Norðurslóð - 26.05.1992, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 26.05.1992, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ —3 Fyrr í vetur var undirritaður að blaða í gömlum gögnum og rakst þá á plagg sem bar yfirskriftina „Starfsskýrsla um sjónieikinn Skugga-Svein“. Hér er á ferð- inni starfsskýrsla um upp- færslu leiksins 1967 og var undirrituð af „framkvæmda- stjórum verksins“, það er und- irrituðum og Rúnari Porleifs- syni. Þarna kemur fram að frumsýning leiksins var 15. apríl 1967 og lokasýning 20. maí þannig að um þessar mundir eru liðin 25 ár frá því að leikurinn var á fjölunum í Ungó. Það er því ekki úr vegi að rifja upp ýmislegt sem þessu tengist, ekki síst þar sem styðj- ast má við starfskýrsluna ásamt leikskrá sem einnig var þarna með. Síðan veitti Jóhann Daníelsson mér aðgang að úr- klippusafni sínu úr blöðum frá þessum tíma þar sem um sýn- inguna var fjallað. Á árunum 1966-68 höfðu Leik- félag Dalvíkur og Ungmennafélag Svarfdæla með sér samstarf um leikstarfsemi. Um jólin 1966 var sett upp leikritið Ráðskona Bakka- bræðra og gekk sú sýning nokkuð vel. Því var rætt um að hafa fram- hald á samstarfinu og taka fyrir viðameira verk. Menn fengu auga- stað á Skugga-Sveini og eftir að Steingrímur Þorsteinsson hafði gefið vilyrði fyrir að leikstýra var farið að manna verkið. Allvel gekk að fá fólk til starfa en þó virtist erfitt að finna sjálfan Skugga. Steingrímur leikur Skugga-Svein Leikstjórinn taldi þó alltaf að Skuggi fyndist ef næðist að manna önnur hlutverk. Síðar kom í ljós að Steingrímur reyndist ekki afhuga því að leika sjálfur Skugga og varð það úr. Eins og gengur var hér um að ræða sambland af vönu og óvönu fólki. Hér fylgir listi yfir persónur og leikendur og raunar yfir hvemig leikurinn var mannað- ur í öll þrjú skiptin sein hann hefur verið sýndur hér. Mikill ljómi var af tveimur fyrstu uppsetningunum og var það ef til vill aðalástæða þess að ákveðið var að taka SuggaSvein til sýningar á þessum tíma. Auk þess voru íslensk leikrit talsvert sett upp um þessar mundir víðsvegar um land. Til dæmis var Leikfélag Reykjavíkur með á prjónum að sýna Fjalla-Eyvind og Þjóðleik- húsið var með Islandsklukkuna. Það var eitthvað í tíðarandanum sem varð þessu valdandi. Veturinn eftir var Fjalla-Eyvindur settur hér upp í samstarfi sömu félaga. Það er útaf fyrir sig merkilegt að þau þrjú leikrit sem L.D. og UMFS höfðu samvinnu um að setja upp á þessum tíma skírskot- uðu öll til þjóðsagnanna. Þótt Ráðskona Bakkabræðra sé eftir sænskan höfund þá var það í þýð- ingu staðfært miðað við söguna um Bakkabræður. (Á bæ einum í Svarfaðardal sem Bakki heitir o.s.frv.) Skuggi og Eyvindur studdust að meira eða minna leyti við þjóðsagnapersónur. Mismæli gengur aftur Eins og áður segir var mikill jómi yfir fyrri uppsetningu leiksins. Margar sögur voru sagðar frá þeim tíma á meðan æfingar stóðu yfir. Ein sagan var af mismæli annars sem lék varðmann 1930 en í hand- ritinu stendur eitthvað á þessa leið: „Skugga-Sveinn er dauður, hann tók Ketil á bakið og