Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1995, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 13.12.1995, Blaðsíða 6
6 — NORÐURSLÓÐ Hnjúkur í Skíöadal. Að enduðum Sigurður á Egg 25 ára. níu áratugum Það er um nónbil á miðju vori. Yfir héraðinu liggur gulbrúnt hitamistur. Sólin yfir miðju Grísafellinu, sem stend- ur sinn eilífa vörð norðan megin Vatnsskarðsins, þrýstið og hnubb- aralegt. Eg er að huga að hornum mínum suður á klöppum og á ann- ríkt, því að nú stendur á miðjum sauðburði. Eitt sinn er ég rétti mig upp frá því að koma lambi á spena, sé ég hvar maður kemur fram austur- bakka Borgareyjar, ríðandi rauð- um hesti og fer mikinn. Eg verð að gefa mér tíma til þess að hlaupa heim og láta vita að hann þurfi ferju, hugsa ég. En hvað er nú þetta? Maðurinn ríður fram hjá ferjustaðnum, niður bakkann og slær hvergi af ferðinni. Skyldi hann ætla að leggja í kvíslina? Hún er þó ekki árennileg, þar sem hún veltur áfram bakkafull, straum- þung og kolmórauð, eins og skolið af sokkaplöggum heyskaparfólks- ins, þegar það hefur verið að vaga úr leirdrögunum yfir á Engjaeyj- unni. Og það ber ekki á öðru. Hann leggur án nokkurs hiks út í Suður- kvíslina. Þessi maður hlýtur að vera kunnugur staðháttum, því að hann ríður út í kvíslina nákvæm- lega á réttum stað: úr skarðinu í bakkann, og þó geta hófsporin, sem eiga að vera á sandinum í skarðinu ekki verið honum nein leiðbeining, því að þau eru nú á kafi í korguðu jökulvatninu. Hesturinn grípur sund strax við suðurbakkann. Eg veit, að kvíslin er þung á þegar hún er í svona miklu flóði, og ég fer að hugsa um hvort þeir félagar muni ná landi í Eggjamestánni. Ef það tækist ekki, gæti málið farið að vandast. En hér sýnist engin hætta á ferðum. Hest- urinn syndir hraustlega, teygir snoppuna fram yfir vatnsborðið, hrekur mjög lítið og öðra hvoru gefur hann frá sér snögg fríshljóð, sem berast til mín gegnum hlýja kyrrðina. Það er auðséð að þarna fara tveir sem ekki eru óvanir því að svalka saman í Vötnunum. Þótt heita megi hrokasund landa á milli, þá þurfa þeir ekki á þrauta- lendingu Eggjamestáarinnar að halda, þeir taka land í hólmanum austan við Tána. Þegar landi er náð, fer ferðamaðurinn af baki, strýkur hestinum um háls og bóga, stígur á bak á ný, ríður yfir stokk- inn milli hólmans og Eggjarness- ins, sem nú tekur hestinum vel á miðjar síður, þótt venjulega sé hann því nær þurr, og heldur síðan hvatlega út vesturbakkann þar til hann hverfur sjónum mínum fyrir Hrossatangann. - Seinna var mér sagt, að þama hefði farið Sigurður á Egg á Úlfi gamla. Milli þessarar fyrstu minn- ingar minnar um Sigurð og dagsins í dag liggur mikið haf margháttaðra, stórra og örlagaríkra atburða: Heimskreppa, heimsstyrjöld, þjóðstjóm, nýsköp- unarstjóm, vinstri stjóm og við- reisnarstjóm, svo getið sé ein- hverra kennileita þessa umbrota- sama tímabils. Og nú er Úlfur löngu fallinn og Sigurður níræður orðinn. Og þótt hann sé sennilega hættur að sundríða, þá er hann samt jafn hressilegur og hispurs- laus í tali, jafn áhugasamur um al- menn mál og hvers konar framfar- ir, jafn