Norðurslóð - 27.08.1997, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 27.08.1997, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLOÐ Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini. Sími 466-3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: joant@centrum.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 466-1555 Tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Reykjavík. Netfang: throsth @isholf.is Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Lífleg skólamála- umræða framundan Nú er ár liðið frá því allur rekstur grunnskólans færðist frá ríkiunu yfir til sveitarfélaganna í landinu. Yfirfærsl- an hefur gengið snurðulítið og engir árekstrar orðið í skólastarfi sem tengjast þessum breytingum. Hér við ut- anverðan Eyjafjörð hefur skólaþjónusta Eyþings sætt nokkurri gagnrýni og þá sérstaklega fyrir það að þjón- ustan hefur ekki batnað frá því var hjá ríkinu í gegnum fræðsluskrifstofuna. Það er öllum ljóst sem við skólamál vinna hér á svæðinu og einnig sveitarstjórnarmönnum að endurskoða þarf samstarf sveitarfélaganna um skóla- þjónustu Eyþings. Sú endurskoðun þarf að eiga sér stað á komandi skólaári. Ekki er nokkur vafi á því að skóla- og menntamál eiga eftir að setja svip sinn á þjóðmálaumræðu næstu ára. Það er ekki aðeins hér á landi sem slík umræða fer vaxandi heldur er um allan heim lögð meiri áhersla á menntun en nokkru sinni fyrr. Menntun er lykillinn að betri lífskjörum í framtíðinni og skiptir litla þjóð eins og Islendinga miklu máli því ef við stöndum okkur ekki á menntunarsviðinu er hætt við að lífskjörin hér verði lakari en annars staðar og þá missum við fólkið burt til annarra landa. Sveitarfélögin hafa á sinni könnu framkvæmd skóla- mála allt til sextán ára aldurs. I leikskólum fer fram skipulögð fræðsla sem að hluta til er aðfaranám að grunnskóla. A undanförnum árum hefur leikskólinn verið að festast í sessi sem hluti af fræðslukerfinu og þegar grunnskólinn er alfarið á ábyrgð sveitarfélagnna munu sveitarstjórnir efiaust með tíð og tíma skipu- leggja þessi skólastig saman. Skólamál munu verða mikið til umræðu hér á Dalvík á komandi vetri og kemur þar margt til. I fyrsta lagi hefur nú verið tekin ákvörðun um að ljúka fullnaðarhönnun nýrra skólamannvirkja fyrir ára- mót og að því stefnt að byggingarframkvæmdir hefjist næsta vor að loknum skóla. A undanförnum mánuðum hafa tillögur að viðbyggingu við skólann verið til um- fjöllunar í byggingarnefnd skóla. Nú hefur ein tillaga verið valin til útfærslu en margt er eftir að skoða og skilgreina áður en fullnaðarhönnun lýkur. Góð sam- vinna hefur tekist milli þeirra sem að málum koma, það er á milli skóla og sveitarstjórnar. I öðru lagi var ákveðið á síöasta vetri að fá rannsókn- arstofnun Kennnaraháskólans til að gera úttekt á innra starfi Dalvíkurskóla. Það verk var undirbúið að nokkr- um hluta í lok síðasta skólaárs en aðalvinnan við það fer fram á komandi vetri. Reiknað er með að rannsóknar- stofnunin muni skila lokaskýrslu í júní 1998. Starfs- menn stofnunarinnar munu vinna með skólastjórnend- um, kennurum, nemendum, foreldrum og sveitarstjórn- armönnum við þessa úttekt og er ekki að efa að ýmsar hugmyndir um eflingu skólastarfs munu koma fram. I þriðja lagi hefur verið áhveðið að Dalvíkurskóli verði þátttakandi í þróunarverkefninu AGN (Aukin gæði náms) sem mun hefjast næsta vetur og er talið að nýtist skólanum vel í framhaldi af úttektarvinnu rann- sóknarstofnunar KHI. Það á öllum að vera ljóst eftir þessa upptalningu að málefni grunnskólans á Dalvík verða mikið til umræðu á komandi vetri og er það vel. Auðvitað verða málefni