Norðurslóð - 27.10.1993, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 27.10.1993, Blaðsíða 2
2 — NORÐURSLÓÐ NORÐURSLOÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgöarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvfk Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Höfum við ein- hverju að tapa? Senn líður að því að velflestir landsmenn gangi að kjör- borðinu og taki þátt í atkvæðagreiðslu um tillögur að mestu breytingu í stjórnsýslu þessa lands um langan tíma ef ekki allra tíma. Tillögur sem lagðar hafa verið fram um breytingar á sveitarfélagamörkum eru mun róttækari en almennt var búist við að kæmu fram. Ef hugmyndirnar verða að veruleika þá breytist í raun eðli sveitarstjórnarstigsins með því að sveitarfélögin verða það burðug að það kemur eins og af sjálfu sér að til þeirra flytjast verkefni og ákvörðunarréttur í mál- efnum sem nú eru hjá ríkisvaldinu og þá gjarnan í Reykjavík. Verði sveitarfélögin öflug eins og tillögurnar gera ráð fyrir mun skapast möguleiki á því að endurskipu- leggja alla stjórnsýslu landsins innan fárra ára. Ef verkefni flytjast í ríkari mæli til sveitarfélaganna verð- ur hægt að minnka umsvif ráðuneyta, fækka þing- mönnum og ráðherrum og gera jafnframt stjórnsýslu landsins skilvirkari. Grunnurinn að þessari endur- skipulagningu er að sveitarfélögin verði öflugri en nú er og geti tekið að sér á myndugan hátt ný verkefni. Það er einmitt kosturinn við svo mikla sameiningu sem tillögurnar sem kosið verður um gera ráð fyrir. Þó svo mörk sveitarfélaga hafi lítið breyst á undan- förnum áratugum hefur smæð þeirra rekið þau til sam- vinnu á ýmsum sviðum. Þessari samvinnu er síðan stýrt með samstarfsnefndum á hinum ýmsu sviðum sem kosnar eru af sveitarstjórnum og eru oft á tíðum yfirsveitarstjórnir í ákveðnum málaflokkum á heilu landsvæðunum. Slíkar nefndir eða samráðshópar hafa ekki hlotið viðurkenningu í stjórnsýslu landsins enda sprottnir af ólíkri þörf hér og þar. Kerfi sem byggist upp utan við sveitarstjórnarkerfið á þennan hátt er bæði óskilvirkt og ólýðræðislegt. Fyrirkomulag sem kæmist á verði tillögurnar samþykktar gerir slíka skip- an óþarfa. Þó settar hafi verið fram hugmyndir um fyrirkomu- lag stjórnunar í hinum nýju sveitarfélögum, verður það einfaldlega svo að reynslan mun sýna hvað hentar best. Hér í blaðinu er sagt frá hugmynd sem sett hefur verið fram fyrir Eyjafjörð. Hér er ekkert annað en hugmynd á ferðinni eða sýnishorn af því hvernig hægt verður að hugsa sér framkvæmdina. Síðan verður það þeirra sem bjóða sig fram til setu í sveitarstjórninni að koma með hugmyndir fyrir kjósendur og verður þeim þá veitt brautargengi sem koma með bestu hugmynd- irnar. Eins og sagði í upphafí eru tillögurnar sem kosið verður um rótækar. Auðvitað er það svo að ekki verða allir sáttir við þær. Meðal mótraka sem heyrast er að þetta sé svo mikil breyting, menn viti jú hvað þeir hafi en ekki vel hvað tekur við. Hvað er það sem menn hafa og hvernig hefur það reynst? Er það ekki mergur máls? Lengi hafa stjórnmálamenn og þá ekki síður fólkið í hinu dreifðu byggðum sagt að byggðaröskun sé eitt alvarlegasta vandamálið sem við sé að glíma. Og alltaf virðist landsbyggðin fara halloka ef marka má það sem sagt er. Astæða þess er margþætt en skyldi það ekki vera tilraunarinnar virði að breyta um og gera sveitarstjórnarstigið burðugra til að taka á móti verk- efnum og veita íbúum landsbyggðarinnar betri þjón- ustu og sjá til hvort ekki verði auðveldara að halda í fólk þar? Er ekki of mikil áhætta að segja