Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Noršurslóš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Noršurslóš

						NORÐURSLOÐ - 3
Sumarið 1996 leið hratt án
þess að við félagarnir, Árni,
Grétar og ég fyndum hent-
ugan tíma til að leggja í fjallaferð-
ina. Annaðhvort var veðrið óhag-
stætt eða einhver okkar upptekinn.
Það var komið langt fram í ágúst-
mánuð þegar við sáum að ekki
yrði lengur beðið, haustið væri í
nánd með stuttum dögum og
veðrabrigðum til fjalla. Það var því
ákveðið að við legðum upp mið-
vikudaginn 21. ágúst, en þá voru
veðurhorfur sæmilegar. Það kom
svo í ljós að Árni var upptekinn, en
okkur Grétari þótti ekki verjandi
að bíða lengur, þar sem þessi
ganga okkar væri orðin fjölmiðla-
efni og því þyrftum við að standa
okkur líkt og Gaui litli í megrun-
inni. Það varð því úr að við fórum
tyeir í þennan áfanga göngunnar.
Ók kona Grétars okkur snemma
morguns fram að Hlíð í Skíðadal
og skildi okkur eftir þar, en við
settumst stutta stund yfir kaffibolla
hjá þeim Hlíðarsystkinum, Þór-
eyju og Sigurjóni. Þar var skrafað
um fjöllin sem biðu okkar og við
fengum símanúmerið hjá þeim svo
við gætum hringt í þau þegar við
værum komnir á Hestinn, en varð-
an þar á fjallsbrúninni blasir við
fráHlíð.
Fegurðin
Þennan morgun hafði skýjahulan
lyfst smám saman og nú var komið
logn með sólskini. Það var fagurt
að koma út í haustkyrrðina í
Skíðadalnum, og þegar við geng-
um upp fjallshlíðina skynjaði ég
einhver áhrif sem ég þekkti frá
bernskunni. Þetta minnti mig á það
þegar ég strákurinn var að fara að
sækja kýrnar til morgunmjalta áð-
ur en heimurinn vaknaði til anna.
Mér fannst ég greina aftur löngu
liðna kyrrð og fegurð, sem bæði
var fólgin í útlínum fjallanna,
djúpbláum himninum og fögrum
síðsumarlitum dalsins ásamt stöku
þokuslæðum í hlíðunum sem óð-
um voru að leysast upp. Hluti af
kyrrðinni var árniðurinn, sem
maður greinir svo allt of sjaldan nú
til dags. Þessi tilfinning magnaðist
þegar við ösluðum nærri axlarháan
snarrótarpuntinn, sem var óbitinn
vegna fjárfækkunar undanfarinna
þrenginga, en grasið var sjóblautt
eftir áfall næturinnar. Við klædd-
umst því strax legghlífunum, sem
annars höfðu verið ætlaðar jöklun-
um uppi til fjalla. Nær engar kind-
ur urðu á vegi okkar. Við gengum
rólega og ræddum meðal annars
um birgðastöðu okkar og farangur,
og nú kom í ljós að Grétar hafði
gleymt hæðarmælinum sínum, en
hjá mér var ástandið öllu alvar-
legra, því ég hafði gleymt orkuríka
hluta nestisins, það er súkkulaðinu
og rúsínunum. Ég varð því að
„segja mig á sveitina" og vera í
fæði hjá honum að hluta.
Upp Syðri-Sæludal
Við stefndum upp í Syðri-Sæludal,
en hann liggur upp á milli Lága-
fjalls að norðan og Lambárfjalls
og um hann rennur Syðri-Sæluá.