annarra skóla á dagskrá hjá sveitarstjórn og bæjarbú- um, svo sem leikskóla og Tónlistarskóla Dalvíkur en óhjákvæmilega verður grunnskólinn fyrirferðarmestur. Framhaldsskólinn eða Utvegssvið VMA heyrir undir ríkið eða menntamálaráðuneytið svo þátttaka heima- manna í umræðu um málefni deildarinnnar er ekki ein- föld. Aform Dalvíkurbæjar að bjóða ríkinu húsnæði fyrir deildina er mjög jákvætt innlegg heimamanna í þessa starfsemi og er í raun í góðum takti við stuðning heimamanna t.d. ýmissa fyrirtækja á liðnum árum. J.A. Þrír ættliðir í beinan karllegg: Tryggvi Valdimarsson, Svavar Tryggvason og Bjarni (Svavarsson) Tryggvason. Svarfdælska greinin í ætt Bjarna geimfara - Bjarni Tryggvason á ættir að rekja til hreystimenna sem létu sér fátt fyrir brjósti brenna Á undanförnum árum, eða allt frá árinu 1984, hefur Norður- slóð af og til fengið bréf frá kaupanda blaðsins í Kanada, Svavari Tryggvasyni, ættuðum héðan úr Svarfaðardal. í fyrsta bréfi til blaðsins segir hann frá syni sínum, Bjarna, sem þá ný- lega hafði verið valinn í sveit kanadískra geimfara sem þjálfa átti til geimflugs. Það eru nú lið- in 15 ár síðan farið var að undir- búa þessa vösku menn til þess að sendast út í gciminn. Nú hefur þessi langþráða ferð verið farin og geimfararnir lentir aftur heilu og höldnu eftir vel heppnaða ferð. Þetta er auðvitað stórfrétt sem fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um undanfamar vikur. Norðurslóð hefur litlu við það að bæta, nema senda þessum hetjum hamingjuóskir og kveðjur. Hins vegar ætlum við að segja örlítið frá ætt og upprana Bjama Svavars- sonar, Tryggvasonar, Valdimars- sonar í Vegamótum. Svavar Tryggvason er fæddur árið 1916, hann ólst upp frá 5-6 ára aldri hér í sveitinni, aðallega á Hnjúki hjá Árna Valdimarssyni föðurbróður sínum og konu hans Steinunni Jóhannesdóttur og síðar hjá þeim á Dalvík. Hann fluttist suður 1934, var þar í Verslunar- skólanum og í Stýrimannaskólan- um. Þar var einn af kennurum hans Kristján Eldjárn fyrrum sveitungi hans. Hann giftist Sveinbjörgu Haraldsdóttur og eignuðust þau 7 börn. Árið 1953 fiutti hann með fjölskyldu sína til Kanada og hefur átt þar heima síðan. Hann er nú 81 árs og býr á heimili fyrir aldraða á vesturströndinni. Kona hans er lát- in. I einu bréfi til blaðsins sagði hann meðal annars: - Mann langar heim, þó finnst mér hálfpartinn að ég eigi tvær fósturjarðir. Einhver sagði reynd- ar, „Eg á orðið einhvernveginn ekkert föðurland.“ Og annarsstað- ar stendur, „Eg á sjö börn á landi og sjö í sjó.“ Það er kannske þetta sem þjóðsagan meinar þegar sagt er að menn gangi í álfheima svo rammlega að þeir eiga ekki aftur- kvæmt í mannheim. - Svo mörg voru þau orð. Tryggvi Valdimarsson faðir Svav- ars og afi Bjarna var fæddur á Jarðbrú 1884, sonur Valdimars Jónssonar bónda þar og á Syðri- Másstöðum og seinast í Vegamót- um á Dalvík. Kona hans var Rósa Guðrún Sigurðardóttir frá Syðra- Holti. Systir Valdimars var Kristín Jónsdóttir kona Vilhjálms Einars- sonar á Bakka. Hann fermdist í Tjamarkirkju árið 1900 ásamt 11 öðrum drengjum og 7 stúlkum. Björn Árnason á Grund var einn af fermingarbræðrum hans, hann kallar Tryggva heljarmennið, garpinn og góða drenginn. Tryggvi sótti sjóinn allt frá unglingsárum og fara margar sögur af dugnaði hans og hreysti. Má meðal annars lesa um það í Dalvíkursögu 2. Hann fór ungur suður á land til sjósóknar og flentist þar urn hríð. Hann kom aftur heim í dalinn árið 1921, 37 ára gamall og settist að á Dalvík. Þá hafði hann orðið fyrir því slysi á togara út af Vestfjörð- um, að festa hægri fótinn í togvír, svo illa að aflima þurfti ofan við kné. Hann gekk á tréfæti eftir það. Hann var laghentur og vann næstu ár við skósmíðar og gerði við skó- fatnað og fleira fyrir hreppsbúa. Ekki undi hann þó lengi við þá iðju, en fór aftur á sjóinn og var lengi vélstjóri á ýmsum bátum og gafst vel. Björn á Grund fær að eiga síð- ustu orðin um Tryggva Valdimars- son: „Það var alltaf, á meðan hann stóð uppi, eitthvað karlmannlegt, virðulegt og geðfellt við þennan meiri háttar mann mitt í fátæktinni. Eitthvað, sem hægra er að finna fyrir, en lýsa eða segja frá.