Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 13
Bókasafnið 41. árg – 2017 13 Námsbraut í upplýsingafræði stóð á merkum tímamótum á síðastliðnu ári en þá var haldið upp á 60 ára afmæli kennslu í greininni við Háskóla Íslands. Því var fagnað með veglegri ráðstefnu sem haldin var föstudag- inn 18. nóvember 2016 í fyrirlestrasal Þjóðar- bókhlöðu. Dagskráin hófst með því að Ágústa Pálsdóttir, formaður námsbrautar í upplýsingafræði, setti ráð- stefnuna. Í setningarræðunni var meðal annars drepið á helstu breytingum sem orðið hafa við greinina á undan- förnum fi mm árum, eða frá því að haldið var upp á 55 ára afmæli kennslunnar. Þær felast í því að heiti greinarinnar var breytt í upplýsingafræði og að námið er nú eingöngu kennt á meistarastigi. Einnig kom fram að sú ánægjulega þróun hefur orðið að doktorsnemum í greininni hefur farið fj ölg- andi og eru þeir nú sex talsins. Óhætt er að fullyrða að það sé greininni - en ekki síður stéttinni - afar mikilvægt að lyfta menntunarstiginu. Fyrir stéttina skiptir það miklu máli að hún dragist ekki aftur úr því sem hefur verið að gerast hjá erlendum kollegum þar sem fólk með doktorsmenntun hef- ur í vaxandi mæli haslað sér völl á starfsvettvangi, til dæmis hjá stærri bókasöfnum. Einnig er mjög brýnt að stéttin verði ekki eftirbátur annarra fagstétta hérlendis þar sem fólki sem lokið hefur doktorsnámi hefur fj ölgað jafnt og þétt. Daði Már Kristófersson, deildarforseti Félags- vísindasviðs, fl utti því næst ávarp. Að því loknu hófst fj ölbreytt dagskrá þar sem kennarar, doktorsnemar og útskrifaðir meistaranemar frá árunum 2015 og 2016 kynntu rann- sóknir sínar með alls 24 erindum, jafnframt því sem doktorsnemarnir kynntu rannsóknir sínar enn frekar með veggspjaldasýningu. Ráðstefnan, sem var ókeypis og öllum opin, var afar vel sótt. Að lokinni dagskrá bauð námsbraut í upplýsingafræði fyrirlesurum og ráðstefnugestum upp á léttar veitingar. Afmælisráðstefna í upplýsingafræði – 60 ár við Háskóla Íslands Ágústa Pálsdóttir er með doktorsgráðu í Upplýsingafræði frá Åbo Akademi University í Finlandi. Hún starfar sem prófessor og formaður námsbrautar í Upplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.