Norðurslóð - 31.07.1996, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 31.07.1996, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 A slóð feðra sinna Börn og tengdabörn Friðriks Porsteinssonar frá Þorleifsstöðum. Eins og stundum áður hafa verið haldin nokkur ættarmót hér á Dalvík og Svarfaðardal í sumar. Auk þess koma hingað margir sem eiga ættir að rekja hingað í dalinn þótt þeir haldi ekki bein- línis ættarmót. Af einum slíkum hópi fréttum við í byrjun mán- aðarins og var stærstur hluti hópsins kominn frá Bandaríkj- unum hingað á æskuslóðir for- feðranna. Tíðindamaður Norð- urslóðar hitti þetta fólk til að for- vitnast um ætt og uppruna. Með tíðindamanni var Jóhann Daní- elsson kennari á Dalvík. Við eftirgrennslan kom í ljós að þama voru á ferð systkyni, makar þeirra og nokkrir afkomendur. Faðir þessara systkyna, Friðrik Þorsteinsson hefði orðið 100 ára 3. júlí sl. væri hann enn á lífi og vildu þau minnast þess með að koma hér í dalinn því hann var fæddur á Þor- leifssöðum, bæ sem nú eru korninn í eyði en var á milli Urða og Hóls í Svarfaðardal. Faðir Friðriks var Þorsteinn Jóhannesson bóndi á Þorleifsstöðum en hann var bróðir meðal annars Sigurhjartar á Urð- um og Önnu á Sandá. Móðir Frið- riks og kona Þorsteins var Kristín Daníelsdóttir sem var systir m.a. Júlíusar Daníelssonar í Syðra Garðshomi. Þannig var búið að rekja saman ættir hópsins og bæði tíðindamanns blaðsins og Jóhanns Daníelssonar. Anna á Sandá var langamma tíðindamanns og Júlíus í Syðra Garðshomi afi Jóhanns Daníelssonar. Þau sögðu nokkuð frá Friðriki föður sínum en hann var á Þor- leifsstöðum til 10 ára aldurs þegar heimilið leystist upp og hann flutt- ist að Hálsi og átti þar heima til tvítugsaldurs hjá Jóni Jónssyni bónda þar og Guðrúnu konu hans. Þá fór hann fyrst til Akureyrar og síðan til Reykjavíkur þar sem hann lærði húsgagnasmíði. Eftir það fór Friðrik til Þýskalands til náms í arkitektúr og varð fyrsti íslenski húsgagnaarkitektinn árið 1923. Eftir að hann kom heim árið 1926 stofnaði hann húsgagnaverkstæði og rak það í eigin húsnæði að Skólavörðustíg 12 í Reykjavík. Kona Friðriks var Ragnheiður Jóhannsdóttir ættuð úr Skagafirði og eignuðust þau sex böm. Fjögur þeirra voru hér á ferð: Þorsteinn, Aðalheiður, Sigrún Kristín og Ingibjörg. Friðrik er látinn og Ragnheiður Anna komst ekki í þessa ferð. Öll búa þau í Reykjavík nema Sigrún sem býr í Bandarfkj- unum, nánar tiltekið í New Jersey. Sigrún fór til Bandarfkjanna 1949 að læra matvælaiðnfræði og lauk þar námi. Hún hafði kynnst núver- andi eiginntanni sínum þegar hún var við nám og giftust þau árið 1953 og hafa alla tíð búið í Banda- ríkjunum. Þau eiga fjögur börn sem öll eru gift þar og bamabömin eru orðin sjö. Allur þessi hópur, 17 manns, tók sig upp núna frá Bandaríkjunum og var hér saman kominn auk þeirra úr Reykjavík. Þau komu hingað mánudaginn 8. júlí og voru með Sæluvistina alla á leigu og ferðust hér um nágrennið, meðal annars fóru þau dagsferð til Mývatnssveitar. En þau fóru að bæjarrústunum á Þorleifssöðum þar sem faðir þeirra fæddist og afi þeirra og amma bjuggu. Þau létu mjög vel af dvölinni hér en héðan fóru þau á föstudegi til Skagafjarð- ar til að koma á slóðir móður sinn- ar Ragnheiðar sem fædd var þar. J.A. Hafnasamlag Eyjafjarðar Malbikað um allar trissur Nú standa yfir ýmsar framkvæmdir á vegum Hafnasamlags Eyjafjarðar en það nær til hafnanna í Ólafsfirði, á Dalvík, Ár- skógssandi og Hauganesi. Nýlega var tekin í notkun steypt þekja á hafnargarðinum á Ólafsfírði og seinna í sumar verður grjótvörnin á norðurgarðinum styrkt, en þær framkvæmdir hafa verið boðnar út. Á Dalvík var malbikað bilið á norðurgarðinum sem vantaði upp á að malbikið á Eimskipsplaninu næði sarnan við þekjuna á garðinu sjálfum. Þá er einnig verið að steypa þekju á hafnargarðinn á Ár- skógssandi. J.A. Fyrir verslunar- mannahelgina Veiðivörur: Veiðistengur, hjól, línur o.fl. Grillvörur: Grillkol, olía, grillpinnar, ________________grilltengur o.fl.____________ 28“ Kolster sjónvörp - kr. 69.900 stgr. Munið afsláttinn af útimálningu frá Sjöfn Allur hopurinn samankominn á tröppum Sæluvistarinnar. ‘framlqjtfum samdcegurs ‘Jiímafyígir fiverriframlfjttun ILEX-myndir Hafnarbraut 7 • Sími: 466 1212 Þegar gæðin skipta máli ' . •• ' ■ Ker til notkunar í fiskvinnslu og annarri matvælaframleiðslu. Kerin eru fáanleg 310 I., 3801., 4601„ 660 I. og 10001. Plastbretti Plastbrettin eru ætluð til notkunar við aðstæður þar sem krafist er endingar og fyllsta hreinlætis. Brettin eru fáanleg í mörgum stærðum. ICEPLAST trollkúlur eru fram- leiddar í mörgum stærðum, fyrir togara og minni báta, undir ströngu gæðaeftirliti. Þær eru hannaðar fyrir mikinn þrýsting og hörðustu átök. Vatnstankarnir frá Sæplasti eru framleiddir í ýmsum stærðum. Tankana er hægt að fá með og án mannops. rær Rotþrærnar eru meðfærilegar, auðveldar i niðursetningu og tenging lagna er bæði einföld og örugg. Rotþrærnar frá Sæplasti hafa fengið viðurkenningu Hollustuverndar ríkisins. Framleiðum einnig brunna, brunnop og hita og kaldavatnsrör. Hafið samband við sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar Hln POSTHOLF 50, 620 DALVÍK, SIMI 466 1670, BREFSIMI: 466 1833, GRÆNT SÍMANÚMER: 800 8670

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.