steypti sér í Jökulsá". Á einni sýningunni sagði varðmaðurinn „Skugga-Sveinn er dauður hann tók Jökul á bakið og steypti sér í Ketilsá“. Auðvitað féll Vilhelm Þórarinsson í hlutverki Sigurðar lögráttumanns miðar byssu að elskendunum ungu, Ástu (Halla Árnadóttir) og Haraldi (Bragi Jónsson). Jón Halldórsson sem Ketill skrækur og Steingrímur Þorsteinsson í hlutverki Skugga-Sveins. A fjölunum í Ungó fyrir aldarfjórðungi - Skugga-Sveinn og félagar hans - aðsóknarmet sem enn stendur síðan varðmaðurinn 1967 í sömu gryfju og fór með rulluna öfuga, svo oft var búið að segja söguna frá fyrri tíð. Æfingar hófust seinni part febr- úar og á sviði um miðjan mars. Smíði leiktjalda var að mestu í höndum Júlíusar Eiðssonar en Brimar Sigurjónsson málaði. Gest- ur Hjörleifsson æfði sönginn og spilaði síðan undir á sýningunum. Hins vegar spiluðu þeir bræður Ingimar og Finnur Eydal inn á seg- ulband forleik sem síðan var leik- inn á undan sýningum. Forleikur- inn tók fimm mínútur í flutningi og samanstóð af glefsum úr öllum lögunum sem í leiknum eru. Eins og fyrr segir var leikurinn frumsýndur 15. mars. Það var spenna í loftinu þennan dag og viss hátíðarbragur einkenndi þetta kvöld. Allmargir boðsgestir voru á sýningunni. Margir þeirra tengdust fyrri uppfærslum á leikritinu, svo sem Kristinn Jónsson og Jóhannes Jóhannesson. I leikskránni var stutt spjall við þessa heiðursmenn. Þar má meðal annars lesa að þó Kristinn hafi starfað talsvert í kringum uppsetningu á leikritum lék hann ekki mikið meira en Sugga-Svein um dagana. Hins vegar hafði Jóhannes eða Jói leik- ari leikið um 80 hlutverk. Úr leikdómum blaðanna Sýningin gekk vel og var leikend- um fagnað vel og lengi í lok sýn- ingar. Meðal frumsýningargesta var fólk á vegum vikublaðanna á Akureyri sem þá voru þrjú eða fjögur. Birtust umsagnir í a.m.k. tveimur þeirra. Erlingur Davíðs- son ritstjóri Dags skrifaði langa umsögn í blaðið sitt. Þar segir hann meðal annars: „I hinu gamla leik- húsi Dalvíkinga varð sá atburður á laugardaginn að Skugga-Sveinn var frumsýndur. Maður sá sem að þessu sinni setur Skugga-Svein á svið, en á Dalvík hefur leikurinn áður verið sýndur tvisvar, heitir Steingrímur Þorsteinsson og er þetta verkefni hans, sem leikstjóra, hið 30. í röðinni. Jafnframt leikur hann svo aðalhlutverkið, sjálfan Skugga-Svein. Leikstjóm Stein- gríms er hófsöm og listræn. Hinir mörgu nýliðar í þessum sjónleik hafa hér verið í góðum skóla og notið þeirrar mótunar, sem mun þeim nokkurs virði.“ I lok umsagnarinnar segir Er- lingur. „Sýningin er furðanlega heilsteypt, miðað við hina mörgu ósviðsvönu leikendur. Framsögn sumra er tæplega nógu skýr, ýmis smáatriði ekki nægilega útfærð. En höfundur, leikstjóri og leikendur eiga þó sannarlega erindi fram á leiksviðið á Dalvík með fjallWúa og byggðamenn nítjándu aldar og enn eldri þjóðtrú í ævintýralegum búningi." I Verkamanninum birtist lfka umsögn sem merkt er H+Þ. Þar segir meðal annars: „Dalvíkingar hafa vandað mjög til þessarar sýn- ingar, og enda þótt leikendur séu margir nýliðar