Norðurslóð


Norðurslóð - 30.06.1993, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 30.06.1993, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLOÐ Aannan dag hvítasunnu, 31. maí s.L, voru liðin 150 ár frá því að sá prestur fæddist er síðastur sat Tjörn í Svarfaðardal. Þessi maður var Kristján Eldjárn Þórarinsson en hann var prestur í Tjarnar- prcstakalli frá árinu 1978 og til 1917 eða í tæpa fjóra áratugi. Verðugt er að minnast þessara tímamóta með nokkrum orðum hér í Norðurslóð, en varðandi frekari fróðlcik er lesendum bent á afmæl- isrit Tjarnarkirkju frá árinu 1992. Kristján var af prestum kominn. Afi hans og nafni, Kristján Þor- steinsson, var prestur á Tjörn 1843-1846 er hann flutti í Velli hvar hann sat til æviloka, 1859. Faóir Kristjáns, Þórarinn, var lengst af prófastur í Vatnsfirði, en þjónaði áður Ytri-Bægisá hvar Kristján fæddist 31. maí 1843. Móðir Kristjáns var Ingibjörg Helgadóttir. Kristján ólst að miklu leyti upp hjá afa sínum á Völlum og hefur greinilega líkað vel við dalinn og fólkið því hann sótti þangað norð- ur er Tjarnarprestakall losnaði Sr. Kristján Eldjárn Þórarinsson og Petrína Sofiia Hjörleifsdóttir ásamt börnum sínum, frá vinstri: Þorbjörg, Ingibjörg, Þórarinn, Ólöf og Sesselja krýpur framan við fóður sinn. Sr. Jón Helgi Þórarinsson: fagnaóar. Ræðumaöur þótti hann góður. Hér verður fátt upp talið af störfum hans þó margt mætti nefna. Það sem hæst ber og mun væntanlega halda merki Kristjáns lengst á lofti er bygging nýrrar kirkju á Tjörn er var vígð 5. maí 1892. Kristján bar fjárhagslega ábyrgð á þeirri byggingu þó svo að söfnuðurinn eignaðist hana síðar. Bygging Tjarnarkirkju var geysi- legt þrekvirki fyrir lítt efnaðan prestinn og segir meira um vilja prests og einuró en mörg oró. Um þennan þátt má lesa nánar í áður- nefndu afmælisriti Tjarnarkirkju er gefið var út 1992 í tilefni 100 ára afmælis kirkjunnar. Arið 1900 fauk Upsakirkja og varð að byggja nýja kirkju. Hefur Kristján vafalaust komið þar ná- lægt þó svo aó hann hafi ekki borið fjárhagslega ábyrgó á þeirri smíði. Með lögum frá 1907 var Tjarn- arprestakall lagt niður og samein- að Vallaprestakalli. Þessi breyting skyldi þó ekki koma til fram- kvæmda fyrr en prestur léti af embætti. Þegar Kristján sá fram á að jörðin yrði seld falaðist hann 150 ára afmæli séra Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar á Tjörn 1878. Aður hafði hann setiö á skólabekk sunnan heiða um árabil, varð stúdent frá Lærða skólanum í Rcykjavík 1869 og Prestaskólan- um lauk hann 1871. Sama ár vígð- ist hann til Staðarprestakalls í Grindavík og þjónaði því þar til hann flutti sig aó Tjörn. Hinn 33 ára gamli klerkur var ógiftur er hann kom í Svarfaðardal á ný en úr því rættist brátt. Heima á prestsetrinu á Völlum (sem er gegnt Tjörn eins og allir vita sem Svarlaðardal þekkja) var um þær mundir heimasæta að nafni Pctrína Soffía Hjörleifsdóttir, er hafði m.a. verió til mennta bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Þau Kristján og Petrína felldu hugi saman og gcngu í hjónaband 1881. Bjuggu Obbinn af Eldjárnsætt samankominn undir kirkjuveggnum á Tjörn. þau á Tjörn meðan bæði lifðu en Petrína lést 1916 og Kristján í september 1917. Kristján þjónaði tveimur annex- íum, Urðum og Upsum, auk heimakirkjunnar. Hann var al'ar vel látinn af sínum sóknarbörnum og á mannamótum hrókur alls Sparisjóður Svarfdæla Dalvík - Árskógi - Hrísey sendir sumarkveðjur til allra byggða Ut-Eyjafjarðar og óskar starfsfólki og viðskiptavinum