Norðurslóð - 29.03.1995, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 29.03.1995, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLÓÐ , Minning Ágúst Bjarnason F. 25. nóvember 1917 - D. 8. mars 1995 Ágúst Bjarnason lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 8. mars síðastliðinn. Hann var jarðsettur frá Dalvíkurkirkju 15. mars sl. Ágúst var fæddur að Kirkjubæ í Hróarstungum. Þar mun móðir hans, Júlíana Kristmundsdóttir, hafa verið í vinnumennsku, en fað- ir hans var Bjami Jónsson. Hann hafði ekki afskipti af uppeldi Ágústs enda var Júlíana komin með son sinn, tæplega ársgamlan, til Grímseyjar þar sem honum var í fyrstu komið í fóstur til ættingja hennar. Afskipti og tengsl okkar fjölskyldu við Gústa eins og hann var jafnan kallaður, hefjast þegar afi, Jakob Helgason og vinur hans og síðar mágur Oli Bjarnason ganga í það, þá unglingar, að fá nýtt lóstur fyrir Gústa og hann flytur, þá á fimmta ári, til Ingu Jó- hannesdóttur langömmu minnar. Þegar Gústi er orðinn 15 ára, en þá hafði hann víðar dvalið en hjá Ingu, kemur hann til afa og ömmu, Jakobs og Svanfríðar, sem þá eru ung hjón. Síðan er hann með þeim og verður þannig einn af okkar fjölskyldu. Barnahópur afa og ömmu varð nokkur stór og fyrirferðarmikill; l'imm syni eignuðust þau og tvær dætur. Gústi tók þátt í lífsbaráttu fjölskyldunnar í Grímsey sem einn af þeim, sótli sjó eða vann við annað sem til féll. Fjölskyldan var samhent og dugleg og komst vel af. Eftir fráfall elsta sonar afa og ömmu, Willards, tók fjölskyldan sig upp og flutti til Dalvíkur árið 1947, keypti húsið Garða, nú Hafnarbraut 25, og kom sér þar fyrir. Gústi var þá um þrítugt og eftirlifandi böm þeirra hjóna, Helgi, Óli, Elín, Guðrún, Matthías og Ottó, á unglingsaldri eða að nálgast fullorðinsár. I Görðum var síðan miðstöð fjölskyldunnar næstu áratugina og þar hlutum við mörg gott vegarnesti sem hefur enst okkur fram á þennan dag. Bræðurnir hófu búskap „á loftinu" hver á fætur öðrum og mörg barna- barna ömmu og afa stigu þar sín fyrstu skref. Mörg okkar hinna vistuðumst þar einnig um skemmri eða lcngri tíma. Alltaf var nóg pláss hjá afa og ömmu og alltaf var Gústi nálægur sem einn af þeim fullorðnu sem skipti sér af, sem lét sig varða hvað maður var að gera eða hvemig manni gekk. Hann var bamavinur og þess nutum við sem ólumst upp í Görðum. Hann gaf sértíma til að spila við okkur, sýna okkur spilagaldra og margskonar svindl sem hann hafði séð framið í erlendum höfnum. Og oft var hann sá eini sem var aflögufær með smá pening þegar mikið lá við. Gústi stundaði sjómennsku stóran hluta æfi sinnar, vann ann- ars það sem til féll í landi. Á 6. og 7. áratugnum var ltann viðloðandi Hafnarfjarðartogarana sem sigldu þá gjarnan nteð aflann. Þannig varð Gústi einskonar gluggi okkar krakkanna að útlöndum og tákn um ýmsan munað sem á þcim tíma var ekki fluttur til landsins eftir öðrum leiðum en með togurum sem voru að koma úr siglingu. Hann átti líka oft mikla peninga þegar liann var í landi. lifði þá gjarnan hratt og veitti á báða bóga. Síðar var hann lengst með Matta á Snæfelli EA og síðustu ár sín á vinnumarkaði vann hann í Blika hjá Otta og Matta þar sem hann gat aðlagað vinnutíma og verkefni að breyttum aðstæðum sínum vegna aldurs eða annars. Já, hann Gústi lifði stundum hratt og flæktist þá í ýmsan félags- skap. En karl bjargaðist úr öllum slíkum leiðöngrum. Góðglaður rifjaði hann gjarnan upp árin í Grímsey og söng þá gjarnan brag- inn um þá sem reru á Félaganunt, en það var bragur um útgerð Gústa og IJeiri á þeim báti. Þegar þannig lá á honum voru líka konurnar í fjölskyldunni allar systur hans eða diddur, fyrst mamma og Gunna, síðar eiginkonur bræðranna og loks vorum við stelpurnar hver af annarri teknar í „diddutölu“ jafn- harðan og við urðum fullorðnar. Það var merkileg staðfesting á nýrri stöðu í fjölskyldunni. Og fyr- ir allar þessar systur sínar og fjöl- skyldur þeirra var hann jafnan til- búinn að snúast eða verða að ein- hverju gagni. „Ó Gústi, ekki veit ég hvernig ég færi að án þín“, var stundum viðkvæðið í Görðum og hjá ömmu, ekki síst eftir að afa naut ekki við lengur. Þannig laun- aði hann fóstrið með trúnaði og liðsinni eftir því sem þurfti og við átti. Lengst af var Gústi ókvæntur, en um 1980 kynntist hann konu, Sigurást Kristjánsdóttur, sem hann gekk í hjónaband með. Þeirra sam- vista naut hann ekki lengi því hún lést nokkrum árum síðar. Gústi eignaðist ekki böm, utan þau sem hann eignaðist í gegnum fjöl- skyldutengsl. Hann eignaðist hins- vegar nafna sem varð honum kær- ari en önnur börn sem hann hafði afskipti af um æfina og uppspretta mikillar ánægju nú síðustu árin þegar hann var fluttur að Dalbæ, heimili aldraðra hér á Dalvík. Gústi var andlega hress allt til hins síðasta og á Dalbæ var hann lífið og sálin í hópi heimilisfólks sem nú saknar vinar og félaga í stað. Fjölskyldan, sem hann tengdist svo ungur, saknar góðs bróður og vinar og minnist með hlýju allra stundanna sem varið var saman við störf eða leik, í blíðu og stríðu. Svanfríður Inga Jónasdóttir A Kaup- félagsfundi Nú um helgina var haldinn aöall'undur Kaupfélags Eyfirðinga að undangengn- um funduin í félagsdeildum. Á aöalfundi Svarfdæladeildar var lieldur fámennt en tiltiilulega góðmennt. Hé má sjá þá Atla Friðbjörnsson, Guðhjörn Gíslason, Tryggva Jóhannsson og í baksýn þá Hjört Þórarinsson, Sigurð Kristjánsson, Siilva Hjaltason, Olaf Tryggvason, Hjalta Haraldsson, Eilippíu Jónsdóttur og Friðrik Þórarinsson. Þau eru að hlýða á Magnús Gauta kaupfélagsstjóra útskýra bættan hag lélagsins. Svarfdælabúð -10 ára - Daivík Allt í hátíðar- 03 helj- armatinn í kjötborði Norðlenskir Páskaess dasar P í miklu Alls konar tilboð og ^ úrvali kynningar Líttu inn!

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.