Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 5

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 5
Garðar Valdimarsson, lögfræðingur og löggiltur endurskoðandi. íslenskar reglur um skattlagningu arðs með hliðsjón af gerð tvísköttunarsamninga Grein þessi er byggð á erindi sem höfundur flutti á endurskoðenda- deginum 26. apríl 1996. Efni hennar hefur verið til umfjöllunar í nefhd um tvísköttun. 1. Skattlagningarkerfi Ef litið er til lagareglna um skattlagningu hlutafé- laga og hluthafa í öðrum Evrópuríkjum innan OECD kemur í ljós að þær eru talsvert frábrugðnar þeim ís- lensku. Aður en vikið er að einstökum löndum er rétt að lýsa því hvaða skatdagningarkerfi tíðkast aðallega varðandi skattlagningu hlutafélaga og hluthafa. I meginatriðum er greint milli tveggja kerfa; Ann- ars vegar hins svokallaða skattígildiskerfis (imputation system) og hins vegar svokallaðs sígilds kerfis (classical system). Sígilt kerfi felur það í stuttu máli í sér að hagnaður hlutafélags er tvískattlagður, þ.e. fyrst er hagnaðurinn skatdagður hjá hlutafélaginu án nokkurs frádráttar vegna úthlutaðs arðs og síðan er arðurinn skattlagður að fullu hjá hluthafanum án þess að nokkuð tíllit sé tekið tíl þeirrar skattlagningar sem fram hefur farið í félaginu (efhahagsleg tvísköttun/keðjuskattíagning1). Skattígildiskerfi felur það í sér að hagnaður hlutafé- lagsins er skattlagður að fullu hjá félaginu án nokkurs frádráttar en þegar kemur að skattíagningu arðsins hjá hluthafanum þá er tekið tillit til þeirrar skattlagningar 1) Venjulega er talað um lagalega tvísköttun þegar sami aðili er tvískat- taður vegna sömu tekna eða eigna. Með eíhahagslegri tvísköttun er átt við það tilvik þegar fleiri en einn aðili eru skattlagðir vegna sama atriðis, t.d. þegar hutafélag er skattlagt vegna hagnaðar í félaginu og hluthafar þess eru skattlagðir sérstaklega vegna arðs sem þeir fá út- hlutað úr þessum skattlagða hagnaði. I grein þessari er nær eingöngu fjallað um efnahagslega tvísköttun. sem fram hefur farið hjá hlutafélaginu með því að veita hluthafanum ffádrátt að hluta eða að fullu vegna þeirr- ar skattlagningar hagnaðarins sem ffam hefur farið í félaginu. Þessu má lýsa í effirfarandi töflu þar sem miðað er við að hluthafi sé einstaklingur. TAFLA 1 A SKATTÍGILDIS SÍGILT HLUTAFÉLAG KERFI KERFI Hagnaður fyrir skatta 100 100 Félagsskattur (33%) (33) (33) Uthlutaður arður HLUTHAFI 67 67 Arður 67 67 Igildi hlutafélagsskatts 33 Skattskyldar tekjur 100 67 Skattur hluthafa (42%) 42 28 Frádráttur v/hlutafélagsskatts 33 Skattgreiðsla hluthafa 9 28 Tekjur efdr skatta 58 39 Á íslandi er hvorki sígilt kerfi né skattígildiskerfi. Einkenni íslensku reglnanna um skattlagningu arðs hjá hlutafélögum og hluthöfum er að greiddur eða út- hlutaður arður til hluthafa (hvort sem um er að ræða menn eða lögaðila) er frádráttarbær hjá félaginu upp að fjárhæð sem ekki má fara fram úr 10% af nafnverði hlutafjár, þar með talin jöfnunarhlutabréf. Arður einstaklinga af hlutafé í innlendum félögum er skattfrjáls upp að 10% af nafnverði hvers bréfs, þó ekki hærra en 130.939 hjá einstaklingi eða 261.878 hjá hjónum. Innan þessara marka getur arður félagsins verið skattfrjáls bæði hjá hlutafélaginu og hluthafanum. Um arðgreiðslur milli hlutafélaga gildir það að hann er frádráttarbær hjá félaginu sem greiðir, upp að 10% sbr. framangreint, en skattskyldur að fullu hjá félaginu sem móttekur arðinn. 3

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.