
stöðum (og Sauðaneskoti) hér,
sagði hann að dáinn væri Jón
gamli Þorsteinsson á Svaðastöð-
um, talinn sá peninga auðgasti og
að öllu ríkastur maður á Norðurl-
andi og ef til vill á landi hér, var
alla ævi á Svaðastöðum, líka
dáinn Sigurður bóndi Gunnlaugs-
son á Skriðulandi, háaldraðir
báðir. Dóu í þessum mánuði. Inf-
lúensa gekk í Skagafirði.
18. maí. Kom síld frá Akureyri
það fyrsta í vetur og vor.
21. maí. . . . réru 9 för af
dalnum, fengu á Árgerðisbát 36 í
hlut hinir 10-20.
24. maí. Ær látnar liggja úti í
nótt það fyrsta, en þó gróðurlaust
og hættur.
25. maí. Fór Þóra héðan alfar-
in til Jóns Hallgrímssonar í húsi
Stefáns og Lilju. (Jón á Jarðbrú).
Fylgdi Jóhann bróðir hennar inn-
eftir.
29.  maí. Kom Gísli á Hvarfi
með Skálholti aftur með spítur í
brú á Þverá í Skíðadal og Skallá í
Svarfaðardal.
30.  maí. Manntalsþing. Þing-
gjöld afar há, bættust við sýslu-
sjóðsgjöld, sem áður hafa verið
greidd af hreppsnefnd og borguð
í útsvörum, mitt kr. 10,40. Nú er
lokið máli Björns Snorrasonar,
með því að hann aftur kallar sín
ósönnu orð er hann hefur borið á
mig og mitt heimilisfólk, og biður
forláts.
4. júní. Kom Jói heim, fengu
engan hval. Norðmenn hættir að
flytja sundfæri hingað. Þeir fá
ekki hval nú fyrir vestan Langa-
nes.
6. júní. Jón og Þóra fóru með
Rauðhyrnu og flutning á tveim
hestum. Kom Stefán í Fagraskógi
að mæla jarðabætur.
7. júní. Kom Jói heim, réri á
Hrafnsstaðabát. Tryggvi réri sinn
fyrsta róður, varð ekki illt, þó
heita megi að hann hafi ekki fyrr
komið á sjó.
13.  júní. Anna kom með
mánudagshlut Tryggva. Afli tal-
sverður.
14. júní. Hreppaskil. Stefán í
Fagraskógi lagði fram jarðabóta-
mælingu sína í skýrslu þeirri er
senda skal landshöfðingja fyrir.
1. júlí. Hann lýsti skoðun sinni á
helstu landsmálum, mun honum í
hug að bjóða sig fram til þing-
manns við kosningu í haust.
17. júní. í dag byrjar embættis-
gjörð á Völlum kl. 10 f.m. hátíð-
leg, 9 hundruð ára minning þess
er kristni var lögtekin hér á landi.
Fyrirmælt í biskupsbréfi til presta
landsins, að þennan dag skuli
þess minnst. Var lesið bréf er til-
kynnir að biskup sé vænt anlegur
að'Vi'sitera kirkjur í júlí næst-
komandi.
18. júní. Kom Addi (Arngrím-
ur Ólafsson, dóttursonur Hvarfs-
hjóna, síðar prentari í Reykjavík)
úr Ysta-Bæ eftir að hafá verið hjá
pabba sínum í viku og þeir bræð-
ur báðir. Kom með egg í kassa.
19.  júní. Fékk Gísla, létum
brúnás í dyrastafagólf hlöðunnar
og reftum það, gerðum við dyra-
ganginn og báðar hornstoðir í
suðurenda að kvöldi.
20. júni. Rekið geldfé, og af
næstu bæjum, Alla, eg, Gísli, Jói
og Jón. Varð eftir hér Flekkur og
Móri. Gróið allvel, stórfenni í
giljum.
21. júní. Rekið saman. rekiö
inn. Gelti lömb. Þvegin ull í dag.
25. júní. Gert við læki. Kom
Tryggvi heim með hrossin. Rcru
báðir bræður hja Sigurjóni á
Böggvisstöðum út hjá Hvanndöl-
Jóhann Jóhannsson og Guðlaug Baldvinsdóttir í Sogni
um, 30 í hlut. Tryggvi gat ekki
fengið að róa aftur í nótt fyrir
mannfjölda og beituleysi.
26. júní. Rúðum ær, skoðaði
eg geldinga og markaði þá sem
ekki voru bólgnir. (Markið stýft
hægra sneitt framan vinstra.)
Hlaðið ofan á stekkjarveggi.
Fannst greni utaní Böggvisstaða-
fjalli.
29. júní. Fært frá í gær. Fór
Tryggvi með ærnar í dag. Eg og
litlu stúlkurnar vakta lömbin. Fór
Aðalbjörg með ánum að kvöldi.
30. júní. Var Addi hjá ám, eg
og Veiga hjá iömbum. Fór Guð-
rún á Hálsi í Syðra-Hvarf með
skilvindu að fá undirvísun að
setja saman skilvindu hina nýju
er kom nýlega að Hálsi. Kom
Lauga frá Böggvisstöðum, gistir
hér þennan mánuð.
