Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Helgarblað 9.?12. desember 2016 Fréttir 13
Eiríkur átti líka í Glitni
Hlutabréfaeign Viðars Más í Lands­
bankanum var umtalsvert meiri 
en Eiríks. Þannig nam virði bréfa í 
hans eigu rúmlega nítján milljónum 
króna um ári fyrir fall bankans, sam­
kvæmt gögnum sem eru unnin upp 
úr hluthafalistum Landsbankans og 
DV hefur undir höndum, en Eiríkur 
átti hins vegar bréf fyrir um 3,8 millj­
ónir króna á sama tíma. Verðmæti 
hlutabréfanna lækkaði mikið á ár­
inu 2008 og urðu þau sem kunn­
ugt er verðlaus við gjaldþrot Lands­
bankans í byrjun október sama ár. 
Daginn sem bankinn óskaði eftir 
gjaldþrotaskiptum nam markaðs­
virði bréfa Viðars Más rúmlega 9,4 
milljónum króna en hlutur Eiríks var 
sem fyrr segir metinn á um 1,7 millj­
ónir króna.
DV skildi einnig eftir skilaboð til 
Viðars þar sem óskað var eftir viðtali 
um hlutabréfaeign hans. Þeim skila­
boðum var ekki svarað.
Viðar Már og Eiríkur voru ekki 
dómarar við Hæstarétt samtímis því 
að þeir áttu hlutabréf í Landsbank­
anum. Viðar var skipaður dómari við 
Hæstarétt 2010 en Eiríkur um ári síð­
ar. Fréttablaðið hefur áður greint frá 
því að Eiríkur hafi einnig verið hlut­
hafi í Glitni á árunum 2007 og 2008. 
Þannig nam markaðsvirði bréfa sem 
hann átti í bankanum tæplega níu 
milljónum króna í júlí árið 2007. 
Bréfin urðu verðlaus þegar bankinn 
féll haustið 2008. Eiríkur hefur hins 
vegar vikið sæti í svonefndum hrun­
málum sem tengjast falli Glitnis eft­
ir að hann var skipaður dómari við 
Hæstarétt þar sem sonur hans, Páll 
Eiríksson, sat í slitastjórn bankans á 
árunum 2009 til 2015.
?Þetta var það lág fjárhæð?
Það er undir dómurunum sjálfum 
komið að gæta að hæfi sínu í þeim 
málum sem koma fyrir Hæstarétt. 
Þrátt fyrir að hafa tapað talsverðum 
fjármunum sem beinir hluthafar í 
Landsbankanum, þá fyrst og fremst 
í tilfelli Viðars Más, þá töldu þeir Ei­
ríkur og Viðar Már sig engu að síð­
ur ekki vanhæfa til að dæma í mál­
um sem vörðuðu umboðssvik og 
umfangsmikla markaðsmisnotkun 
stjórnenda og starfsmanna þess 
sama banka. Í niðurstöðu Hæsta­
réttar í Ímon­málinu svokallaða 
í október 2015, sem var annað af 
tveimur markaðsmisnotkunar­
málum sem voru höfðuð á hendur 
stjórnendum Landsbankans, sagði 
meðal annars að brotin hefðu 
beinst ?í senn að öllum almenn­
ingi og fjármálamarkaðinum hér á 
landi og verður tjónið, sem af þeim 
hlaust, ekki tekið til fjár.? Á meðal 
þeirra sem voru dæmd til fangels­
isvistar voru Sigurjón Þ. Árnason og 
Elín Sigfúsdóttur, fyrrverandi fram­
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Lands­
bankans, en þau höfðu áður verið 
sýknuð í dómi Héraðsdóms Reykja­
víkur.
Eiríkur bendir á að ef einhver 
önnur atriði hafi komið til, sem 
kunna að draga í efa hæfi hans, þá 
hafi hann vikið sæti í þeim málum 
sem gömlu bankarnir hafa átt í hlut 
en í þessu tilfelli hafi hann ekki talið 
ástæðu til þess. ?Þetta var það lág 
fjárhæð, að minnsta kosti miðað við 
mín fjármál, þótt manni sé auðvitað 
sárt að tapa þá voru þetta hlutabréf 
sem ég hafði keypt fyrir mörgum 
árum og átt lengi. Þau höfðu ýmist 
hækkað eða lækkað í verði eins og 
gengur. Ef maður væri vanhæfur í 
þessum málum þá væri maður van­
hæfur í mörgum málum því maður 
hefur auðvitað átt viðskipti víðs 
vegar í samfélaginu. Maður get­
ur tapað svona lágum fjármunum í 
viðskiptum og það hefur maður gert 
í gegnum tíðina með því að kaupa 
gallaða vöru eða eitthvað slíkt. Það 
gerir mann ekki vanhæfan en ef að 
fjármunirnir eru mjög miklir, þannig 
að þetta hafi veruleg áhrif á fjárhag 
manns og afkomu, þá gegnir auðvit­
að öðru máli.?
