Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 19

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1996, Blaðsíða 19
Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstöðumaður Bankaeftirlits Seðlabankans. Eftirlit með endurskoðendum á Norður- löndunum og hlutverk endurskoðenda fjármálastofnana Kredittilsyenet í Noregi bauð fulltrúum ffá nor- rænum eftirlitsaðilum til ráðstefnu í Osló 15. og 16. maí 1995. Dagskrárefni ráðstefnunnar voru annars vegar eftirlit með endur- skoðendum almennt, þ.e. að skiptast á upplýsingum hvernig háttað væri skipu- lagi og framkvæmd á Norðurlöndunum m.a. með hliðsjón af EES samningnum og hins vegar hlutverk endurskoðenda fjármálastofhana m.a. með hliðsjón af væntanlegri Post BCCI-tilskipun ESB. Auk fulltrúa frá bankaeftir- liti Seðlabanka Islands var fulltrúa frá fjármálaráðu- neytinu boðið en það ráðuneyti fer með málefni lög- giltra endurskoðenda hér á landi. 1.0. Almennt eftirlit með endurskoðendum 1.1. Noregfur Fyrri hluti ráðtefhunnar fjallaði eins og fyrr segir um almennt eftirlit með endurskoðendum. I Noregi hefur Kredittilsynet lögum samkvæmt með að gera opinbera skráningu og efrirlit með endurskoðendum og mun svo hafa verið urn all langt skeið en tiltölulega smtt er síðan eða ffá árinu 1991 að það eftirlit var eflt verulega. Aður mun efrirlitið fyrst og ffemst hafa beinst að þeim enduskoðendum sem sérstök ástæða þótti til að skoða hjá samkvæmt utanaðkomandi vís- bendingum eins og t.d. kvörtunarmálum sem tengjast endurskoðendum. A árunum 1986 til 1989 var fram- kvæmd skoðun hjá að jafnaði 5-15 endurskoðendum á ári en frá árinu 1990 hefur fjöldinn vaxið úr u.þ.b. 20 upp í 120. Gefið var gott yfirlit yfir núverandi starfsaðferðir við efrirlit með endurskoðendum í Noregi. Eftirlitið nær til allra þeirra sem hafa fengið opinbert leyfi til að starfa sem endurskoðendur. Um er að ræða annars vegar „löggilta endurskoðendur", sambærilega og þekkjast hér á landi, og hins vegar „skráða endurskoð- endur“ sem hafa minna próf að baki heldur en hinir löggiltu. Hluti af „skráðum endurskoðendum“ er hóp- ur manna sem fengu sérstaka undanþágu sem „skráðir endurskoðendur" fyrir u.þ.b. 30 áruni þegar ný lög- gjöf var sett um þessi mál en þessi hópur manna hafði starfað við endurskoðun án þess að hafa þá menntun sem seinna var krafist. Samtals löggiltir og skráðir endurskoðendur í Noregi eru u.þ.b. 4.000 talsins og eru álíka margir í hvorum hópnum um sig. Þess má geta að eingöngu endurskoðunarþátturinn í starfsemi endurskoðenda er undir efrirliti en ekki önnur starf- semi endurskoðenda eins og t.d. ýmis konar ráðgjöf og aðstoð við skattframtalsgerð. Þá byggist eftirlitið einnig á virkri hlutafélagaskrá og firmaskrá en sam- kvæmt þeim skrám er á hverjum tíma ljóst hvaða félög ber að endurskoða af löggiltum eða skráðum endur- skoðanda. Ymsum aðferðum er beitt við að ákveða hvar bera á niður við efrirlitið. Þannig er t.d. byggt á vísbending- um sem koma ffá kvörtunarmálum, skattayfirvöldum, bústjórum eða öðrum. Ennfremur er farið eftir vís- bendinguin úr fjölmiðlum og byggt á upplýsingum sem koma úr úrtakskönnunum eftirlitsins. Einnig eru notaðar niðurstöður úr svörum endurskoðenda við spurningalista sem öllum endurskoðendum er gert að svara. Sem dæmi um úrtakskönnun má nefha að allir end- urskoðendur á ákveðnu landsvæði eru heimsóttir. Þeim er tilkynnt með 2ja vikna fyrirvara um heim- sóknina og að farið verði yfir vinnupappíra á afmörk- uðu sviði endurskoðunarinnar vegna einhverra tvegg- ja viðskiptavina hans. Ekki er gefið upp fyrr en við eft- 17

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.