Norðurslóð - 27.08.1997, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 27.08.1997, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 21. árgangur Miðvikudagur 27. ágúst 1997 * Dalvík - Svarfaðardalur - Arskógsströnd Kosið um samein- ingu 4. október Laugardaginn 4. október n.k. verður gengið til kosninga um sameiningu þeirra þriggja sveit- arfélaga sem ekki felldu tillögur sameiningarnefndar s.I. vor. sveitarstjórnarmenn af Arskógs- strönd, Dalvík og úr Svarfaðar- dal féllust á þessa dagsetningu á fundi s.l. miðvikudag. Að sögn Kristjáns Ólafssonar formanns sameiningamefndar munu hlutaðeigandi aðilar halda fund með Þresti Sigurðssyni um næstu mánaðamót þar sem farið verður yfir stöðuna og lagt á ráðin um hvernig staðið verður að kynningu í septembermánuði. „Við ætlum að skoða hvaða lærdóm við getum Ibúðarhúsabyggð í Laugahlíð - Atta nýjar byggingarlóðir Hreppsnefnd Svarfaðardalshrepps hefur samþykkt tillögur Finns Birgissonar arkitekts um skipulag íbúðarbyggðar í landi Laugahlíð- ar og eru þær nú í frekari vinnslu. Eins og sést á myndunum er gert ráð fyrir dreifðri byggð á átta stórum lóðum til viðbótar við þau íbúðarhús sem fyrir eru. Hugmyndin er að íbúar fái með þessu móti notið þess olnbogarýmis sem fylgir því að búa í sveit. Eins og fram hefur komið hafa margir sýnt því áhuga að fá byggingarlóðir í Laugahlíðarlandi sem er í eigu Svarfaðardalshrepps en hingað til hefur skort skipulag af svæðinu. Nú hefur verið bætt úr því. dregið af kosningunum í vor og hvemig staðið var að kynningu þá. Svo verður september notaður til að afla sameiningar þessara þriggja sveitarfélaga fylgis. Það voru vissulega vonbrigði að Hrís- eyingar skyldu detta út úr mynd- inni þá og einnig voru það von- brigði hvað kjörsóknin var léleg hér á Dalvík. Ég held það lýsi al- mennu áhugaleysi á sveitarstjórn- armálum," segir Kristján. Hann telur að á Dalvík hafi frekar þeir sem mótfallnir voru sameiningu mætt á kjörstað en hinir sem ekki vom vissir setið heima. Nú eigi hann von á að fleiri Dalvíkingar séu jákvæðir í garð sameiningar og kjörsókn verði betri þann 4. október. hjhj Páll Kristjánsson heyjar enn upp á gamla mátann. Á meðan hetjur ríða um héruð á 100 hestafla dráttarvélum og þeysa hjá með rúllubaggaplastið flaks- andi eins og gunnfána aftur úr pökkunarvélunum setur Páii einbeittur upp í heysátur í mestu rólegheitum með heykvíslina eina að vopni. Páll er með nokkra hesta frammi í Hringsholti og er því í daglegum ferðum frameftir árið um kring. Hvernig sem viðrar ekur hann hnarreistur með hattkúfinn á húslausum Ferguson sem hann hefur málað í öilum regnbogans litum. Fergu- soninn er svo sannarlega þarfasti þjúnninn þegar kemur að heyskap hjá Páli. Hann leggur við hann greiðusláttuvélina, múgavél, heyýtu og lleiri hjálpar- tæki heyskapariífsins sem ekki tíðkast lengur og eru sem óðast að hverfa fyrir stórtækum vinnuvélum nútímans. Hlýtt sumar og þokka- leg berjaspretta - Heyfengur mikill en misjafn að gæðum Heyskap er nú lokið víðast hvar og er heyfengur mikill að vöxt- um en nokkuð misjafn að gæð- um eins og gengur. Ekki viðraði sérlega vel til þurrheyskapar