I. júlí. Fór Lauga í Þorsteins-
staði. (Fæddist Kristinn sem flutti
austur.) Kom Jóhann Páll frá
Hólum, bað hann fyrir Sokka til
tamningar til Jóhannesar á
Skriðulandi. Kom Skálholt hér
að Sandi með vörur frá Laxdal til
reikningsmanna hér. Rósa Sig-
urðardóttir fór með SkáÍholti til
Holdsveikraspítalans í Laugar-
nesi. Rekin lömb.
5. júlí. Fór fólk hér út á
bæjum, inn á Hjalteyri til versl-
unarerinda. Aðalvertíð lokið, er
hún ein hin besta. Eg hef lítinn
fisk fengið, hafði hvergi skipsrúm
fyrir drengi. fékkst ekki að róa
fyrir mannfjölda.
10. júlí. Settum ull í poka og
bundum pöntunarpoka.
II. júlí. Fór ofan, flutti pönt-
unarull, tekið á móti henni í
gamla salthúsinu. Matsmaður
Stefán í Tungu vigtaði mína ull.
Fékk slóg og ýsubönd hjá Jóni
Stefánssyni, réri hans bátur einn,
var kúfsléttur.
23. júlí. Fór eg að Völlum til
að vera við vísitasíu séra Hall-
gríms biskups Sveinssonar, sem
par var til staðar ásamt skrifara
sínum Ólafi Rósinkrans og
Júlíusi Hallgrímssyni fylgdar-
manni frá Munkaþverá.
24. júlí. Fór biskup að Urðum,
svo að Tjörn í kvöld.
27. júlí. Byrjað að binda strax
að morgni. Fyllt fjóshlaða í rafta
182 hestar og í fúlgu úti 46
hestar.
28. júlí. Gefin töðugjöld.
31. júlí. I þessum mánuði fór
Brynjólfur á Minna Núpi hér um
dal í fornfræðirannsókn. (Fræði-
maður og skáld.) Fór Guðlaug í
Syðra-Hvarf. Sveinbarn fæddist.
(Jón á Hofi Gíslason).
8. ágúst. Sólveig fór ofan með
kembuull í tóvinnuvélar, kom
með blautfisk á hestinum, fór
með skyr.
19.  ágúst.  Fór eg og Jón  í
Syðra-Hvarfi í kaupstað lausríð-
andi. Gistum hjá Flóvent vert.
Hýstum hrossin.
20.   ágúst. Gránufundur á
Oddeyri. sat eg fundinn í tvo
tíma. Gerðum í kaupstað það
sem við þurftum, fórum kl. 8
e.m.
21. ágúst. Komum heim kl. 7
að morgni, fór eg að sofa. Komu
Arnarneshjón og Jórunn kona
Jóns Normann, á ferð vestur,
fylgdi eg þeim fram fyrir neðan
Göngustaðakot. Grátt í fjöll.
30. ágúst. Alhirt í dag og hætt
heyskap. Stephensen fór hjá í
skoðunarferð þjóðjarða. Hefur
Páll verið hér kaupamaður yfir
sláttinn 41'/2 dag og í dag að
þekja fyrir hey til kl 2, þar eftir
inni. Oveður vegna fjarska úrfell-
is, snjór ofaní mið fjöll. Heyafli
orðinn álitlegur, víða í besta
máta.
1. sept. Gert við fjósdyr og
brunnhús. Fór Jói í Böggvisstaði,
þegar hann kom innanað í
morgun. Gangnafundur, þar
mætti Hjaltalín frá Möðruvöll-
um, kom utanúr Ólafsfirði. Hélt
hann tölu nokkra og lét í Ijós álit
á þingmálum. Mun hann hafa all-
mikið fylgi á kjörfundi til Alþing-
is.
5. sept. Bjartur og suðaustan
gola að morgni, kom utan hvass.
Fór eg með Baldvin á bát inneft-
ir. Vorum 10, fengum besta leiði.
Vorum 4 tíma af Sandi á Odd-
eyri. Jói fékk 60 silunga.
6. sept. Var eg á Akureyri í all-
an dag. átti tal við ýmsa menn.
Kom Skálholt í gærkvöldi seint á
Akureyri vestan um land. Komu
margir farþegar, og svo ýmsir hér
úr sveit ríðandi að kvöldi, rúmir
30 til kjörfundar.
7. sept. Var kjörþing í garðin-
um sunnan við gamla barnaskóla-
húsið undir beru lofti. Fjöldi
fólks viðstaddur. Buðu sig fram:
Klemenz sýslumaður, Jón A.
Hjaltalín (skólameistari á
Möðruvöllum), Stefán í Fagra-
skógi, Sigurður á Bakka í Yxna-
dal, Friðrik kaupmaðu r Krist-
jánsson. Kosningu hlutu:
Klemenz Jónsson og Stefán í
Fagraskógi. Stóð Hjaltalín mjög
nærri með atkvæði. og'rómaðist
misjafnlega að Stefán hlaut en
Hjaltalín hafnað sem stefnuföst-
um og reyndum þingmanni.
8. sept. Fór eg um borð í Skál-
holt kl. 9 að morgni ásamt fjölda
farþega. Haldið út fjörð, lítill
stans við Hjalteyri svo að Hrísey,
þar stansað í 3 tíma. Komum kl.
4 á Böggvisstaðasand. Beið mín
hross að heiman, kom heim kl. 6
e.m. Gengnar heiðar í dag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6