Norðurslóð - 23.10.1996, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 23.10.1996, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 MÁ ÉG KYNNA? Guðbjartur Ellert Jónsson kennslustjóri útvegssviðs VMA á Dalvík Guðbjartur Ellert Jónsson er starfandi kennslustjóri við út- vegssvið VMA á Dalvík auk þess sem hann sinnir kennslu í stýri- manna- og fiskvinnsludeild. Guðbjartur er Akureyringur, sonur Sólveigar Snæland Guð- bjartsdóttur (Guðbjarts Maríasar Snæbjörnssonar, skipstjóra á póst- bátnum Drangi) og Ellerts Guð- jónssonar fyrrverandi framkvæmda- stjóra á Þórshamri. Hann lauk stúdentsprófi frá VMA 1986 og nam viðskipta- og markaðsfræði í Bandaríkjunum í 4 ár. Að námi loknu hóf hann störf hjá Jötni hf þar sem hann var í 3 ár en flutti þá norður til Akureyrar og starfaði m.a. hjá K. Jónssyni og co., Strýtu hf og Gúmmívinnslunni. Smám saman færði hann sig út með firði og veturinn 1995 bjó hann ásamt fjölskyldu sinni í Ólafsfirði þar sem hann starfaði hjá Glit hf. Eins og flestum er í fersku minni var veturinn 1995 með eindæmum snjóþungur og fjölskyldan komst að þeirri niðurstöðu að hún vildi búa Dalvíkurmegin við göngin enda áttu þau þá þegar kunn- ingjafólk á Dalvík. Kona Guðbjarts er Akureyring- urinn Anna Lára Finssdóttir, dóttir Hebu Bjarg Helgadóttur og fóstur- dóttir Snorra Kristjánssonar bak- ara. Þau eiga þrjú böm, Töru Björt 9 ára, Elís Orra 4 ára og Gauta Frey 4 mánaða. Og hvernig kann fjölskyldan við sig á Dalvík? „Við kunnum mjög vel við okk- ur hér á Dalvík, hér er öll þjónusta við hendina og það sem uppá vant- ar er stutt að sækja til Akureyrar. Hér er líka gott að ala upp böm og við höfum hugsað okkur að setjast að hér á Dalvík á góðri þúfu. Ég er reyndar ekki alveg ókunnugur hér um slóðir því ég var eitt sumar í sveit í Svarfaðardal hjá Hauki og Grétu á Skeiði". Hvernig leggst kennslustjóra- starfið íþig? „Mér líkar ágætlega í þessu starfi. Starfsumhverfið er nokkuð annað en ég er vanur því í ríkis- rekstrinum eru rekstrarskilyrði önnur. Þetta er verkefni sem mér finnst ánægjulegt að glíma við og skólinn sem slíkur á ágæta framtíð fyrir sér ef hann fær það brautar- gengi sem til þarf‘. Hvað með áhugamál? „Ég hef mikinn áhuga á allri veiði, stangveiði og skotveiði, auk þess sem það blundar í mér garð- rækt og gróðursetning í náttúrunni, e.t.v. ómeðvitað til að friða sam- Hafnarbraut 2 endurbyggð „Binni átti hugmyndina“ - Rætt við tvo hressa húsfriðunarmenn Snyrtistofan Tanja flutti á dög- unum í nýtt húsnæði hinum meg- in götunnar, að Hafnarbraut 2, í fyrrum bílskúr og járnsmiðju við Bjarg. Endurbætur á húsinu hafa staðið yfir frá því haustið 1994 en Sveinn Ríkharðsson keypti það ásamt bílskúr í maí 1994. Eg hef alloft staldrað við Bjarg, úti sem inni meðan á fram- kvæmdum hefur staðið, og átt langar samræður við þá Svenna og Binna um húsið og reyndar margt fleira því þeim er ekkert óviðkomandi, mér þótti því til- valið að heyra í þeim hljóðið, nú þegar fyrsta áfanga er lokið. Ýmsir, reyndar nokkuð margir, töldu Svenna genginn af göflunum þegar ljóst var að hann ætlaði sér að endurbyggja húsakostinn sem skemmdist illa í jarðskjálftanum 1934 og var dæmdur óíbúðarhæfur fráþeimtíma. Mér lék nokkur for- vitni á að vita hvernig í ósköpun- um Svenna hefði dottið þessi vit- leysa í hug og kannski enn frekar að framkvæma hugmyndina. Svar- ið vafðist ekki fyrir honum: „Binni besti vinur átti hugmyndina, því hann er svo mikið fyrir verndun gamalla bygginga“. Já ég gleymdi að geta þess hér í upphafi að Binni hefur ekki síður verið potturinn og pannan í þessu ævintýri, hann fær allar þessar geggjuðu