Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Helgarblað  9.?12. desember 201634 Menning
HVAR ER SÓSAN?
Tvö brauð, ostur, buff og grænmeti nægja ekki til að gera góðan borgara. 
Ef sósuna vantar er eins gott að sleppa þessu.
Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.
Smásagnahöfundur kemur víða við
Þ
órarinn Eldjárn er einn virt-
asti rithöfundur þjóðar-
innar og líklega ber ljóð-
listina hæst af fjölbreyttu 
höfundarverki hans. Hann 
hefur líka sent frá sér nokkrar stór-
merkilegar skáldsögur og smá-
sagnasöfnin eru orðin sjö með 
þessari nýjustu bók, Þættir af séra 
Þórarinum og fleirum. Þórarinn 
hefur mikla sérstöðu sem smá-
sagnahöfundur, meðal annars 
vegna þess að smásagnasöfn hans 
eru flest mjög vinsæl, sem er frem-
ur fátítt um smásagnabækur, en líka 
vegna nálgunar hans á formið. Mjög 
margar af smásögum Þórarins falla 
nokkuð langt utan  hefðbundinnar 
raunsæishefðar í smásagnagerð 
sem mótuð var á síðustu öld og ein-
kennast fremur af hnyttnum athug-
unum og skopi en raunsæislegum 
söguþræði, eru eins konar brandar-
ar á æðra stigi. Það sem helst hefur 
haldið smásögum Þórarins á lofti 
eru stórkostlega fyndnar og frum-
legar hugmyndir sem hafa orðið 
fleygar. Afar snjallir orðaleikir hafa 
líka einkennt margar sagnanna.
Því miður verður það að segjast 
að nýjasta bók Þórarins nær lægra 
flugi en fyrri smásagnasöfn hans. 
Fyrsta sagan, Hans heilagleiki, fjall-
ar um mann sem fær þá flugu í höf-
uðið að hann sé orðinn heilagur ? 
algóður. Nokkuð snjöll hugmynd en 
það vantar meira kjöt á beinin til að 
úr verði bitastæð saga. Saga  númer 
tvö, Gifsbangsinn, sver sig í ætt 
við fjölmargar fyrri sögur höfund-
ar sem greina frá börnum á sjötta 
og sjöunda áratug síðustu aldar. 
Sagan fjallar um dýrmætt leikfang 
sem mætir dapurlegum  örlögum 
og sagan er í senn skemmtilega 
hversdagsleg og nöturleg. Þriðja 
sagan, Feilskotið, fer vel af stað, en 
hún fjallar um brölt tveggja drengja 
uppi á háalofti á heimili annars 
þeirra. Sögusviðið er vægast sagt 
spennandi en höfundur velur að 
botna söguna með hugmynd sem 
ég get varla annað en kallað en 
ódýra og sneiðir hjá tækifæri til að 
skrifa eftirminnilega sögu.
Sagan Eyðibýlið er sérkennileg. 
Feðgar fara inn í eyðibýli en vitund 
föðurins finnur sig inni á undarlegri 
flugstöð þaðan sem engar  flugvélar 
virðast fljúga. Tilvistarleg pæling 
um fánýti þess að sækja í fortíðina 
er ofin inn í þennan texta sem ég 
náði ekki að tengja mig við, en er 
áhugaverður.
Sagan Jónatan er klén, fjallar um 
ákveðna karaktergerð sem er ófær 
um að njóta líðandi stundar. Sagan 
Uppstilling ehf. er varla annað en 
smellinn pistill til að birta á netinu, 
ekki burðugur texti í smásagnasafni 
eftir stórskáld. Sagan Blöndukútur 
í Sorpu er hins vegar afar vel skrif-
uð og hnyttin, sú saga snertir streng 
í brjósti þeirra sem njóta þess að 
safna fánýtum hlutum. Brauðin 
hans pabba er býsna skondin, enn 
einu sinni nær sérkennileg hug-
mynd flugi eins og í mörgum eldri 
sögum Þórarins.
Ein lengsta saga  bókarinnar, 
Beðið eftir Rol, er þreytandi og 
skrýtinn lestur. Sögusviðið er Kola-
portið þar sem stórfjölskylda hittist 
til að ræða um tilefni ættarmóts.
Ólán klárað er ekki smásaga 
heldur bragfræðileg pæling um 
sonnettur Jónasar  Hallgrímssonar, 
hugsanlega sonnettur sem hann 
hefur þó aldrei ort. Þetta er fyndni 
fyrir bragfræðinga.
Ekki eru allar sögur bókarinnar 
upptaldar hér en hún endar á býsna 
alvarlegum nótum. Sagan Ósagt 
best greinir frá baráttu ungs manns 
við krabbamein og veltir upp áhuga-
verðum sjónarmiðum um hvað sé 
við hæfi að segja og láta ósagt þegar 
rætt er um dauðann og banvæna 
sjúkdóma. Áhrifamikil saga.
Í heildina er hér of mikið efni 
sem snertir lítt við þessum les-
anda og sögur sem valda vonbrigð-
um. Bókin vekur upp löngun til að 
rifja upp kynni við eldri smásögur 
Þórarins sem margar hverjar eru af-
bragðsgóðar. n
? Í heildina er hér 
of mikið efni sem 
snertir lítt við þessum 
lesanda og sögur sem 
valda vonbrigðum.
Þórarinn Eldjárn 
Einn virtasti höfundur 
þjóðarinnar. Mynd Sigtryggur Ari
Ágúst Borgþór Sverrisson
agustb@dv.is
Bækur
Þættir af séra 
Þórarinum og fleirum
Höfundur: Þórarinn Eldjárn
Útgefandi: Vaka-Helgafell
147 bls.
H
inn suðurafríski Deon Meyer 
er örugglega í hópi bestu 
glæpasagnahöfunda samtím-
ans. Bók hans Þrettán tímar 
ber öll merki þess að vera verk rit-
höfundar sem kann vel til verka og er 
ólíklegur til að stíga feilspor.
Í Höfðaborg í Suður-Afríku finnst 
lík bandarískrar unglingsstúlku á 
götu. Vinkona hennar er horfin. Lög-
regluforinginn Benny Griessel leitar 
hennar en það gera einnig morðingj-
ar vinkonu hennar. Á sama tíma er 
áhrifamaður í tónlistarheiminum 
myrtur. Benny rannsakar það mál.
Hluti bókarinnar lýsir æsilegum 
flótta ungrar stúlku sem er  innikróuð 
og þarf á allri sinni hugvitssemi á að 
halda. Reyndar er staða hennar svo 
vonlítil að dágóður skammtur af 
heppni þarf einnig að falla henni í 
skaut eigi hún að komast lífs af.  Þessir 
Spennuþrungin   frásögn
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Bækur
Þrettán tímar
Höfundur: Deon Meyer 
Þýðandi: Þórdís Bachmann 
Útgefandi: Ugla 
432 bls.
?Meyer kann fjarska 
vel að skapa 
spennu en hefur einnig 
afar næma taug.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48