Norðurslóð - 27.11.1996, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 27.11.1996, Blaðsíða 3
NORÐURSLOÐ - 3 / Bréf frá Ástralíu A kameldýrum í sumri Kæra Norðurslóð! Héðan hinu megin af hnettinum er allt gott að frétta. Já, ég er í Astralíu og hér er aldeilis spenn- andi að vera og allt öðru vísi en heima á Islandi. Sumarið er ný- byrjað, vatnið hverfur öfugt niður um niðurfallið, vinstri umferð á götum og m.a.s. tunglið vex í vit- lausa átt. Ég vinn hjá kameldýra- bændunum Steve Curnow og Lise Andreasen en þau búa 7 km fyrir utan bæinn Mansfield í Victoria- fylki. Lise vann á Jarðbrú í Svarf- aðardal veturinn 1982-3 og þegar hún skrifaði í jólakorti um síðustu jól að þau vantaði húshjálp ákvað ég að drífa mig út í heim að prófa eitthvað nýtt. Það passaði líka vel því ég útskrifaðist úr MA í júní sl. Ég lagði svo land undir fót í byrjun september og eftir viku í Dan- mörku kom ég hingað. Steve og Lise eiga tvö börn; Danielle sem er 6 ára og Marcus sem er 3ja ára. Þau eru bæði fjörugir og duglegir krakkar. Danielle fer í Rudolf Steiner skóla 4 daga vikunnar en Marcus er heima í sveitasælunni. Kameldýrin eru 18, Lady Melba og Sir Abdul eru þau elstu, bæði á þrítugsaldri. Hanna er porchinn, hraðskreið og þægileg, Odinn er stærstur og mestur, Parakeelia er fegurðardrottning með löng augn- hár, Obí er yndið mitt eina, 4 ára trítill og svona mætti lengi telja. Auk þessa eru hér 7 hænur sem gefa okkur egg þegar andlegt ástand þeirra leyfir. Þær eru nefni- lega gæludýr Daniellu og Marcus- ar og lenda því í hinum ýmsustu ævintýrum. Það er mjög fallegt hérna, hæð- ótt landslag og mikið af trjám. Grasið er grænt og falleg blóm um allt núna en upp úr áramótum fer allt að skrælna Dýralífið er tjöl- skrúðugt. Um 20 kengúrur halda til hérna í hlíðinni og koma stund- unt alveg upp að húsinu. Það er frekar óvenjulegt því venjulega sýna þær sig ekki nálægt manna- byggðum. Þær eru fallegar en ansi skæðar í umferðinni og það marg- borgar sig að keyra bara löturhægt hér í nágrenninu og nota háu Ijósin óspart eftir myrkur. Það er líka mikið af fuglum, þar á meðal eru nokkrar tegundir reglulega fallegra páfagauka. Þeir eru stórir og há- værir. Hér eru froskar sem kvaka hátt og mikið á kvöldin og nótt- Matthildur, ég og Parakeelia. inni, pokadýr, eðlur og eiturslöng- ur, stórar köngulær og ýmsar leið- indapöddur eins og moskítóflugur en þær sýna mér fullmikla athygli. Sumarið er nú loksins komið en vorið var bæði blautt og kalt svo íslenska lopapeysan og leistarnir komu sér vel. Nú fer hitinn yfir 30 gráður á ceisíus en það er vel þol- anlegt því loftið er svo þurrt. Sólin er mjög sterk og lúmsk og ég sól- brenn áður en ég veit af ef ég gleymi sólkreminu. Steve og Lise selja ferðamönn- um kamel-túra allt frá klukkutíma ferð hér í hlíðinni upp í 5 daga ferð um fjöllin. A góðviðrisdögum er þess vegna oft heilmikill gesta- gangur hjá okkur. Við förum líka í ferðir og tök- um þá nokkur kameldýr með okk- ur. T.d. fórum við til Melboume á Greinarhöfundur ásamt áströlskum vini af arabískum uppruna. Gohí Dúlla og tveir aðrir kálfar. stóra dýrasýningu. Við tókum 7 dýr með okkur á tveimur bílum og seldum stutta reiðtúra fyrir börn við miklar vinsældir. Strax og við komum heim fylltum við bílana af hreinum fötum, mat og heyi og brunuðum aftur af stað með önnur 7 dýr. I þetta skipti í 12 daga ferð þar sem við tókum þátt í miklu umhverfisátaki. Við tókum vatn úr einni af stærstu ám fylkisins þar sem hún sameinast Murray-fljót- inu og fluttum svo vatnið á kamel- dýrunum upp með ánni. Upphaf- lega var ætlunin að ríða alla leið- ina sem er um 300 km en þegar upp var staðið fórum við ekkert á bak heldur