Norðurslóð - 30.08.1996, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 30.08.1996, Blaðsíða 1
fNMflð Svarfdælsk byggð & bær 20. árgangur Föstudagur 30. ágúst 1996 8. tölublað Vallakirkja komin í nýja skrúðann. Vallakirkja í nýjum búningi - Viðgerð að ljúka Viðgerð á Vallakirkju sem stað- ið hefur yfir á annað ár er nú um það bil að ljúka. Verið er að leggja síðustu hönd á málningar- vinnu og hefur kirkjan breytt allnokkuð um svip. Hún er nú svört með hvítum listum og gluggakörmum. Kirkjan var reist árið 1861 og er elsta hús í Svarfaðardal, 135 ára. Elínborg Gunnarsdóttir formaður sóknamefndar sagði í samtali við blaðið að verkið hefði orðið um- fangsmeira og kostnaðarsamara en upphaflega var gert ráð fyrir. Rétta þurfti kirkjuna á grunninum og fjarlægja þakið meðan á því stóð. Þá var hún lagfærð mikið að innan, endumýjaðarþiljur, skipt um raf- magn og kirkjan öll máluð hátt og lágt. Það er Magnús Skúlason arki- tekt hjá Húsafriðunarnefnd sem hefur yfimmsjón með breytingun- um en verktaki er Rúnar Búason á Dalvík. Snorri Guðmundsson mál- ari á Akureyri sá um skrautmáln- ingu innandyra. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær kirkjan verður endurvígð en það verður þó líklega ekki fyrr að líður að aðventu. Eins og áður segir hefur kostnaður orðið meiri en í fyrstu var ráðgert eins og oft vill verða. Framlög til verksins hafa fengist úr Menningarsjóði Svarfdæla, Menningarsjóði Kaup- félags Eyfirðinga og Jöfnunarsjóði kirkna. Ríkið lagði einnig til fram- lag úr Húsafriðunarsjóði en endur- heimti það allt og gott betur í formi virðisaukaskatts, að sögn Elín- borgar. A bls. 4 er ávarp frá sóknar- prestinum, sr. Jóni Helga Þórarins- syni, þar sem hann heitir á fólk að styðja endurbyggingu Vallakirkju með fjárframlögum. hjhj Skýrsla um sameiningu sveitarfélaga: Sameining á næsta leiti? - Skýrslan mun auðvelda sveitar- stjórnamönnum næstu skref Eins og komið hefur fram í Norðursióð var samþykkt á síð- astliðnu ári í bæjarstjórn Dal- víkur tillaga frá oddvitum allra lista í bæjarstjórninni þess efnis að könnuð yrði hagkvæmni sam- einingar sveitarfélaga við utan- verðan Eyjafjörð. I framhaldi af samþykkt tillögunnar var skip- uð nefnd sveitarstjórnanna á Dalvík, Ólafsfirði, Svarfaðardal, Arskógsströnd og Hrísey til að kanna þessa möguleika. Síðar óskuðu Siglfirðingar eftir að vera með í þessari könnun. Nefndin ákvað að fá fyrirtækið Rekstur og ráðgjöf ehf. í Reykja- vík til að athuga hagkvæmni sam- einingar eða samstarfs þessara sveitarfélaga. Starf Rekstrar og ráðgjafar var því ekki eingöngu bundið við sameiningu sveitarfé- laganna heldur einnig athugun á nánari samvinnu þeirra. Rekstur og ráðgjöf hefur nú skilað nefnd- inni skýrslu. Niðurstaða skýrsl- unnar hefur ekki verið gerð kunn- ug en efni hennar þó kynnt fyrir nefndarmönnum. Við gerð skýrslunnar voru könnuð áhrif sameiningar sveitar- félaganna eftir því hve víðtæk sameiningin yrði. Einn flokkur sameiningarhugmynda var að ein- ungis Dalvík, Svarfaðardalur og Arskógsströnd sameinuðust og síðan bættist Hrísey við í næsta