vakandi yfir velfamaði sjálfs sín og samferðmannanna, bæði þessa heims og annars, og ætíð áður. Og m. a. af þessum sök- um og með því að níræður maður kann frá mörgu að segja, er ég nú sestur hér andspænis Sigurði til þess að hripa niður fyrir Glóða- feyki hrafl af því, sem á góma ber eina októberkvöldstund. - Þú ert Svarfdœlingur, Sigurð- ur? - Já, fæddur að Hnjúki í Skíðadal, sonur hjónanna sem þar bjuggu þá, Þórðar Jónssonar og Halldóru Jónsdóttur. - Viltu segja mér eitthvað frá uppvaxtarárunum ? - Eg veit nú ekki hvort ástæða er til að fjölyrða um þau. Þau liðu með líkum hætti og þá gerðist hjá bömum og unglingum í sveit. Ein- hverjar björtustu minningar mínar frá bemskuámnum em tengdar hjásetunni, félagsskapnum við kvíaæmar. Þær voru um 100. Ekki var ég nú neitt ánægður yfir því starfi til að byrja með. Eg rölti af stað á eftir þeim grenjandi og kom heim með þær grenjandi. Soffía systir var með mér þrjár fyrstu næturnar til þess að setja mig inn í starfið. Eitt sinn kom það fyrir, ég held það hafi verið um það bil viku eftir að ég byrjaði hjásetuna, að yfir skall sótþoka. Eg fór samt með æmar út í Hlíðina en hélt þeim þó frá ánni, því að þar var hey. Æmar lögðust um nóttina og þá skreið ég upp á stóran stein, því að hvergi var hægt að setjast í grasið fyrir bleytu. Og þama á steininum sofn- aði ég. Þegar ég svo hrökk upp vom allar æmar horfnar. Eg reyndi að rekja slóðimar í blautu grasinu, en allt kom fyrir ekki. Sá ég fljót- lega að útilokað var að ná þeim saman með þessu móti, svo að ég tók það til bragðs að siga hundin- um út í þokuna eins og ég væri að smala, og rölti svo þannig heim á leið. Þegar heim kom kastaði ég tölu á æmar og vantaði mig þá að- eins tvær, Stórhymu og Síðklædd, en þær vantaði líka kvöldið áður, svo að ég hafði engum týnt í þok- unni og þóttist heldur góður. Pabbi var að klæða sig þegar ég kom í bæinn. Hann spurði hvort æmar væru allar. Eg svaraði sem var að tvær vantaði. „Varstu kannski með þær í Stekkjarhúsunum í nótt?“ spurði hann. Eg hálf-reiddist, því að mér fannst í þessu felast að- dróttun um að ég hefði svikist um að halda ánurn til beitar, svo að ég svaraði því, að hann skyldi líta inn í húsin. Vissi sem var að ekki var hægt að hýsa æmar án þess að það sæist á húsunum. V r því ég er farinn að tala um hjásetuna, má ég til með að segja þér, - þú þarft ekki að skrifa það, - að einhver ógleym- anlegasta og fegursta sýn, sem ég hef augum litið, bar fyrir mig þeg- ar ég stundaði hana. Þegar ég fór af stað með æmar um kvöldið var ákaflega blítt veður. Ró og friður hvfldi yfir öllu. Æmar dreifðu úr sér, því að ég hnappsat þær aldrei. Eg settist á lækjarbakka. Eg sat oft við lækina. Þeir sungu svo vel. Þeir sungu oft fyrir mig ljóðin hans Kristjáns Fjallaskálds. Það var un- un mín í einverunni á nóttunni að heyra lækina syngja. Og þeir sungu aldrei sama lagið. Það var annað í kvöld en í gærkvöldi. Og þetta kvöld fannst mér söngurinn fegurri en nokkuru sinni fyrr. Það var í honum meiri fögnuður. Þegar ég taldi komið lágnætti fór ég að tína æmar saman með