“ Og lýkur hér að segja frá svarf- dælsku ættinni hans Bjama geim- fara. S.H. Af Tryggva Valdimarssyni Bjarni Tryggvason sem skaust upp á stjörnuhimininn bæði með eiginlegum og óeiginlegum hætti nú á dögunum á ekki langt að sækja áræðið og ævintýra- mennskuna. Afi hans Tryggvi Valdimarsson var annálað hreystimenni og eru enn sagðar af honum sögur hér um slóðir. Misjafnar eru þó aðstæður þeirra langfeðga og ekki gat Tryggva heitinn Valdimarsson grunað mitt í fátæktinni og hinni hörðu lífsbaráttu aldamótamanns- ins að afabamið hefði geimferðir að atvinnu þegar fram liðu stundir. 1 sögu Dalvíkur er langur þátt- ur af Tryggva Valdimarssyni og er ekki úr vegi nú að rifja upp nokkr- ar sögumar sem sagðar hafa verið af honum. Lítum í Dalvíkursög- una: „Tryggvi Valdimarsson sótti sjó frá unglingsárum. Hann þótti, unglingurinn, afbragð annarra manna fyrir sakir verkhyggni, dugnaðar og hreysti, jafnvel talinn margra manna maki. Tryggvi var góðlyndur og dagfarsprúður, og var sem ekkert gæti haggað geðró hans. Hann hafði ríka kímnigáfu, en fór vel með; brá þó stundum til hæðni, sem ekki hvað síst beindist að honum sjálfum. Bindindismað- ur enginn og þótti snemma bregða til nokkurrar óreglu, en var sama blessað ljósið við öl, nema egndur væri; lét þá gjörðir ráða, en ekki orð. Enginn vissi í hug þessa hæg- láta manns, sem öll börn hændust að öðmm fremur. Tryggvi var með hæstu mönnum eftir því sem þá gerðist, beinastór og holdmikill. Hendur hafði hann sérstaklega þykkar, fingur stutta, en svera. Augun gráblá, fremur lítil en góð- leg. Svipurinn festulegur. Lagviss var Tryggvi og raulaði tíðum fyrir munni sér, oft svo lágt, að vart mátti greina." Lífshlaup Tryggva var æði hrakfallasamt og um margt ævin- týralegt. Fátæktin fylgdi honum hvert fótmál og sömuleiðis tölu- verð óreglusemi en á móti naut hann vinsælda og virðingar sakir geðprýði og afburða karlmennsku. Tryggvi flutti suður á Suðumes á unga aldri og bjó þar í 15 ár. Voru það æði slarksöm ár bæði til sjós og lands. Árið 1913 lenti hann í sjóslysi er bát hans hvolfdi miðja vegu milli Keflavíkur og Leim. Þeir voru tveir í bátnum Tryggvi og náinn vinur hans, Þorsteinn Olafsson að nafni. Komust þeir báðir á kjöl en eftir alllanga hrakn- ingu dregur svo af Þorsteini að hann nær ekki að halda sér. Tryggvi hélt honum þá þar til yfir lauk og rak enn lengi þar til hans varð vart á Leiru. „Var þá bátur mannaður af mikilli skyndingu, róið að flakinu og Tryggva bjarg- að. Hafði hann þá verið klukku- stundum saman á kili og aðfram- kominn. Var hann orðfár að vanda, bað um það eitt að fá að róa, svo honum hlýnaði.“ Ekki var þó sjóslysasögu Tryggva þar með lokið. 1920 er hann á togaranum Rán frá Reykja- vík og er skipið um miðjan júní að veiðum úti fyrir Vestfjörðum. „Þá ber svo til að Tryggvi lendir með hægri fót í togvírunum, festist og brotnar illa. Sagan herm- ir, að fóturinn - eða hluti fótleggj- ar - hafi hangið á dálítilli húðtutlu, og tók mjög í við hreyfingar skips- ins. Bað Tryggvi skipverja að skera á milli. Enginn treystist til.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.