flokki, Ólafsfjörður í þeim næsta og loks Siglufjörður í þeim síðasta. Niðurstöður ráðgjafanna virðast vera að minnsta sameiningin sé hagkvæm og hagkvæmnin aukist eftir því sem fleiri komi inn í dæm- ið. Þannig virðist vera hagkvæm- ast að öll sex sveitarfélögin sam- einist. Þó er það svo að sameining við Siglufjörð miðast við að sam- göngur verði bættar með jarðgöng- um. Eins og fyrir ráðgjafana var sett fjalla þeir líka um aukið samstarf sveitarfélaganna sem valkost við sameiningu en þeir komast að þeirri niðurstöðu að samvinnu- formið sé í raun komið að endi- mörkum á ýmsan hátt nú þegar og erfitt sé að bæta við innan núver- andi kerfis. Eftir að skýrslan er komin fram sýnist að umræðan hljóti nú að snúast fyrst og fremst um það Framhald áfbls. 4 Knattspyrnan: 2. deildin í sjónmáli Dalvíkingar sitja enn og aftur á toppnum í 3. deildinni í knatt- spyrnu eftir 2-1 sigur á Selfyss- ingum um síðustu helgi. Það voru þeir Heiðmar Felixson og Stefán Gunnarsson sem skor- uðu mörk heimamanna. Staðan í deildinni er þá þannig: Dalvík 30 stig Víðir Garði 29 stig Reynir Sandg. 28 stig Þróttur Nes. 25 stig HK 25 stig Selfoss 20 sdg Fjölnir 14 stig Ægir 13 stig Höttur 13 stig Grótta 11 stig Þá eru aðeins eftir þrír leikir. Nú um helgina verður farið aust- ur í Neskaupstað og att kappi við Þrótt. Þeir eru að sögn Björns Friðþjófssonar jafnan erfiðir heim að sækja en okkar menn ætla sér sigur og ekkert annað. Þann 7. september verður síð- asti heimaleikurinn í deildinni gegn Fjölni og lokaleikurinn verður við botnliðið, Gróltu á Seltjarnarnesi þann 13. septem- ber. Útlitið er því nokkuð bjart og stöðugt meiri líkur á að Dalvík- ingar komist í 2. deild að ári - í fyrsta skipti í sögunni. Aftur í skólann - undir nýjum hatti Skólar eru nú sem óðast að taka til starfa aftur eftir sumarfrí og þrátt fyrir að róttækar breyt- ingar hafi erið gerðar á yfir- stjórn þeirra og sveitarstjórnir tekið við rekstrinum úr höndum ríkisins koma slíkar breytingar ekki fram hvað varðar hinn venjulega skóladag. Húsabakki Miklar mannabreytingar hafa eins og kunnugt er orðið í Húsabakka- skóla og sömuleiðis hafa orðið skipulagsbreytingar samhliða því að tekinn verður upp skólaakstur fyrir alla nemendur fyrri part vetr- ar og með vorinu. Eins og greint var frá í síðasta blaði hefur Þóra Rósa Geirsdóttir tekið við skólastjórastöðu á Húsa- bakka og þrír nýir kennarar, Iðunn Antonsdóttir, Rósa Kristín Bald- ursdóttir og Karítas Skarphéðins- dóttir, komið til starfa. Þá sam- þykkti skólanefnd s.l. vor að tek- inn yrði upp daglegur akstur fyrir alla nemendur fram til 1. des. og eftir páska. Eftir að gerð hafði ver- ið viðhorfskönnun meðal foreldra var ákveðið að færa skólatímann fram, sem aftur þýðir ýmsar breyt- ingar varðandi máltíðir, akstur ofl. Þóra Rósa segist horfa björtum augum fram á þennan fyrsta vetur sinn á skólastjórastóli. Stundaskrár séu yfirleitt þægilegar og hagstæð- ar nemendum en þó gæti sumum þótt nokkuð snemmt að rútur fari frá fremstu bæjum kl. 7.20. A móti eru börnin búin fyrr á daginn og yngri bömin yfirleitt laus upp