Þessi dalur er minni um sig en
Ytri-Sæludalur, og er inn í hann
kemur skiptist hann í tvo botna og
er hnjúkurinn á milli botnanna
nefndur Hnúta. Það var fagurt að
líta um öxl, en þar opnaðist sýn
fram Skíðadal og enn betur fram í
Þverárdal, og á einum stað sáum
við í skarði í Lambárfjallinu í há-
suðri blasa við hrikalegt og háreist
fjall, Hest, sem við reiknuðum
með að kynnast nánar síðar í ferð-
inni. Við stefndum í nyrðri botninn
á Syðri-Sæludal, en þar er Derris-
skarð yfir í Derrisdal, en áður en
við náðum jöklinum áðum við og
fylltum vatnsílátin. Logn og kyrrð
var og við gengum upp jökulinn í
átt að skarðinu, en á tveimur stöð-
um höfðu fallið skriður ofan á
snjóinn úr tindótta hryggnum sem
aðgreinir Sæludalina, og liggur úr
Kistufjallinu í Lágafjallið. Þetta
var jafn stígandi og þægileg ganga
Greinar-
höfundur:
Bjarni E.
Guðleifs-
Mynd. 5. Horft til norðurs af Hesti. Næst er veggbrattur botn Lamárdals. (Ljósm BGG.)
Bjarni E. Guðleifsson Möðruvöllum
Gangan langa
- Gengin vatnaskilin umhverfís Svarfaðardal
- Fimmti kafli - Kistufjall - Hestur
og 3,5 tímum eftir að við kvödd-
um í Hlíð stóðum við í Derris-
skarði. Skarðið sjálft var snjólaust,
en snjórinn náði nær alveg upp í
skarðið Sæludalsmegin en lengra
var niður í fönnina Derrisdalsmeg-
in. Skarðið er í um 1050 m hæð.
Yfir Svarfaðardalinn sáum við inn
í botn Klaufabrekknadals, en til
austurs blasti við Derrisdalur og
þvert yfir Þorvaldsdal sáum við
hlíðar Vatnshlíðarfjalls. Enn var
logn, og sól skein í heiði..
Á Kistufjallinu
Við skildum nú dótið okkar eftir í
Derrisskarðinu og lögðum á ran-
ann til norðurs upp á Kistufjallið
Mynd 2. Greinarhöfundur horfir af
Lambárfjalli þvert yfir Lambár-
dalsbotn í átt að Hesti. „Tryppin"
eru til vinstri við Hest. (Ljósm BEG)
Mynd 4. Grétar horfir til suðurs af
Lambárhnjúki en hægra megin á
myndinni er Derrir og lengst til
vinstri er Sælufjall og þar sést
snjórinn í Fanndal (Ljósm BEG)
Mynd 1. Horft af hnútu yfir Syðri-
Sæludal. Fjallið næst til vinstri er
Kistufjall og frá því liggur tinda-
garður Lágafjallsins. Fjær til vinstri
er Hvarfshnjúkur en Rimar sjást á
bak við Kistufjallið. (Ljósm BEG)
Mynd 3. Horft til baka á skörðótta
egg Lambárfjallsins með veggbratt-
an Lambárdalinn öðru megin og
sprunginn Derrisdalsjökulinn hin-
um megin. (Ljósm. BEG)
(1260 m). Við Kistufjallið höfðum
við strandað í fyrra, komumst ekki
upp á það að norðan, og því urðum
við að fara þennan spotta til norð-
urs til að tengja okkur við gönguna
frá því í fyrra. Raninn upp á Kistu-
fjallið úr Derrisskarðinu virtist
sakleysislegur, en ofarlega í hon-
um eru talsvert leiðinlegar kletta-
bríkur sem við þurftum að príla.
Þegar upp kom var fjallið flatt með
snjóbungum á suðvestur- og norð-
austurhorninu. Af Kistufjallinu var
falleg sýn til allra átta, þó einna
síst til norðausturs þar sem Sælu-
fjallið skyggði á. Dalvík sást á
milli Rimanna og Hvarfshnjúksins
og í suðri sáum við Kvarnárdals-
hnjúk og Dýjafjallshnjúk. Hrika-
legast var að horfa ofan í Ytri-
son
Sæludalinn, en það höfðum við
séð í fyrra. Kistufjallið var mjög
bratt þar niður og einnig Lágafjall-
ið og tindahryggurinn sem tengir
þessi tvö fjöll saman, og víða var
jökullinn mikið sprunginn við
klettaveggina. Við norðaustur
hornið höfðum við gefist upp í
fyrra, en nú gægðumst við þar nið
ur til að sjá hvort þar væri fært.
