Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Helgarblað 9.?12. desember 201628 Sport
Hátt verð er ekki 
ávísun á velgengni
n Kaup á átta dýrustu leikmönnum sumarsins gerð upp n Sadio Mané hefur staðið sig best
Á
tta dýrustu leikmenn sum-
arsins í ensku úrvalsdeildinni 
kostuðu samtals 350,5 millj-
ónir punda, eða 49,4 millj-
arða króna. Nú þegar stutt 
er í jólatörnina á Englandi og nýja-
brumið, ef svo má segja, er farið af 
nýju mönnunum er ekki úr vegi að 
leggja mat á hvort þeir dýrustu hafi 
staðið undir væntingum það sem 
af er tímabili. DV skoðaði dýrustu 
leikmenn sumarsins og lagði mat á 
frammistöðu þeirra í vetur með því 
að gefa þeim einkunn á skalanum 0 
til 10. Nokkrir þessara leikmanna eru 
enn ungir að árum og er eftir fremsta 
megni reynt að taka tillit til þess. n
Paul Pogba
Félag: Manchester United Keyptur frá: Juventus  
Kaupverð: 93,25 milljónir punda Einkunn: 6,5
n Það efast fáir um að Paul Pogba sé frábær knattspyrnumaður. Fleiri efast þó um að 
hann standi undir því að vera dýrasti knattspyrnumaður heims en tíminn mun leiða það í 
ljós. Ef marka má tölfræðivefinn whoscored.com hefur Pogba verið besti leikmaður United 
á tímabilinu með meðaleinkunnina 7,59. Tvö mörk og ein stoðsending í þrettán leikjum í 
úrvalsdeildinni er þó ekkert til að hrópa húrra yfir og þótt Pogba hafi stundum sýnt flott 
tilþrif hefur hann á köflum verið mistækur. Eins og fleiri leikmenn á þessum lista hefur Pogba 
nægan tíma til að sýna hvað í honum býr, svigrúmið til bætingar er talsvert.
John Stones
Félag: Manchester City Keyptur frá: Everton Kaupverð: 50 milljónir punda Einkunn: 6,0
n John Stones er af mörgum talinn framtíðarleikmaður enska landsliðsins. Þessi 22 ára 
varnarmaður hefur alla burði til að ná langt þótt byrjun hans hjá City hafi verið tiltölulega 
erfið. Ef síðustu 15 leikir liðsins í öllum keppnum eru skoðaðir sést að City hefur aðeins haldið 
hreinu í einum þessara leikja og hefur Stones gert nokkur afdrifarík mistök í vetur. Hann var 
til dæmis heppinn þegar Diego Costa náði boltanum af honum í vítateig City í leik liðanna 
um liðna helgi. Stones getur huggað sig við það að tíminn er með honum í liði og hann fær 
allan þann stuðning sem hann þarf frá þjálfaranum, Pep Guardiola.
Sadio Mané
Félag: Liverpool Keyptur frá: Sout-
hampton Kaupverð: 36 milljónir punda 
Einkunn: 9,0
n Senegalinn Sadio Mané virðist 
smellpassa inn í leikstíl Jurgens Klopp 
hjá Liverpool enda hefur þessi 24 ára 
leikmaður skorað sjö mörk og lagt upp 
þrjú til viðbótar í aðeins 13 leikjum í 
deildinni. Samkvæmt tölfræðivefnum 
whoscored.com er aðeins Philippe 
 Coutinho með hærri meðaleinkunn en 
Mané af leikmönnum Liverpool. Liverpool 
hefur gengið vel að skora í vetur og má 
þakka það elju og vinnusemi Mané sem 
er síógnandi uppi við mark andstæðing-
anna. Kaupin á Mané eru ein þau allra 
bestu í vetur.
Leroy Sane
Félag: Manchester City 
Keyptur frá: Schalke Kaupverð: 37 
milljónir punda Einkunn: 5,0
n Miklar vonir eru bundnar við Leroy 
Sane hjá Manchester City, enda greiddi 
félagið háar fjárhæðir fyrir hann í sumar. 