keyrðum mest alla leið og teymdum dýrin. Tíminn fór í heimsóknir í grunnskóla á leiðinni. Við tókum vatnssýni reglulega á leiðinni og gerðum á því mælingar og sýndum krökkunum hversu mengað það var. Það er ekki mikið vatn hér og á mörgum stöðum er regnvatnið það eina sem er nógu gott til drykkjar. Því er safnað í stóra tanka. Meðan við vorum á þessu ferða- lagi komust kameldýrin sem voru heima inn í vatnstankakerfið okk- ar, brutu leiðslu og helltu niður rúmum 10 m3 af dýrmætu regn- vatni svo nú eigum við næstum ekkert vatn. Annars eru þau alveg yndislegar skepnur. Þau eru háfætt með einn hnúð og mjög klossuð og fyndin í allri framkomu. Núna eru þau krulluð eins og lömb en þegar líður á sumarið missa þau ullina og hana seljum við. Þau eru sterk og geta hæglega borið tvo fuliorðna menn en venjulega hefur hver maður samt eitt dýr fyrir sig. Þau eru mismunandi að skapferli en frekar stillt og prúð og okkar kam- eldýr bíta hvorki né spýta og sparka bara stundum, - ég er búin að fá eitt vel útilátið í bakhlutann en það var hann Samson og hann er bæði ungur og vitlaus! Þau jórtra og baula mikið og það líkist einna helst ropi hljóðið sem þau gefa frá sér eða urri. Þeg- ar farið er í túra eru þau bundin saman í eina röð svo engin hætta er á að þau stökkvi burt. Venjulegur dagur héma byrjar milli 7 og 8 en þá fá kameldýrin hey og vatn. Fyrstu túrarnir byrja svo klukkan 9 eða 10 og ég set hnakkana á dýrin. Steve og Lise sjá um túrana og ég eða Lise keyr- um Danielle í skólann rétt fyrir kl. 9. Ymis stærri og smærri verkefni Edda Björk Armannsdóttir Mansfield, Victoria fylla svo daginn. Gestirnir fá til dæmis heimabakað brauð og kök- ur. Ég vinn mest uppi við og í hús- inu til að ég heyri í símanum en ég er líka heilmikið niðri á verkstæð- inu. Það er allt of langt mál að telja upp öll smáatriðin en ég get alla- vega sagt að orðið tilbreytingar- leysi er ekki til í orðabók þessa heimilis. Allt frá eldhússtörfum og saumaskap að skurðgreftri og garðyrkju. Heimilið er mjög nátt- úruvænt og við endurnýtum allt sem við getum. Það sem fer ekki í safnhauginn hænunnar eða arininn er ekki mikið. Steve smíðar kamel- hnakkana sjálfur og við saumum múla, gjarðir, töskur og fléttum reipi úr baggaböndum. Reyndar er varla hægt að tala um venjulegan dag á kameldýrabænum því hver dagur er öðrum ólíkur og stundum líkist þetta einna helst sirkus. Þetta er erfitt á köflum en mjög gaman og gefandi og góð reynsla. Það er ég a.m.k. viss um. Ég fæ tvo frídaga á viku en eins og sönnum Islendingi sæmir vinn ég alla daga og spara frídagana því ég ætla í 8 daga hjólatúr í byrjun desember um suðurströndina vest- ur af Melbourne og stefni svo að smáfríi til að skoða borgina þar á eftir. Annars er ég ráðin héma þangað til um miðjan apríl en þá fer ég norður til borgarinnar Darw- in til að vinna sem sjálfboðaliði við náttúruvemd. Ég get svo von- andi ferðast í nokkrar vikur en í júlí er stefnan sett á Bandaríkin með viðkomu á Nýja-Sjálandi og einhverjum Kyrrahafseyjum. Is- land er ekki á dagskránni fyrr en í september 97. En þótt ég sé upptekin af nýjum og spennandi hlutum og stöðum þá hugsa ég daglega heirn til ykkar. Ég sendi með þessu bréfi kærar sólarkveðjur frá hinum helmingi heimsins. Ég vona að þið eigið gleðileg og áhyggjulaus jól og farsælt komandi ár. Stútungar og fleira fólk fti.i frllt Oli Iit),t0 liabglino QSli if tri> uii roii irtKiiattunt! gr(i oli litwö uistt pr. itiii prs iislialjg oii liUitd liföUnf ssO ol; IjföUiif prunfpf tn> rtiri o(Ui: rnri of oti tiU.io ||f fcthfiafc sgP oíí fo,- pcsfg 'iji,; ot; ‘tö Uisu prs lig| utf fifhUnf gQ Uisti pruttfiíf Eiríkur Þórðarson og Sigurb jörn Hjörleifsson í