úr hádegi. I vetur verður íþrótta- kennsla öll færð fram á Húsabakka og inn í íþróttasalinn nýja svo fljótt sem auðið er. Dalvík Þórunn Bergsdóttir hefur aftur tek- ið við starfi sínu sem skólastjóri Dalvíkurskóla og Sveinbjörn Markús Njálsson sem gegnt hefur skólastjórastarfi í námsleyfi henn- ar er aftur tekinn við starfi yfir- kennara. Tveir nýir kennarar, þær Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir (Daníelssonar) og Yrsa Hörn Helgadóttir (Þorsteinssonar), taka til starfa í haust og einnig kemur Herborg Harðardóttir til starfa sem ritari í hálfri stöðu. Þá vantar enn handavinnukennara í hálfa stöðu að sögn Þórunnar skólastjóra. I vetur eru skráðir 266 nemendur í Dalvíkurskóla, þar af eru 40 í 10. bekk. Sú nýbreytni verður tekin upp í vetur að starfsfólk skólans mun sinna gangbrautarvörslu í há- deginu svo lítil börn komist áhættulítið yfir Mímisveginn á leið heim úr skólanum. Þórann skóla- stjóri var sem kunnugt er í eins árs námsleyfi í Svíþjóð ásamt Helga Þorsteinssyni bónda sínum og nam þar stjórnunarfræði. Hún segist hafa átt afar ánægjulega vist þar ytra og lært ýmislegt nýtt. Ekki sé þó að vænta neinna róttækra breyt- inga á stjórnun skólans í kjölfarið. Sjávarútvegsdeildin Af Sjávarútvegsdeildinni er það að frétta að þar hefur Guðbjartur Ell- ert Jónsson sest í stól forstöðu- manns í bamsburðarleyfi Hermínu Gunnþórsdóttur. Guðbjartur er viðskipta- og markaðsfræðingur að mennt og hefur starfað sem slíkur m.a. hjá Gliti í Ólafsfirði. Farið hefur fram róttæk endur- skoðun á skipulagi skólans m.a. í kjölfar nýrra laga um framhalds- skóla. I vetur eru fyrirhugaðar breytingar á fiskvinnslunáminu og er stefnt að að tengja það betur at- vinnulífinu en verið hefur. I því sambandi hefur verið sett saman ráðgjafamefnd með fulltrúum úr fiskvinnslufyrirtækjum á svæðinu og er henni ætlað að koma fram með tillögur um nýja starfshætli og meta stöðuna. Sömuleiðis er fyrirhuguð endurskoðun á skip- stjórnarbraut og er unnið að því í Menntamálaráðuneytinu samhliða alhliða endurskipulagningu á skip- stjórnarnámi í landnu. Nokkur fjölgun verður á nemendum á báðum brautum í vetur og verða 38 nemendur í skólanum í byrjun vetrar. Um áramót bætast svo við 3ja árs nemar á stýrimannabraut. Málefni fræðsluskrifstofu Eins og kunnugt er var ákveðið eftir nokkurt þóf í fyrra að starf- ræktur yrði til reynslu einhvers konar vísir að fræðsluskrifstofu hér við utanverðan Eyjafjörðinn. Eyþing féllst á að leggja fram fé til verkefnisins á móti sameiginleg- um fagstjórnarkvóta skólanna á Dalvfk, Olafsfirði, Hrísey, Húsa- bakka og Arskógi. Viðkomandi sveitarstjórnir lögðu málið í hend- ur skólastjóra og hafa þeir að und- anfömu verið að skipuleggja hvem- ig starfseminni verði háttað. Má á næstunni vænta frétta af þeim vett- vangi. Tonlistarskólinn Kennsla í Tónlistarskólanum hefst miðvikudaginn 12. september nk. Innritun nemenda fer fram á skrif- stofu skólans 3.-5. september og á Húsabakka og í Árskógsskóla 5. september. Sjá nánar í auglýsing- um. hjhj

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.