nei við tillög- unum svo þessi tilraun verði aldrei gerð? J.A. % s Arni Daníel Júlíusson: s A eyðimörkum andans Plága landsins - bjargvættur þjóðar að er óhætt að segja að þeir sem búa á Islandi lifi nú um stundir fremur erf- iða tíma. Víðast er pottur brotinn. Gamlar stoðir landsins láta undan hver af annarri, bæði sjávarútvegur og landbúnaður. Bú- skapurinn telst of afkastamikill en skilar þó allt of litlu í þjóðarbúið, hvemig sem það má vera. Sveit- imar munu brátt ekki hafa annað gildi en vera hvíldarstaður fyrir borgarbúa, eða aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn (hvort tveggja gefur reyndar ágætis pening í kassa bænda og landeigenda). Skynsemi til trafala Innreið kapítalismans í íslenskt þjóðlíf hófst um 1880. Um leið hófst innreið skynseminnar fyrir alvöru. Skynsemin hafði verið reynd áður af Dönum í landbúnaði hér 1770-1800 með kynbótatil- raunum á sauðfé o.fl., en ekki gefist vel. Það eina sem hafðist upp úr því var að kynbótahrútar fluttu hingað fjárkláða, sem drap rollumar, og skynsemishrjáðir bændur urðu að sjá við kláðanum með því að veiða meiri fisk. Lengi vel leit þó svo út að skynsemin myndi á 20. öld reynast ágætlega bæði í sjávarútvegi og landbúnaði - frá 1934 var komið á mjög skynsamlegu kerfi við dreifingu landbúnaðarafurða og bæði síldin og þorskurinn skiluðu drjúgum í þjóðarbúið bæði fyrir og í kreppu. Blessað stríðið var heldur ekki amalegt. En svo kom að því að skynsem- in fór aftur að verða til vandræða. Nú lagðist hún ekki bara á rollum- ar eins og í kláðanum mikla á seinni hluta 18. aldar, heldur líka mannlífið. Framverðir skynsem- innar voru í þetta sinn innlendir jarðfræðingar. Sigurður heitinn Þórarinsson hélt því fram í fyrir- lestri 1956 að íslenskir bændur ættu sök á gríðarlegri landeyðingu. Þjóðin hefði í 1000 ára baráttu við ís og eld stöðugt verið að taka af þeim höfuðstól sem náttúran færði henni í árdaga, við landnám. Þess- ar fullyrðingar sínar byggði hann annars vegar á öskulagarannsókn- um sem sýndu að jarðvegsþykkn- un hafði aukist mjög um landnám og hins vegar hugmyndum fræði- manna um útbreiðslu gróðurlendis við upphaf Islands byggðar. Talið var að gróður hefði minnkað úr 65.000 ferkílómetrum við landnám í 25.000 ferkílómetra nú. Vafasöm fræði Einhvemtíma minntist ég á það í viðtali í Morgunblaðinu að mér þættu þetta vafasöm fræði. Ekki hafði ég annað upp úr því en að nokkrir fokreiðir náttúruvemdar- menn héðan og þaðan af landinu hringdu í mig til að koma fyrir mig vitinu. Það tókst ekki betur en svo að ég fékk enn meiri efasemdir, ekki síst eftir að hafa kíkt betur á rök Sigurðar heitins. Hann heldur því fram í fyrirlestrinum frá 1956 að 3.000 af 7.000 bændabýlum landsins hafi fariö í eyði frá því byggð var útbreiddust á miðöld- um, öll vegna uppblásturs. Heim- ild hans var „jarðabók frá 1703“. Engin slfk er til, en raunar er Jarða- bók Ama Magnússonar og Páls Vídalín frá svipuðum tíma, 1702- 1714. Hún er líka eina jarðabókin sem nákvæmlega greinir frá eyði- býlum, svo sjálfsagt átti Sigurður við hana. í Jarðabók Áma og Páls er greint frá ótal eyðibýlum, en þau eiga það sameiginlegt að hafa flest farið í eyði annaðhvort í harðind- unum 1685-1703 eða í stórubólu 1707-1709. Leitun er að býlum sem sagt er að farið hafi í eyði vegna uppblásturs eða sandfoks. Uppblásturssagnfræðin á því við engin söguleg rök að styðjast, enda sýnir ný gervitunglamynd frá Landmælingum ríkisins að gróður- hula landsins er 44.000 ferkíló- metrar en ekki 20.000 eða 25.000 eins og náttúruvísindamenn okkar, félagar Sigurðar, hafa viljað halda fram. ímyndaðar eyðimerkur Annar jarðfræðingur hélt inn á sömu braut í grein í Sögu, tímariti sagnfræðinga. 