Þessi efnilegi þýski vængmaður hefur þó 
átt erfitt með að aðlagast enska bolt-
anum og hefur hann virst vera týndur í 
leikjum City-liðsins. Sane hefur aðeins 
komið við sögu í sjö deildarleikjum City í 
vetur og gert lítið í þeim. Pep Guardiola 
hefur látið hafa eftir sér að Sane þurfi 
meiri tíma til að aðlagast.
Shkodran Mustafi
Félag: Arsenal Keyptur frá: Valencia Kaupverð: 35 milljónir punda Einkunn: 8,0
n Gæti Shkodran Mustafi verið týndi hlekkurinn fyrir Arsenal? Til að vinna titla þarf öfluga 
vörn og Arsene Wenger er loksins kominn með öfluga fjögurra manna varnarlínu. Mustafi 
hefur smollið vel inn í leikstíl Arsenal og Þjóðverjinn virðist sniðinn fyrir ensku úrvalsdeildina. 
Mustafi er leikmaður sem gerir hlutina á einfaldan og skilvirkan hátt og það ber ekki sérstak-
lega mikið á honum inni á vellinum. Það er góður eiginleiki þegar varnarmenn eiga í hlut.
Michy Batshuayi
Félag: Chelsea Keyptur frá: Marseille 
Kaupverð: 33,2 milljónir punda Einkunn: 
5,5
n Belginn efnilegi hefur ekki enn byrjað 
deildarleik fyrir Chelsea á tímabilinu og 
raunar aðeins leikið 77 mínútur í það heila. 
Ástæðan fyrir fáum tækifærum er einföld: 
Diego Costa hefur farið á kostum í framlínu 
Chelsea og þar sem liðið leikur ekki í Evrópu-
keppni er álagið á helstu stjörnur liðsins 
ekki mikið sem aftur gerir að verkum að liðið 
breytist lítið milli leikja. Þar að auki hefur 
Chelsea gengið allt í haginn að undanförnu. 
Þrátt fyrir fá tækifæri hefur Michy skorað 
þrjú mörk, eitt í deild og tvö í deildarbikarn-
um, og sýnt stuðningsmönnum Chelsea að 
félagið hafi ekki keypt köttinn í sekknum.
N?Golo Kante
Félag: Chelsea Keyptur frá: Leicester 
Kaupverð: 32 milljónir punda 
Einkunn: 8,0
n N?Golo Kante var einn allra besti leik-
maður úrvalsdeildarinnar í fyrra og er 
hann ein af ástæðum þess að Leicester 
hampaði titlinum í vor. Kante byrjaði 
heldur rólega hjá Chelsea í haust en 
hefur hægt og bítandi verið að stimpla 
sig inn sem einn af lykilmönnum liðsins. 
Hann er duglegur og frábær í sinni stöðu 
sem afturliggjandi miðjumaður þar sem 
hann sópar upp öllum lausum boltum. 
Miðað við verðið, 32 milljónir punda, 
gætu kaupin á Kante reynst ein þau 
allra bestu í vetur.
Granit Xhaka
Félag: Arsenal Keyptur frá: Borussia 
Mönchengladbach Kaupverð: 34 millj-
ónir punda Einkunn: 6,0 
n Ekki er ólíklegt að Arsene Wenger hafi 
búist við meiru frá Granit Xhaka enda 
kostaði þessi 24 ára svissneski lands-
liðsmaður skildinginn í sumar. Xhaka 
hefur byrjað sjö leiki í deild og komið 
fjórum sinnum af bekknum. Mistök 
sem kostuðu mark og klaufalegt rautt 
spjald sem hann fékk gegn Swansea um 
miðjan október varð til þess að margir 
settu spurningarmerki við leikmanninn. 
Hann hefur þó sýnt með svissneska 
landsliðinu og áður Basel og Borussia 
Mönchengladbach að hann er öflugur 
knattspyrnumaður sem gæti orðið lykil-
maður fyrir Arsenal þegar fram í sækir.
Dýrastur 
Paul Pogba kost-
aði Manchester 
United 93 milljónir 
punda þegar hann 
var keyptur frá 
Juventus í sumar. 
MynDir EPA

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48