aðstoð héppa, sem var þægur, eftirlátur og hlýð- inn. Brátt vom allar æmar lagstar og ég tók að maula nestið mitt, sem ævinlega var bæði nóg og gott, ekki skorti það. Lagði mig svo út af hjá einni ánni, sem hét Mannýg, en svo var hún nefnd af því að hún átti það til að hnippa ónotalega í þá, sem ekki vildu kjassa hana eða gæla við hana, þegar hugur hennar stóð til þess. Mannýg notaði ég venjulega fyrir kodda, þegar ég lagði mig í hjáset- unni. Líklega hef ég sofnað stund- arkom, en það gerði ég stundum. Það kom ekki að sök ef ég hafði Mannýgi undir höfðinu, þá vakn- aði ég alltaf þegar hún stóð upp. Þegar æmar fóra aftur á kreik, rak ég þær suður í Skipin, sem svo eru nefnd, en þau era í Blængshóls- landi. En samningar voru um það á milli pabba og bóndans á Blængs- hóli, að æmar þaðan mættu ganga úti í Hnjúksfjalli gegn því, að sitja mætti kvíæmar frá Hnjúki í Blængs- hólslandi. I Skipunum var kjarna- land og oft meira í ánum þegar þær gengu þar. Þama var líka gott að- hald af klettabeltum og því lítil hætta á, að æmar rásuðu langt. I Skipunum sat ég jafnan undir stór- um steini, sem var í laginu eins og skemma. Undir honum var alltaf logn, af hvaða átt, sem hann blés. Sagt var, að í steininum byggi huldufólk, en ég hræddist það ekk- ert og varð þess heldur aldrei var. Þessa nótt háttaði veðri svo, að blæjalogn var og heiður himinn, en dalurinn var fullur af þoku, sem þó lá ekki hærra en svo, að þegar sólin kom undan Múlanum, var hún of- an þokunnar. Skein þá umhverfið allt og glitraði, en þokan í dalnum leit út eins og gullið eldhaf. Svo komu fuglamir í flokkum, settust á steinana og sungu, og steinamir sungu, klettamir sungu, öll náttúr- an söng einn dýrðlegan lofsöng. Aldrei hef ég orðið hrifnari né glaðari af nokkurri sýn og það segi ég satt, að ég hágrét af hrifningu og óskaði þess, að í þessu um- hverfi, við þessa sýn, mætti ég lifa og deyja. Ekki veit ég hvað þetta varaði lengi, því að ég gleymdi öllu nema umhverfinu. En þegar ég rankaði við mér, óttaðist ég að hafa tapað ánum. Svo var þó ekki, þær voru allar kyrrar í Skipunum. Þegar bjart var sá ég á reyknum á bæjunum, hvenær mál væri komið til að halda heim á leið. En þegar ekki sást til bæja fyrir þoku, eins og nú, þá gat ég áttað mig á júgrum ánna. Þegar þær voru orðnar troð- júgra, var óhætt að síga af stað. Og á því glöggvaði ég mig nú. En um það bil er æmar hurfu mér inn í þokuna, þá bar fyrir mig aðra dýrð- arsýn. Það voru þrír friðarboðar, hver yfir öðram, og á þeim sá ég hvorki upphaf né endi. Sá innsti var lang-minnstur og mér fannst hann eins og lokast um mig. Eg átti erfitt með að slíta mig frá þessu, en þó varð svo að vera. Ég hélt á eftir ánum inn í þokuna og kom með þær heim á réttum tíma. Og hver heldurðu að trúi svo þessari frá- sögn? Já, þessi þrjú sumur, sem ég stundaði hjásetuna, eru ein- hver bjartasti og skemmtileg- asti tími ævi minnar. Mér leið - Magnús H. Gíslason spjallar við Sigurð á Egg. Fyrst birt í Gióðafeyki, 10. og 11. hefti 1969 og 1970 - Fyrsti hluti -

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.