Norðurslóð - 24.01.1996, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 24.01.1996, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Bréf frá Afríku Uppbygging skólaþjónustu: Andstaða við tillögu Eyþings Tema 23. des 1995 Hæ hæ allir heima. f dag er sam- kvæmt íslensku dagatali Þorláks- messudagur og allir heima á Fróni eflaust búnir að gamsa í sig kæsta skötu eða hangikjöt og renna þessu niður með góðum bjór eða hinum göfuga drykk Egils malti og app- elsíni. Hér í Ghana er lítil jóla- stemmning finnst mér. Allt gengur sinn vanagang og þrátt fyrir jóla- skraut í búðum og víðar er enginn fiðringur í manni. Það er búið að þrífa húsið hérna og tvö risastór pottablóm komin í stofuna en enn sem komið er er ekkert jólaskraut og hvað þá jólatré en það kannski kemur. I gærkveldi pakkaði ég inn jóla- gjöfum sem ég ætla að færa fólk- inu mínu hér. A meðan hlustaði ég á íslensk jólalög og söng með á milli þess sem ég hámaði í mig silkimjúkar ávaxtakaramellur og drakk coca cola. I morgun reis ég úr rekkju seint eða um kl. 10. Þá arkaði ég á litla pósthúsið héma á móti og hringdi til foreldra minna í Namibíu þar sem þær systur mínar tvær og fjölskyldur halda jólin með þeim. Þaðan var allt gott að frétta og íslenska hangikjötið sauð í pottinum. Við vorum eiginlega sammála um það að hálfpartinn söknuðum við þess að hafa ekki snjóinn og auðvitað langaði þau til að hafa „litla drenginn" hjá sér og mig þau hjá mér en jólin liðu og eftirá eru það minningarnar og þessi reynsla að hafa haldið jólin ‘95 í 30 stiga hita í tveimur lönd- um í Afríku sem bætir þetta upp og öll erum við sammála um það. Jæja, eftir símtalið fór ég niður í „bæ“ og arkaði um og hitti vini og kunningja og fór svo og keypti mér kjúkling og hrísgrjón og tók með mér heim og snæddi í ró og næði og gaf svo hundinum mínum honum Winner beinin og ljómaði hann yfir því. Síðan settist ég niður og glápti á beina útsendingu frá enska boltanum og þaðan lá leiðin yfir götuna þar sem ég sötraði einn club beer og fór svo að sofa. 24. desember, aðfangadagur, ræs hálftíu, fór í góða sturtu og klæddi mig upp í þokkaleg föt (góð í Ghana). Síðan kl. hálfellefu hélt ég til kirkju með Kwabena vini mínum, (hann vinnur hjá for- eldrunum,) þetta voru 2 tímar í kirkju! Síðan horfðum við á ghan- íska mynd og fórum svo á restau- rant og snæddum og drukkum öl eins og Ghanabúar gera gjaman þ. 24. des. Og viti menn, þegar ég kom heim var búið að skreyta hús- ið og skreytt jólatré komið í stof- una og þá fann ég fyrst fyrir smá jólafiðringi. 25. des. Jóladagur. Fór til Accra og hitti Jakob vin minn og Maríu en þau eru bæði frá Danmörku. Við fórum á ströndina sem er mjög fín, þar var auðvitað tilheyrandi gleði og allt fullt af fólki. Þetta var svo sannarlega öðmvísi að eyða jóladeginum í 30 stiga hita á bað- strönd en alveg unaðslegt. Síðan var haldið á fínan veitingastað og viti menn- jólasteikin í ár var stór og ljómandi góð PIZZA og að sjálfsögðu rennt niður með hrím- köldu öli. Svo fórum við bara út á lífið og skemmtum okkur geysi- lega vel og fallega. 26. des. Annar í jólum. Fór heim til Tema og slakaði vel á og horfði á sjónvarp og borðaði ís- lenskt nammi. Svo tók frúin sig til og útbjó fiskibollur og spaghetti og færði mér og^ var þetta bara svipað og heima. Ég ljómaði ailur! Þegar ég geri upp þessa þrjá jóladaga þá er ég bara sáttur því ég gerði jólin gleðileg fyrir migogþá er fólkið ánægt. Þau á þessu heim- ili gefa ekki gjafir sín á milli né til annarra. Það bara tíðkast ekki en þetta er sjálfsagt með ýmsu móti hér í Ghana. Það voru allir svo glaðir yfir því að ég skyldi gefa þeim gjafir og að sjálfsögðu lét ég íslenskt jólakort fylgja með. 28. des. Jæja senn líður að ára- mótum og ég vona að félagar mín- ir í brennustjóminni standi sig þetta árið þó að mig vanti, haha. Annars er allt fínt að frétta héðan og í dag eru liðnir 5 mánuðir síðan ég kom til Ghana og um 6 mánuðir eftir. Senn líður svo að því að skiptinemasamtökin sem ég er hjá, Alþjóðleg ungmennaskipti -AUS fari að pikka út fólk fyrir næsta ár og svo þarf auðvitað að hýsa út- lenska skiptinema á Islandi og ég vil hvetja ykkur kæra fólk að prófa að taka einn einstakling í eitt ár inn á heimilið og kynnast nýrri reynslu sem ég fullyrði að verður ómetan- leg. Allir þeir sem hafa áhuga á þessu geta haft samband við AL- ÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI - AUS Hverfisgötu 8-10 Reykja- vík eða í sfma 561 4617. Og allir þeir krakkar