Spurning um ásýnd dómsins
Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn þriðju­
dag kom fram í máli Ragnars H. Hall 
hæstaréttarlögmanns, í tengslum 
við umfjöllun um hlutabréfaeign og 
viðskipti Markúsar Sigurbjörnssonar 
hæstaréttardómara við Glitni, að 
sérstök hæfisregla laganna lyti að því 
hver ásýnd dómsins væri gagnvart 
sakborningum og hvort þeir hafi 
réttmæta ástæðu til að draga óhlut­
drægni dómara í efa. ?Dómari á ekki 
að sitja í máli ef það er minnsti vafi 
um það að hann fái litið óhlutdrægt 
á málavexti út frá því sem gerst hafði 
í fortíðinni. Ég tala nú ekki um ef þau 
atvik urðu í beinum tengslum við 
það sem er síðan ákært fyrir,? sagði 
Ragnar Hall. Rétt er að taka fram 
að Ragnar Hall var verjandi Ólafs 
Ólafssonar, eins aðaleigenda Kaup­
þings á árunum fyrir fall bankans, í 
Al Thani­málinu svonefnda en hann 
sagði sig frá því í apríl 2013.
Þrátt fyrir að Markús hafi ekki 
verið hluthafi í Landsbankanum 
þá áttu þrjú börn hans, sem á þeim 
tíma voru ófjárráða, hluti í bankan­
um á árunum 2007 og 2008. Sam­
kvæmt þeim gögnum sem DV hef­
ur undir höndum nam samanlagt 
markaðsvirði hlutabréfanna um 
1,9 milljónum króna þegar gengi 
bréfa Landsbankans stóð hæst 17. 
október árið 2007. Daginn sem 
bankinn féll tæplega ári síðar ? og 
bréfin urðu þá um leið verðlaus ? var 
hlutur þeirra aðeins metinn á lið­
lega 900 þúsund krónur. Rétt eins og 
 Eiríkur og Viðar Már þá var Markús í 
fimm manna dómi Hæstaréttar sem 
dæmdi í markaðsmisnotkunarmál­
um Landsbankans.
60 milljónir í fjárfestingarsjóð
Í umfjöllun Kastljóss og Stöðvar 2 fyrr 
í vikunni var upplýst um að Markús, 
sem hefur verið forseti Hæstaréttar 
frá árinu 2007, hafi verið hluthafi í 
Glitni á árunum fyrir fall bankans. 
Markús seldi hins vegar alla hluti sína 
í bankanum árið 2007 fyrir 44,6 millj­
ónir króna með umtalsverðum sölu­
hagnaði en hann hafði upphaflega 
eignast hlutabréfin fimm árum áður. 
Hagnaðinn af sölu bréfanna, auk 
annarra fjármuna, setti hann í eigna­
stýringu hjá Glitni, samtals um 60 
milljónir króna. Fram kom í Kastljósi 
að þeir peningar hefðu farið í hlut­
deildarskírteini í Sjóði 9, eða um 52 
milljónir króna, en afgangurinn í Sjóð 
10 hjá bankanum. Sjóðirnir fjárfestu 
í ýmsum hlutabréfum og skulda­
bréfum, einkum og sér lagi í félögum 
sem tengdust Glitni og eigendum 
bankans. Skömmu fyrir þjóðnýtingu 
Glitnis í lok september 2008 inn­
leysti Markús samtals um 15 milljónir 
úr Sjóðum bankans en sat eftir með 
um 44 milljónir. Sé tekið mið af upp­
lýsingum um útgreiðsluhlutfall fjár­
festingarsjóðanna má áætla að tap 
hans hafi verið um 7 til 10 milljónir.