hugmyndir og „svo er hann líka ómissandi í grófvinnuna", segir Svenni. Það er eitt sem víst er að ég mun sakna þess þegar húsið og lóðin verður fullklárað að sjá ekki Binna í bláa Velunnarar Vallakirkju Við minnum á reikningsnúmer kirkjunnar: Hlaupareikn- ingur nr. 380 í Sparisjóði Svarfdæia. Með fyrirfram þökk. Sóknarnefndin Svenni og Binni virða fyrir sér handverkið. vinnugallanum keyrandi hjólbör- ur, ýmist fram eða til baka, hræra steypu eða bara vandra þama um. Að sögn Svenna og Binna er næst á dagskrá að klára húsið sjálft að innanverðu en það má segja að það sé núna tilbúið undir tréverk og standsetja „einstaklingsíbúðina“ sem er í bflskúmum að vestan- verðu. Þá er einnig ætlunin að ganga frá lóðinni næsta sumar. Baklóðin út úr íbúðinni verður sérstaklega skemmtileg en þar er m.a gert ráð fyrir heitum potti og tilheyrandi lúxus allt eftir höfði hugmyndasmiðsins, Binna. Mér finnst reyndar rétt að geta þess fyr- ir þá sem ekki þekkja Binna mjög vel að hann leynir mjög svo á sér og t.d hefur hann þegar notfært sér þjónustu snyrtistofunnar og farið í svona „húðtýpu tölvugreiningu“. Aðspurðir um hvort við megum eiga von á því að fleiri gömul hús fái andlitslyftingu fyrir þeirra til- stilli, svarar Binni strax játandi, það er hins vegar eitthvað annað hljóð í Svenna. Hann segir þetta gott í bili enda hafi hann nú fengið annað áhugamál. Hann sé farinn að læra rússnesku og ætli að ein- beita sér að því. Hermína Gunnþórsdóttir Innilegar þakkir til ykkar allra nær og fjær sem glödduð mig og heiðruðuð á einn eða annan hátt á 80 ára afmæli mínu 2. október sl. Lifið heil Friðrika Guðjónsdóttir Dverghömrum 8, Reykjavík Veturinn nálgast óðum Ekki er seinna vænna að skipta yfir á vetrarhjólbarða Eigum fyrirliggjandi flestar stærðir snjóhjólbarða Bílaverkstæði Dalvíkur Pósthólf 59 - 620 Dalvík - Sími 466-1200 Kennslustjórinn og fjölskylda hans við skírn yngsta barnsins í Dalvíkur- kirkju fyrir skemmstu, frá vinstri: Tara Björt, Anna Lára, Guðbjartur með Gauta Frey og síðast en ekki síst Elís Orri. viskuna á móti veiðiskapnum. Ahuginn á ræktuninni hefur aukist með aldrinum og ekki síst þegar maður er nálægt náttúrunni eins og hér á Dalvík. Hér er náttúran allt í kring, sjórinn, fjallið og gróðurinn. Síðastliðið sumar fékk ég úthlut- uðum skika í íandi Hamars og hef þegar plantað þar út yfir 200 plönt- um“. Við þökkum Guðbjarti fyrir spjallið og óskum honum velfarn- aðar í starfi og bíðum spennt eftir árangri gróðursetningarinnar. HG Leilcfélag Dalvílcur frumsýnir stríðsleikinn Stútunga saga eða Kyrrt um hríð í Ungó laugardaginn 2. nóvember nk. kl. 21. 2. sýning þriðjudaginn 5. nóv. kl. 21. Miðapantanir í síma 466-1900 Leikfélagið auglýsir eftir notuðum slcóm sérstaklega leðurstígvélum á karlmenn. Dalvíkurbær Greiðslu- áskorun Hér með er skorað á gjaldendur á Dalvík að gera nú þegar skil á ógreiddum gjöldum til Bæjarsjóðs Dalvíkur og stofnana hans, sem gjaldféllu fyrir 15. september 1996. Um er að ræða eftirfarandi: Fasteignaskatt, holræsagjald, sorphirðu- gjald, lóðarleigu, gatnagerðargjöld, heil- brigðiseftirlitsgjald, hundaleyfisgjald, hafnar- gjöld, húsaleigu, vatnsskatt, aukavatnsskatt, gjald fyrir heitt vatn, leikskólagjöld, tónskóla- gjöld, byggingarleyfisgjöld, reikninga frá vatnsveitu, hitaveitu og vinnuskóla. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd innan 15 (fimmtán) daga frá dagsetningu þessarar áskor- unar, má búast við því að fjárnáms verði krafist hjá skuldurum án frekari fyrirvara. Dalvík22. október 1996 Bæjarritarinn á Dalvík Helgi Þorsteinsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.