á sviðinu hefur leik- stjóranum í félagi við þá tekist að gera þetta svipmikla og áferðar- góða sýningu. Er full ástæða til að ætla og vona, að Samkomuhúsið á Dalvík verði fullsetið mörg kvöld af fólki, sem áhuga hefur á að sjá og heyra Skugga og félaga hans“. Og síðar segir. „Oft gleymist, þeg- ar leiksýninga er getið, að um margt veltur ekki minna á getu og störfum þeirra, sem að tjaldabaki standa, en leikaranna sjálfra. Hjá Dalvíkingum standa þeir að tjalda- baki sig mjög vel miðað við allar aðstæður.“ Um frammistöðu leikaranna Um frammistöðu einstakra leikara segir í Degi: „Steingrímur Þor- steinsson leikur Skugga-Svein, eins og áður getur, og í höndum hans nær hinn nafnfrægi útilegu- maður mikilli reisn, en er „mann- legri“ en sumir þeir Skugga-Svein- ar aðrir, sem ég hef séð á leiksvið- inu og um leið hugstæðari, án þess þó að lækka í loftinu. Jón Hall- dórsson leikur hinn fylgispaka og grannvitra Ketil skræk, sem er al- ger andstaða húsbónda síns, Skugga-Sveins. Hlutverk þetta hefur fært mörgum kærkomið tækifæri undir sviðsljósinu og hér eru því gerð góð skil. Vilhelm Þór- arinsson leikur Sigurð lögréttu- mann í Dal, myndarbónda, og er gildur og merkur bændahöfðingi þar í góðum höndum. Halla Áma- dóttir leikur Ástu, dóttur lögréttu- mannsins, unga og fagra. Leikur hennar er hófsamur og öruggur, og góð söngrödd lyftir mjög hennar hlut og bætir það upp, sem e.t.v. skortir í tilfinningahita hinnar föngulegu heimasætu í Dal.“ í Verkamanninum segir: „Em hér má aftur nefna Steingrím Þor- steinsson, sent skilar hlutverki Skugga mjög skemmtilega og fell- ur ekki í þá gryfju að apa nákvæm- lega túlkun annarra á því hlutverki. Bragi Jónsson gerir og hlutverki Haraldar mjög góð skil, og Ævar Klemensson er mjög eftirminni- legur í hlutverki Ogmundar. Þar kynni að vera á ferðinni leikara- efni. Jón Halldórsson er og góður í hlutverki þess margfræga Ketils skræks. Þá gerir Jóhannes Haralds- son hlutverki sýslumanns mjög góð skil. Sama má segja um Vil- helm Þórarinsson og Höllu Áma- dóttur, sem leika Sigurð í Dal og Ástu dóttur hans. Gerfi þeirra beggja eru eru mjög góð, og söng- ur Höllu bætir upp, sem á kann að skorta í leikmeðferð." Áhorfendur tvöfalt fleiri en íbúatala Auk þessara umsagna birtust frá- sagnir í öðrum blöðum á Akureyri og í dagblöðum fyrir sunnan. Sýn- ingar voru vel auglýstar þannig að strax í upphafi var aðsókn mjög mikil. Á sumar sýningamar seldist upp á tíu mínútum og það kom fyr- ir að símakerfið hér á Dalvík fór allt úr skorðum vegna álags þegar sala miða hófst. Á þessum árum vom lausir stólar í Ungó en ekki fastir bekir eins og nú er. Með því að hagræða í sal var hægt að kom á milli 150 og 160 áhorfendum í húsið. Það urðu alls 13 sýningarog sáu leikinn 1919 manns. Eftir því sem ég veit best hafa hvorki fyrr né síðar fleiri áhorfend- ur komið og séð uppfærslu á leik- riti hér á Dalvík. Til gamans má geta þess að um þetta leyti var íbúafjöldi hér á Dalvík að fara yfir eitt þúsund. 