öllum gæfu og gengis við leik og störf sumarsins. Hittumst heil að hausti Sparis j óðurinn ® 61600 Dalvík ® 61880 Árskógi ® 61785 Hrísey eftir henni og keypti jörðina árið 1915. Hafa niðjar hans búið þar óslitið síóan. Kristján lést á Tjörn 16. september 1917, tæpum fjórum mánuðum eftir að hann fékk lausn frá emb- ætti, síðasti presturinn er sat á Tjörn. Var hann jarðsettur í Tjarn- arkirkjugarói við hlið konu sinnar. I tilefni 150 ára afmælis Kristj- áns komu niðjar hans saman í Svarf- aðardal um hvítasunnu. Að morgni 31. maí var helgistund í Tjarnar- kirkju þar sem Kristjáns og Petrínu var minnst sem og barna þeirra. Af þessu tilefni var einnig gróðursett reyniviðarhrísla við leiði þeirra hjóna, sem er fast við kirkjuna. A þessum tímamótum minnast söfnuðir hins gamla Tjarnarpresta- kalls langrar og góðrar þjónustu séra Kristjáns Eldjárns Þórarins- sonar í tæpa fjóra áratugi mcó virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning hans. Hvenær verður ætt að ætt? Hvenær verður ætt til? Þessari spurningu var varpað frani á ættarmóti Eldjámsættar sem haldið var að Húsabakka um Hvítasunnuhelgina. Sumir vildu svara því þannig að ætt væri til orðin þegar fjölskylduboðin breyttust í ættarmót. Og til að hafa tímasetninguna nákvæma væri þá ætt formlega orðin að ætt þegar fyrsta ættarmótió er haldið meö pompi og prakt; prentuðu niðjatali og öllu tilheyrandi. Samkvæmt þeirri skilgreiningu mun Eldjámsætt formlega hafa orðið til síóastliðna hvítasunnu- helgi. Ættamafnið Eldjárn hefur hins vegar verió notað af fjöl- skyldunni síðan 1918. Tilcfni ættarmótsins var 150 ára afmæli ættföðurins Kristj- áns Eldjáms Þórarinssonar sem var sem kunnugt er prestur á Tjörn. Hann stóð að byggingu Tjarnarkirkju sem enn stendur og hélt fyrir sitt leyti upp á 100 ára al'mæli sitt í fyrra. Kona Kristjáns var Petrína Soffía Hjörleifsdóttir og áttu þau saman 5 börn sem komust til fullorðinsára. Aðeins tvö barn- anna, Þorbjörg og Þórarinn, eignuðust afkomendur og cr því ætt þessi fremur fámenn (en að sama skapi góðmenn). Ættarmótið þótti takast hið besta. Til lciks voru mættir all- llestir núlifandi afkontcndur gömlu prcsthjónanna á Tjörn þrátt fyrir norðanhraglanda og nístingskulda. Mótið hófst með svarfdælskum marsi á Grund- inni við undirleik Hafliða á Uróum. Annað kvöldið var veisla scm konur í Tjarnarsókn stóðu fyrir. Létu þær ágóðann renna óskiptan til Tjarnar- kirkju. Mótió endaði svo mcó minningarathöfn í Tjarnakirkju að morgni annars í hvítasunnu cn það var einmitt á hvítasunn- unni fyrir röskum 100 árum að kirkjan var fyrst vígð. Við at- höfnina minntist séra Jón Helgi Þórarinsson fyrirrennara síns, séra Kristjáns. Endapunkturinn var síðan sá að Hjörtur Þórar- insson gróðursetti reynitré á leiði afa síns og ömmu. hjhj UTBOÐ Svarfabardalshreppur óskar eftir tilbobum í byggingu félagsheimilis og íþróttahúss á Húsabakka í Svarfaðardal. Verkib tekur til byggingar 1. áfanga. Byggingunni skal skila uppsteyptri og fullfrá- genginni utan (einangrabri ab utan og plötu- klæddri). Stærb hússins er um 570 m2. Verktími er til 15. júlí 1994, en byggingin skal vera uppsteypt og lokuð þann 1. desember 1993. Útboðsgögn verba afhent hjá oddvita Svarfab- ardalshrepps frá og meb mánudeginum 28. júní 1993 gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilbob verba opnub í Húsabakkaskóla föstudaginn 9. júlí kl. 1 600. Oddviti Svarfabardalshrepps Hóli Sími: 96-6 15 37 Fax: 96-6 13 32

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.