1962. Það var Þor- leifur Einarsson, sem hafði athug- að frjókomasnið úr Borgarmýri við Reykjavík, og séð að búskapur hafði verið í grenndinni frá 900- 1400. Jarðabók Áma og Páls getur um að býlið Oddageirsstaðir á þessum slóðum hafi farið í eyði fyrir löngu vegna uppblásturs. Ut frá þessu ályktaði Þorleifur að hundruð býla um allt land hefðu farið í eyði. Oddageirsstaðir þessir eru raunar næreina býlið sem vitað er urn að farið hefur í eyði vegna uppblásturs í nágrenni Reykjavík- ur, sem þó er ekki ýkja gróðursælt eins og flestir vita. Þessar ímynduðu eyðimerkur jarðfræðinganna hafa síðan vaxið í ímyndun þjóðarinnar. Þær eru orðnar að eyðimörkum andans. Hið svokallaða stríð þjóðarinn- ar gegn landinu og gróðurlendi þess hefur orðið að sagnfræðilegri klisju, sem er svo oft endurtekin og þulin að hún er orðin samgróin undirmeðvitund þjóðarinnar. Blessun fremstu náttúruvísinda- rnanna (sem vel geta verið ágætis náttúruvísindamenn, þótt þeir séu ómögulegir sagnfræðingar) lands- ins, þ.e. boðbera skynseminnar, hefur tryggt heilagleika boðskap- arins. Síðan hafa heildsalar úr Reykjavík sem langar til að ná aft- ur markaði fyrir niðursoðna mjólk sem þeir töpuðu 1934, þegar ís- lenskir smábændur fengu mögu- leika til mjólkursölu í bæjum, not- að þessi rök til styrktar eigin máls- tað. Þeir byggja í áróðri sínum á þeirri „staðreynd" að íslenskur landbúnaður sé óhagkvæmur og þar að auki skaðvænlegur um- hverfinu, og hvað er verra nú til dags en að vera umhverfisspillir, nema þá ef vera skyldi óhag- kvæmur? Þannig nýta þeir sér upp- blásturssagnfræði náttúruvísinda- manna, sem sagnfræðingar hafa ekki mótmælt þar til nú, og telja fólki trú um að nánast allur land- búnaður sé glæpur gegn íslenskri náttúru. Uppblásturinn blásinn upp Islenskar sveitir hafa verið nýttar til landbúnaðar í rúm 1000 ár og engin þeirra hefur blásið upp, nema sveitin í grennd við Heklu. Uppblástur er á láglendi bundinn við hið eldvirka belti, aðallega í Þingeyjarsýslu og Rangárvalla- sýslu. Nokkrar sveitir hafa farið í eyði sökum eldgosa og jökul- hlaupa, eða þá vaxandi jökla, en ekki er hægt að saka uppblásturinn um það. Uppblástur á hálendi hef- ur verið mjög blásinn upp. Mörg þúsund ferkílómetrar hafa þar blásið upp í hugum náttúruvísinda- rnanna á meðan gróðurinn sat kyrr og beið þess að verða myndaður af gervihnöttum, svo hægt væri að sýna fram á að hann væri til. Islendingar ættu að snúa sér að því að nýta sveitir sínar, njóta þeirra og komast í sátt við þær. ítalskur maður sem ég talaði við nýlega furðaði sig á því af hverju Islendingar framleiddu ekki og seldu sauðaosta. Þeir væru í háu verði á Italíu og aldrei fengist nög af þeim, en Islendingar ættu nóg af sauðfé. ítalir drekka rauðvín með svona ostum. Franskur sauðaostur, Rochefort, er eitthvert mesta sæl- gæti sem til er, ekki síst með góðu rauðvíni. En hann er fokdýr. Fram- leiðsla á sauðaosti yrði kannski helst hægt að stunda fyrir lúxus- markaði í litlu magni, því sjálfsagt er dýrt að framleiða svona ost. Aðalatriði er kannski ekki að finna upp á arðbærum greinum fyrir landbúnaðinn, heldur að hafna þeirri rökfræði sem beygir allt undir lögmál peninganna. Gangist menn undir hana þýðir það öruggan dauða sveitanna. Með kveðju Kaupmannahöfn 9. októher Árni Daníel Júlíusson (Millifyrirsagnireru blaðsins)

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.