hlutverkum sínum í Stútunga sögu. Áhugaleikfélög sem hafa einu sinni lent í því að setja upp góða og vandaða sýningu og skila henni vel liggja þaðan í frá ævarandi undir þeirri kröfu að halda áfram að gera vel. Leikfélag Dalvíkur hefur fyrir margt löngu axlað þessa byrði og borið hana og svo er enn. Sýning félagsins á Stút- ungasögu afsannar mjög rækilega kenningu sem undirrituð heyrði ágætan Reykvíking halda fram ný- verið; að bænda- og landsbyggðar- menningin foma hafi tekið sig upp snemma á þesssari öld og flust bú- ferlum til höfuðborgarinnar og hana sé nú einvörðungu að finna þar. Sæll er hver í sinni trú. Stútungasaga er að verulegu leyti fyndin orðræða en þó minnst á eigin forsendum. Fyndnin felst í skopstælingu, útúrsnúningum og kátlegum vísunum í fomsögumar, uppsprettu þjóðrembings okkar allra. Yfirleitt tekst þetta vel, ein- staka sinnum virðist þó skotið yfir markið og jafnvel að höfundar brenni sig á því að vilja koma of mörgu að. Það má t.d. velta því fyrir sér hvaða tilgangi fremur langdregin og athafnalaus lýsing á aðsteðjandi veislugestum þjónar í sviðsuppfærslu. Sömuleiðis er álitamál hvort textavísanir í nútím- ann auki á fyndnina eða séu jafn- vel stílbrot. Umgjörðin um sýninguna á Dalvík er mjög vel leyst. Falleg og vönduð leikskrá er ávísun á fallega og stílhreina leikmynd sem blasir við þegar inn í salinn er komið. Stútungasaga er samsett úr mörg- um atriðum sem gerast á mismun- andi stöðum og krefst þess vegna mikilla skiptinga. Þetta vandamál er leyst á einfaldan og bráð- skemmtilegan hátt og það svo vel að á stundum er sjálf leikmyndin fyndin. Lýsing, leikhljóð, tónlist og búningar falla eðlilega að fram- vindu og virka vel. Vera kann að einhverjir búninganna stæðust ekki sagnfræðilega rýni en það kemur ekki að sök og er hugsan- lega viljandi gert. Leikhópurinn á sviðinu stendur sig vel. Hátt í þrjátíu manns á ólfk- um aldri - frá unglingum upp í hinn óræða besta aldur - ná að mynda einn samstæðan hóp þann- ig að vangaveltur um aldur leik- enda trufla ekki áhorfandann. Slíkt er ekki vandalaust og hefur Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri greinilega haldið vel á sínum spilum auk þess að hafa næmi fyrir skoplegum smáatriðum sem gleðja augað og lyfta sýningunni. Hlutverkin fá eins og gengur misjafnlega mikið í vöggugjöf frá höfundum og það er ekki minnstur vandinn að vinna vel úr litlu. I leiksýningu er ekki nóg að nokkrir séu góðir, meiru skiptir að enginn sé afleitur. Þenn- an vanda leysa Dalvíkingar eins og annað, allir leikendur skila sínu, margir gera meira en það og nokkrir sérdeilis vel. Mestu skiptir þó að heildarsvipurinn er góður. Hópsenur í upphafi og enda ramma sýninguna skemmtilega inn - það er magnað að sjá þennan stóra hóp áhugaleikara fylla sviðið og salinn með söng og finna leik- gleðina smita til áhorfenda. Undirrituð er einlægur aðdá- andi Jóns Viðars og telur hann eitt- hvert besta skemmtiefni sem ríkis- sjónvarpið býður upp á. í hans anda mætti vel tína til einhverja hnökra eða álitamál í túlkun í sýn- ingunni á Dalvík. I slíka smá- munasemi verður þó ekki farið hér en hugsanlega auka þessi atriði á gildi sýningarinnar. Þau gefa hin- um athafnalausa, almenna áhorf- anda kost á að hugsa með sér; „...rosalega hef ég nú mikið vit á þessu ...“ og hugsanlega yfirgefur hann húsið með þá tilfinningu að hafa á einhvern óútskýrðan hátt verið þátttakandi í því mikla hóp- starfi sem skapaði sýninguna. Uppfærsla Leikfélags Dalvíkur á Stútungasögu er fyndin og skemmtileg og það er alveg ástæðulaust að neita sér um þá upplyftingu að fara og sjá sýning- una. Emilía Baldursdóttir

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.