sem eru orðnir 18 ára og langar út í heim að kynnast ómetanlegri lífsreynslu ættu að drífa sig að hafa samband við AUS sem eru ein virtustu skiptinema- samtök í heimi og fólkið á skrif- stofunni í Reykjavík er einstakt. Hafið samband!!! Jæja ágæta fólk. Ég vil bara óska ykkur öllum farsældar á nýju ári og þakka fyrir það liðna. Sjá- umst heil, en þið eigið eftir að þola fleiri bréf áður en að því kemur! Hugheilar nýársóskir frá Ghana Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Hér í Norðurslóð hefur verið sagt frá hugmyndum um stofn- un þjónustuskrifstofu fyrir skólastarf og félagsþjónustu sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð. Nefnd á vegum sveit- arstjórnanna á Dalvík, Olafs- firði, Svarfaðardal, Arskógs- strönd og Hrísey skilaði tillögum um hvernig æskilegt væri að haga málum þegar rekstri fræðsluskrifstofunnar verður hætt síðar á árinu. Fyrrihluta desember skilaði síð- an nefnd á vegum Eyþings af sér tillögum hvernig þessum málum verði háttað hér í kjördæminu. í þeirri tillögu var ekki gert ráð fyrir sérstakri skipulaðri þjónustu hér við utanverðan Eyjafjörð. A kynn- ingarfundi Eyþings sem haldinn var á milli jóla og nýárs hér á Dal- vík kom fram hörð gagnrýni á fyrirætlanir Eyþings frá fulltrúum áðurnefndra sveitarfélaga. I fram- haldi af þessum fundi hafa menn reynt að finna lausn sem sveitar- stjórnirnar hér á svæðinu geta sætt sig við. Stjórn Eyþings hefur nú sam- þykkt fyrir sitt leyti að einhvers- konar tilraunaverkefni verði í gangi hér út með firði varðandi skólaþjónustu og að hægt verði að skipuleggja starfsemina eitthvað í takt við þær hugmyndir sem verið hafa á lofti hér. Nánara sam- komulag yrði ekki hægt að gera fyrr en stjórn er komin á Eyþings- apparatið. Gert er ráð fyrir því hjá Eyþingi að aðalskrifstofan verði á Akureyri og yfirtaki hún í flestu starfsemina sem verið hefur hjá fræðsluskrifstofunni, útstöð verður síðan á Húsavík. Viðbótin nú er sem sagt að hægt verði að semja sérstaklega um starfsemina við ut- anverðan Eyjafjörð þó hér verði ekki svokölluð útstöð. Ekki er þó ljóst hvernig hægt verður að skipu- leggja þessa starfsemi og tengja við aðra þjónustu sem sveitarfé- lögin veita eða skólana á svæðinu. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort sveitarstjórninar hér á svæðinu munu samþykkja samn- inginn um skólaþjónustu Eyþings með hliðsjón af síðustu samþykkt stjórnar Eyþings. Það er þó ljóst að ekki ríkir mikil ánægja með í hvern farveg málin fóru. J.A. Nýja félagsheimilið og íþróttahúsið á Húsahakka á að komast í gagnið eftir ár og Atli oddviti vonast til að næsta þorrablót verði haldið þar en ekki í Víkurröst eins og nú er. Félagsheimilið Framkvæmdir hafnar við síðari áfanga Framkvæmdir við síðari áfanga félagsheimilisins á Húsabakka eru nú að fara í gang. Skrifað hef- ur verið undir samning við Tré- verk hf. um að ljúka verkinu en tilboð þeirra hljóðar upp á tæpar 22,7 milljónir sem er nokkuð undir kostnaðaráætlun. Verklok eru áætluð 1. febrúar 1997. Að sögn Atla Friðbjörnssonar oddvita kostaði fyrri áfangi bygg- ingarinnar um 26,5 milljónir þegar upp var staðið. Gerð hefur verið greiðsluáætlun fyrir seinni áfang- ann og er áætlað að framlög úr Jöfnunarsjóði ásamt með því sem áætlað er til framkvæmdanna úr sveitarsjóði að viðbættum fram- lögum félagasamtaka í hreppnum dugi og ekki þurfi að koma til frek- ari lántöku. Svarfdælingar hafa blessunarlega verið lausir við fannfergi í vetur og öllum þeim fjáraustri sem því fylgir. Menn krossleggja nú fingur, horfa til lofts og telja dagana. Að ári liðnu verður svo haldið þorrablót í nýja félagsheimilinu. Þorrablót Svarfdæla verður haldið í Víkurröst, Dalvík, laugardaginn 10. febrúar kl. 21. Aldurstakmark 16. ár (þ.e. þeir sem verða 16 ára á þessu ári). Miðapantanir í símum 466 1536 (Jóhanna) og 466 1521 (Anna) fyrir fimmtudaginn 8. febrúar nk. Miðaverð krónur 1.500. Nefndin R0TÞRÆR 0G VATNSTANKAR fyrir sumarbústaði og íbúðarhús ROTÞRÆRNAR eru þriggýa hólfa og fáanlegar I mismunandi stærðum. Þær eru meðfærilegar, auðveldar i niðursetningu og tenging lagna er bæði einföld og örugg. Rotþrærnar hafa fengið viðurkenningu Hollustuverndar ríkisins. VATNSTANKARNIR eru fáanlegir í ýmsum stærðum. Þeir eru steyptir úr sérstöku polyethylen (ÞE) efni sem tryggir kröfur um góða endingu og styrkleika. PÓSTHÓLF 50, 620 DALVÍK, SÍMI: 466 1670, GRÆNT SÍMANÚMER: 800 8670, BRÉFSÍMI: 466 1833

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.