Ef dómarar eiga hlut í félagi sem 
er allt þriggja milljóna króna virði, 
eða sem nemur yfir fimm prósent­
um af eignarhlut í félagi, þá er þeim 
lögum samkvæmt skylt að tilkynna 
um þá eign til sérstakrar nefndar um 
dómarastörf. Ef eignarhluturinn er 
aftur á móti meira virði en þrjár millj­
ónir þurfa dómarar jafnframt að fá 
heimild nefndarinnar fyrir slíkri fjár­
festingu. Í yfirlýsingu sem Markús 
sendi frá sér eftir umfjöllun Kast­
ljóss kom fram að hann hefði tilkynnt 
nefndinni um eignarhlut sinn í Glitni 
og óskað eftir um heimild fyrir fjár­
festingunni ? og sömuleiðis upplýst 
nefndina þegar hann seldi bréfin árið 
2007. Hann sagðist hins vegar ekki 
hafa talið sér skylt að upplýsa um þá 
fjármuni sem hann hefði sett í fjár­
festingarsjóði sem voru í eignastýr­
ingu Glitnis.
Markús var á meðal dómara 
Hæstaréttar sem dæmdu ýmsa fyrr­
verandi starfsmenn Glitnis í fangelsi í 
BK­44 málinu svonefnda í desember 
2015. Á meðal þeirra sem Hæstiréttur 
dæmdi seka í því máli voru Jóhannes 
Baldursson og Birkir Kristinsson, 
sem hlutu þriggja og fjögurra ára 
fangelsi, en þeir voru báðir starfs­
menn þeirrar deildar Glitnis sem sá 
um stýringu þeirra sjóða sem Markús 
hafði fjárfest í. Í fyrrnefndri yfirlýs­
ingu sem Markús sendi frá sér síð­
astliðinn þriðjudag sagði hann að 
dómara beri að eigin frumkvæði að 
gæta að hæfi sínu í sérhverju máli 
sem hann dæmi í. ?Það hef ég ávallt 
gert, þar á meðal í málum sem varð­
að hafa Glitni banka hf. eða fyrrver­
andi starfsmenn hans.? n
eldbakaðar 
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
Hlutafjáreign dómara í Landsbankanum
 
Dómari         markaðSvirði 17. októbEr 2007                      markaðSvirði 3. októbEr 2008
viðar már matthíasson                  19,1 milljón           9,4 milljónir
Eiríkur tómasson                         3,8 milljónir                           1,7 milljónir
?Ef þetta hefði 
verið há fjárhæð, 
numið kannski tugum 
milljóna sem ég hefði 
tapað þarna, þá hefði 
gegnt öðru máli.
Sneri við sýknudómi héraðsdóms
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í samtals fimm ára fangelsi í Hæstarétti í tveimur markaðs-
misnotkunarmálum sem var í skipt í tvennt í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní 2013. Annars vegar var hann í október 2015 fundinn sekur um 
umboðssvik og markaðsmisnotkun í Ímon-málinu svokallaða og dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi 
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, var þá dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir umboðssvik og hlutdeild í markaðsmisnotkun og 
Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir markaðsmis-
notkun. Hæstiréttur sneri í málinu sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Elínu og Sigurjóni.
Hins vegar var Sigurjón dæmdur í Hæstarétti í byrjun febrúar 2016 í eins og hálfs árs fangelsi í stóra markaðsmisnotkunarmáli 
Landsbankans. Hæstiréttur þyngdi þá dóm héraðsdóms yfir honum og þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum bankans; Ívar Guðjóns-
syni, fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans, og Júlíusi S. Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni, fyrrverandi starfsmanni 
sömu deildar innan bankans. Dómurinn yfir Sigurjóni var þyngdur um hálft ár en hann hafði verið dæmdur í héraðsdómi í tólf mánaða 
fangelsi, þar af níu skilorðsbundna. Ívar og Júlíus voru dæmdir í níu mánaða fangelsi í héraði, þar af sex skilorðsbundna, en Sindri 
sýknaður. Hæstiréttur dæmdi Ívar aftur á móti í tveggja ára fangelsi en Júlíus og Sindri hlutu eins árs dóma. Mennirnir fjórir voru ákærðir 
fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 3. október 2008. Þeir voru fundnir sekir um að hafa handstýrt verðmyndun 
hlutabréfa í Landsbankanum sem hafi ?falið í sér blekkingu og sýndarmennsku?.
5 ár 18 mánuðir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48