þetta sumarið þó ekki sé hægt að kvarta undan veðrinu að öðru leyti. Sumarið hefur verið óvenju hlýtt á heildina litið en vart liðið sá dagur að ekki gerði skúr. Fyrir vik- ið hefur allur jarðargróði rokið upp og ber trjávöxturinn þess gleggst vitni. Ber eru vel þroskuð orðin og er berjatínslufólk farið að gera sér mat úr þeim. Kuldakaflinn í byrjun júní gerði þó töluverðan usla, eink- um er áberandi minna af aðalberj- um en venjulega. Þó er þetta njög misjafnt eftir stöðum og víða má komast í ágætar aðalberjalautir. hjhj Byggð leggst af á Hnjúki Byggðin strjálast í Skíðadalsbotninum - Blikur á lofti í landbúnaði og mjólkurframleiðsla á undanhaldi í Svarfaðardal Búskapur leggst af á Hnjúki í Skíðadal nú í haust og ábúendur flytja burt. Búið er að auglýsa mjólkurkvótann til sölu, kýr verða seldar og sauðfé að öllum líkindum lógað. Snorri Kristinsson bóndi sagði í samtali við blaðið að þetta væri fráleitt nein skyndiákvörðun. Lengi hefði júgurbólga og há frumutala í mjólk gert þar búsifjar. Nú stendur fyrir dyrum að herða enn kröfur um frumutölu í mjólk og þá væri sjálfhætt. Auk þess stendur framleiðsluréttur jarðar- innar vart undir áframhaldandi rekstri. A Hnjúki hefur verið stundaður blandaður búskapur. Kýmar voru 15 sl. vetur og æmar 122. Framleiðsluréttur í mjólk var um 50.000 lítrar. Snorri og fjöl- skylda flytja til Akureyrar þar sem bömin stunda nám en eldri hjónin fara til Dalvíkur. Snorri segir það ekki standa til að jörðin verði seld. Hún verður áfram í eigu fjölskyld- unnar og þar hyggjast þau dvelja að summm, rækta skóg og njóta návistar hinna skíðdælsku fjalla. Þegar byggð leggst af á Hnjúki fer heldur betur að harðna á daln- um Skíða. Sem kunnugt er fór Þverá í eyði fyrir nokkru. Sitt hvorum megin Hnjúks em Klængshóll og Hlíð enn í byggð en verulega mun þrengjast um fyrir byggðina í dalbotninum þegar Hnjúksfólkið er farið og vetur sverfur að. Að sögn Jónu á Hnjúkur í Skíðadal. Klængshóli munu þau hjón vart hafa vetursetu þar í vetur. Mjólk- urflutningar frá Hnjúki hafa kallað á reglulegan snjómokstur sem ekki er lítið öryggisatriði en nú þegar henni er hætt getur brugðið til beggja vona með moksturinn. Fleiri að hætta Menn eru víðar að bregða búi en frammi í dalabotnum hvað varðar hefðbundinn kúabúskap. Mjólkur- framleiðslurétturinn hefur verið seldur af Tjörn og Brekku og verð- ur kúabúskapur lagður af þar nú um mánaðamótin ágúst/september sem jafnframt em framleiðsluára- mót í mjólkurframleiðslunni. Þar með heyrir hefðbundinn landbún- aður að mestu sögunni til á þessum jörðum. Minnst af þessum fram- leiðslurétti sem er eitthvað á þriðja hundrað þúsund lítra hefur verið seldur innan sveitar þannig að ljóst er að framleiðslan hefur verulega dregist saman á þessu ári. Það eru greinilega blikur á lofti í íslensk- um landbúnaði. Minni arðsemi og auknar heilbrigðiskröfur verða til þess að æ fleiri bændur standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun um að annað hvort leggja í töluverðan kostnað við endurnýjun bygginga og kvótakaup eða hætta fram- leiðslunni. hjhj

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.