1. des 1966 vom hér 998 manns en 1. des 1967 voru komnir 1.012 á íbúaskrá. Nú 25 árum síðar emm við nýlega komin yfir 1.500. Það var nær tvöfaldur íbúafjöldi Dalvíkur sem kom og sá Skugga-Svein. Eins og gefur að skilja komu stórir hópar fólks héð- an úr nágrenninu á hverja sýningu. Til dæmis komu nokkrir hópar frá Akureyri en einnig var talsvert um að fólk kæmi úr öðrum landshlut- um gagngert til að sjá leikinn. Slík ferðalög þykja ekkert tiltökumál í dag en voru mjög sjaldgæf á þess- um tíma og því merkileg. Sýningin spurðist sem sagt vel út og aðsóknin var í samræmi við það. Söngatriðin þóttu takast sér- staklega vel enda gott söngfólk sem þarna var. Þó uppsetningin væri í flestu hefðbundin var sýn- ingin sérstæð fyrir einn hlut eins og lesa má úr tilvitnuðum umsögn- um hér á framan. Hér á ég við túlk- un Steingríms í hlutverki Skugga- Sveins. Hann þótti gera Skugga mannlegan. Margt af því aðkomu- fólki sem kom bakvið á eftir sýn- ingu til að heilsa upp á leikendur hafði orð á þessu. Eftir á að hyggja verður þessi uppfærsla á Skugga- Sveini hvað minnisstæðust fyrir túlkun hans svo og hina góðu að- sókn. Jóhann Antonsson Persónur Og leikendur í Skugga-Sveini þegar leikurinn hefur veriö settur upp á Dalvík, þaö er um júlaleytið 1930 og 1943 og svo seinnipart vetrar 1967. 1930 1. Sigurður lögréttumaður í Dal... Magnús Jónsson 2. Ásta dóttir hans............. Fjóla Guðmundsd. 3. Jón sterki................... Stefán JT Kristins. 4. Gudda........................ Jóhannes Jóhannes. 5. Gvendur...................... Jóhann Þorleifsson 6. Lárenzíus sýslumaður......... Júlíus Bjömsson 7. Margrét þjónustustúika hans.... Fanney Bergsdóttir 8. Hróbjartur vinnuntaðurhans.... Stefán Hallgrímss. 9. Helgi stúdent................ Egill Júlíusson 10. Grímur stúdent.............. Pétur Baldvínss. 11. Geir kotungur............... Guðjón Sigurðsson 12. Grani kotungur.............. Víglundur Pétursson 13. Galdra-Héðinn............... Jóhannes Jóhanness. 14. Skugga-Sveinn............... Kristinn Jónsson 15. Haraldur.................... Tryggvi Jónsson 16. Ögntundur.................. Kristján Jóhanness. 17. Ketill...................... Stefán Hallgríms. 18. Sýsluskrilári.............. Friðsteinn Bergsson 19. Vtuömaður.................. Guðjón Sigurðsson 20. Varðmaður................... Víglundur Pétursson 1943 Sigtýr Sigurðsson Ingibjörg Amgríms. Marinó Þorsteins. Jóhannes Jóhannes. Gunnar Kristinsson Egill Júlíusson Kristín Stefánsd. Jóhannes Jóhannes. Vilhelm Sveinbjöms. Ámi Amgrímsson Friðsteinn Bergsson Kristinn Hallgríms. Jóhannes Jóhanness. Kristinn Jónsson Hjálmar Júlíusson Steingrímur Þorst. Friðjón Kristinsson Friðsteinn Bergsson 1967 Vilhelm Þórarinsson Halla Ámadóttir Steinn Símonarson Friðrikka óskarsd. Ómar Ambjömsson Jóhannes Haraldss. Klara Ambjömsd. Sigtryggur Ámason Snælaugur H. Ámas. Gunnar Friðriksson Pálmi Jóhannsson Brynjar Friðleifs. Jóhann Tryggvason Steingrímur Þorst. Bragi Jónsson Ævar Klemensson Jón Halldórsson Jóhann Tryggvason Brynjar Friðleifs. Pálmi Jóhannsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.