Töldum við nú að þarna hefðum
við átt að geta komist upp með því
að fara austan í hryggnum Fann-
dalsmegin og leita uppgöngu ekki
af hryggnum sjálfum heldur svo-
lítið sunnar. Nú töldum við okkur
vera búna að tengja okkur við end-i
ann frá því í fyrra og því fórum við
aftur niður af Kistufjalli, sömu leið
og við komum upp, og niður í
Derrisskarðið. Nú heyrðum við í
hrafni og í Derrisskarðinu flaug
framhjá okkur sólskríkjuhópur. I
sjálfu skarðinu, þar sem bakpok-
arnir okkar biðu, var talsvert
blómaskrúð og stór fjallagrös.
Hnúta
Nú lögðum við upp til suðurs úr
Derrisskarði, gengum upp ranann
þeim megin, og var hann talsvert
auðveldari en raninn upp á Kistu-
fjallið, og einnig var styttra upp.
Við komum þá upp á örlítinn koll,
einungis 7x15 metra um sig, og er
þetta toppurinn á fellinu sem skilur
Syðri-Sæludal í tvo hluta, og nefn-
ir Sigurjón í Hlíð þennan koll
Hnútu (1200 m), og er það rétt-
nefni. Enn sést Dalvík (mynd 1).
Niður af Hnútunni þurftum við
eftir tveimur allstrembnum kletta-
rönum og síðan var gengið eftir
þægilegri aflíðandi brekku upp á
norðurenda Lambárfjalls. Lambár-
fjall mun bæði vera nafn á fjallinu
í botni Lambárdalsins og einnig
framhaldi þess, sem aðgreinir
Syðri-Sæludal og Lambárdal. Nú
var klukkan orðin fimm og hafði
ferðin tekið 7,5 tíma.
Lambárfjallið ógnandi
Fram að þessu var Syðri-Sæludal-
urinn á hægri hönd en snæviþak-
inn botn Derrisdalsins á vinstri
hönd og er hann nefndur Ranghali.
Nú verður hins vegar veggbrattur
botn Lambárdalsins á hægri hönd,
bæði með klettabeltum og bröttum
skriðum, en á vinstri hönd jökull-
inn í botni Derrisdalsins sem teyg-
ir sig upp að skörðóttri egg Lamb-
árfjallsins og virtist mér þetta vera
einhver óárennilegasti hluti leiðar-
innar. Hafði ég kviðið fyrir þess-
um hluta leiðarinnar alveg síðan
ég í fyrra leit þessa skörðóttu egg
af Sælufjallinu. Við fengum okkur
nestisbita áður en við lögðum í
þetta átak. Sunnan Lambárdalsins
gnæfði hrikalegur Hesturinn
(mynd 2) og nær okkur voru tvær
kryppur tengdar honum og nefndi
ég þær „Tryppin". Við lögðum nú
mettir af stað og gengum fyrst
klettahrygginn, síðan góðan spöl á
snjónum Derrisdalsmegin en þá
kom í ljós hrikaleg og djúp
sprunga upp við vegginn, þannig
að við fórum aftur upp á kletta-
hrygginn og klöngruðumst eftir
honum, hægt en örugglega. Var
þetta ekki auðfarið, en gekk þó
betur en ég hafði ímyndað mér.
Hef ég ekki áður farið verri og
hrikalegri leið, veggbrattur botn
Lambárdalsins á hægri hönd en
hallandi og sprunginn jökull Derr-
isdalsbotnsins á vinstri hönd
(mynd 3). Þegar þessari skörðóttu
egg lauk komum við á allbreiðan
ávalan hnjúk sunnarlega á Lamb-
árfjalli og þar má ganga austur á
Derri   að  því  er  okkur  sýndist
Framhald á bls. 5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6